Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 17. mars 2023 Ótrúlega gefandi og lærdómsríkt Hans Steinar Bjarnason ákvað fyrir fimm árum síðan að breyta um starfsvettvang. Eftir að hafa starfað við fjölmiðla í vel á þriðja áratug, bæði í sjónvarpi og útvarpi, tók hann við starfi upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna á Íslandi og sér ekki eftir því. 2 Hans Steinar Bjarnason og Sigríður Þóra Þórðardóttir eiginkona hans hafa undanfarin fjögur ár styrkt dreng í SOS Barnaþorpinu í Addis Ababa í Eþíópíu sem verður 10 ára í sumar. Að sjálfsögðu nýtti hann tækifærið og heimsótti drenginn í ferðinni til Eþíópíu nú í mars. MYND/AÐSEND Hljóðhimnar eru skemmtilegt upp- lifunarrými um tónlist fyrir börn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI jme@frettabladid.is Hljóðhimnar, upplifunarrými fyrir börn og fjölskyldur í Hörpu, eru eins árs í mars og verður haldið upp á það með afmælishá- tíð laugardaginn 18. mars. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá í húsinu, tónleika, tónlistarleiki og heiðursgesturinn Maximús Mús- íkús heilsar upp á afmælisgesti. Það geta öll tekið þátt í afmælinu enda er boðið upp á kórónugerð með hönnuðum Þykjó, sem stóðu að hönnun Hljóðhimna. Dagskráin hefst klukkan 11.00 og lýkur um 13.30 þegar seinni Klapp, klapp, stapp, stapp-smiðju Sigga&Ingibjörgu lýkur. Hljóð- himnar eru þó opnir eins og venju- lega og býðst afmælisgestum að flæða frjálst á milli staða. Aðgang- ur er ókeypis og öll velkomin. Full dagskrá afmælishátíðar: n Vísa/Stemma - kl. 11.00-13.00. n Kórónugerð með ÞYKJÓ, n Hörpuhorn - kl. 11.30-12.00 og 13.00-13.30. n Klapp, klapp, stapp, stapp- smiðja með Sigga&Ingibjörgu. n Opin svæði/Hnoss/Hljóð- himnar - kl. 12.00 og 13.00. Maxímús Músíkús heilsar upp á afmælisgesti. Í tilefni dagsins býður Rammagerðin upp á 20% afslátt og Hnoss verður með barna- bröns meðan á hátíðinni stendur. Þar verður áhersla lögð á skemmti- lega, litríka og næringarríka rétti sem öll fjölskyldan kann að meta. Búist er svo við að súkkulaðigos- brunnurinn veki mikla kátínu. n Afmæli Hljóðhimna Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.