Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 4
Þessi tillaga er í hróp- legu ósamræmi við þær umræður sem sköpuðust um útreikn- ing fasteignagjalda. Jón Ingi Hákonarson, bæjarfull- trúi Viðreisnar í Hafnarfirði Guðrún Haf- seinsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Nei, ég hef engar nákvæmar upplýsingar um það hve­ nær ráðherraskiptin verða, en þau verða á vormánuðum,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti sjálfstæðis­ manna í Suðurkjördæmi. Flest bendir til að ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, eftir síðustu kosningar standi. Bjarni sagði þegar hann lagði fram ráðherralista flokks­ ins að loknum síðustu kosningum að Jón Gunnarsson myndi starfa sem dómsmálaráðherra í ákveðinn tíma. Guðrún tæki svo við af honum. Nú er sá tími liðinn. „Minn skilningur var að það yrði í mars,“ segir Guðrún um hvenær henni þyki líklegast að hún taki við ráðherradómi. Í gær sagði Jón Gunnarsson að hann vissi ekkert. Spyrja yrði aðra út í hans stöðu. Stuðningsmenn Jóns í Kraganum vilja að Jón haldi áfram í embætti. Stuðningsmenn Guðrúnar í Suður­ kjördæmi hafa í samtölum við Fréttablaðið sagt afar mikilvægt að hún komist í embætti sem fyrst. „Það er ekkert leyndarmál að ég er óþreyjufull að taka við þessu starfi, ég er þannig manneskja. Ég hlakka til að takast á við verk­ efnið, það hefur verið mjög skýr krafa í mínu kjördæmi að oddviti SJálfstæðisflokksins fái ráðuneyti.“ n Hlakkar til að verða ráðherra Lambakjötið hefur hækkað í verði um fimmt- ung. Sætar vörur hafa hækkað minnst. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Matvörur innanlands þar sem samkeppni er lítil hækka meira í verði í verðbólgu­ fárinu en aðrar. ASÍ og Neyt­ endasamtökin ósátt. bth@frettabladid.is NEYTENDUR Mjög er mismunandi hvaða vöruflokkar í matvörubúðum hafa hækkað mest í verðbólgunni. Mjólkurafurðir hafa á einu ári, frá febrúar 2022 til febrúar 2023, hækkað um 14 prósent. Kjötafurðir innanlands hafa hækkað allt að 20 prósent. Á sama tíma mælist verð­ bólga um 10 prósent. „Þetta er galið,“ segir Breki Karls­ son, formaður Neytendasam­ takanna. „Það er engin tilviljun að í þeim geirum þar sem engin samkeppni ríkir sé minnsta fyrir­ staðan gegn því að ýta hækkunum út í verðlagið.“ Breki segir að í matvörugeirum þar sem samkeppni sé virkari en í landbúnaðarframleiðslu innanlands standi neytendur betur að vígi. „Þá er meiri hvati fyrir verslanir og þjónustuaðila að halda aftur af hækkunum, finna aðrar leiðir en hækkanir til að standa með við­ skiptavinum.“ Auður Alfa Ólafsdóttir hjá ASÍ staðfestir að verðkannanir ASÍ sýni að innlendar vörur hafi hækkað meira í verði en innfluttar. „Lambakjöt hefur hækkað um 20 prósent á einu ári,“ segir hún. Nautakjöt hefur einnig hækkað eða um 20 prósent. Aðrar vörur sem hafa hækkað mikið síðustu 12 mán­ uði eru kaffi sem kostar nú 18 pró­ sentum meira en fyrir ári og pasta sem hefur farið upp um 19 prósent. „Í raun eru verðhækkanir orðnar ansi almennar og þær ná til f lestra matvöruflokka,“ segir Auður Alfa. Þeir matvöruf lokkar sem hafa lækkað minnst í verði eru gos­ drykkir og safar eða um 9 prósent. Sælkerar geta líka glaðst yfir að sykur, súkkulaði og sælgæti hefur hækkað minna en sem nemur verð­ bólgu eða um 7 prósent. Lýðheilsu­ fræðingar myndu setja spurningar­ merki við þá þróun. Er kemur að hollustunni hefur fiskur hækkað um 11 prósent í verði á einu ári.  Þá hefur brauð og kornvara hækkað um 10 prósent. „Ég tek undir með Breka að það er ljóst af verðþróun á matvöru síð­ astliðin ár og lengra aftur að verð á búvöru, kjöti og mjólkurvöru, hækkar hvað mest,“ segir Auður Alfa. „Þetta eru vörur sem eru fram­ leiddar á mörkuðum sem eru mjög verndaðir fyrir utanaðkomandi samkeppni.“ Búvara, það er að segja kjöt og mjólkurvara, er vara sem vegur þungt í matarinnkaupum fólks. „Það er mikið keypt af þessum vörum og þess vegna hafa verð­ hækkanir meiri áhrif á heimilin en verðhækkanir á ýmissi annarri mat­ vöru,“ segir Auður Alfa. n Lambakjöt hækkað um 20 prósent eða tvöfalt meira en nemur verðbólgu Hildur Rós Guð- bjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Hafnarfirði gar@frettabladid.is SAMGÖNGUR Meirihluti bæjar­ stjórnar Hafnarfjarðar hafnaði til­ lögu fulltrúa Samfylkingarinnar um að f jármagna næturferðir strætisvagna til bæjarins frá Reykja­ vík með því að rukka Garðbæinga um 30 milljónir króna í stað tólf milljóna vegna viðtöku frárennslis þaðan. Meirihlutinn sagði tillögunni vísað frá þar sem enn væri verið að skoða næturferðir strætisvagna. „Varðandi þjónustugjöld vegna frá­ rennslis í Garðabæ skal það áréttað að þeim samningi var sagt upp fyrir sex mánuðum,“ bókuðu meirihluta­ fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Fram­ sóknarflokks. Bæjarfulltrúi Viðreisnar var ekki hlynntur því að tillögu Sam­ fylkingarinnar yrði vísað frá  en kvað hugmyndina um að rukka Garðabæ aukalega um tæpar tutt­ ugu milljónir króna vegna fráveitu­ þjónustu ríma illa við góða stjórn­ sýslu. „Þessi tillaga er í hróplegu ósam­ ræmi við þær umræður sem sköpuð­ ust um útreikning fasteignagjalda. Það er ekki í lagi að nýta tekjur B hluta fyrirtækja til að greiða fyrir kostnað A hlutans. Aukist tekjur Fráveitu vegna þjónustusamnings við Garðabæ er réttast að lækka fráveitugjöld á móti til handa hafn­ firskum heimilum,“  bókaði full­ trúi Viðreisnar. „Meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarf lokksins hefur nú endanlega afhjúpað andstöðu sína, með því að hafna tillögu um bætta þjónustu við bæjarbúa,“ bók­ aði Hildur Rós Guðbjargardóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar. „Það eru veruleg vonbrigði að meirihluti Framsóknar­ og Sjálfstæðisflokks skuli ekki sjá sér fært að standa með íbúum, umferðaröryggi þeirra og öflugum almenningssamgöngum,“ bætti hún við. n Vildu rukka Garðabæ fyrir næturstrætó til Hafnarfjarðar Umhverfismat framkvæmda Umhverfismatsskýrsla í kynningu Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum Rangárþing ytra hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna umhverfis- mats þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum. Kynning á umhverfismatsskýrslu: Tillaga að ofangreindri framkvæmd og umhverfismatsskýrsla liggur frammi til kynningar á skrifstofu Rangárþings ytra og hjá Skipulagsstofnun Borgartúni 7b frá 17. mars til 4. maí 2023. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar: www.skipulag.is. Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér umhverfismatsskýrsluna og lagt fram umsögn. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 4. maí 2023 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvu- pósti á skipulag@skipulag.is. Vakin er athygli á að haldinn verður kynningarfundur fyrir almenning í Menningarsalnum á Hellu fimmtudaginn 30. mars kl. 17 og eru allir velkomnir. Verðhækkanir á matvöru Kaffi, te og kakó 17% Kjöt 17% Grænmeti, kartöflur o.fl. 16% Olíur og feitmeti 14% Mjólk, ostar og egg 13% Matur 12% Drykkjarvörur 11% Fiskur 11% Ávextir 11% Brauð og kornvörur 10% Vísitala neysluverðs 10% Gosdrykkir, safar og vatn 9% Sykur, súkkulaði og sælgæti 7% Aðrar matvörur 7% Reikningur afhentur eftir úrskurð.Upphafleg útgáfa reiknings. olafur@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Eins og fram hefur komið afhenti fjármálaráðuneytið reikninga frá Íslögum, lögfræðistofu Steinars Þórs Guðgeirssonar, vegna vinnu fyrir ráðuneytið og Lindar­ hvol ehf., eftir úrskurð úrskurðar­ nefndar um upplýsingamál þess efnis. Úrskurðarnefndin tiltók sérstak­ lega í úrskurði sínum að samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu væru engar tímaskýrslur fyrirliggjandi. Þetta hefur Esther Finnbogadóttir, starfsmaður ráðuneytisins og eini stjórnarmaður Lindarhvols, stað­ fest, þrátt fyrir að verksamningar við Íslög kveði á um að þær skuli fylgja reikningum. Úrskurðarnefndin gerði f jár­ málaráðuneytinu að af henda reikningana „án þess að afmáðar séu upplýsingar um tímagjald og ­fjölda (einingarverð og magn) og upplýsingar um hvenær vinna Íslaga ehf. samkvæmt reikningunum var innt af hendi.“ Tilefni þessa er að ráðuneytið afmáði með öllu tiltekinn texta á reikningi áður fyrir afhendingu. Fréttablaðið hefur undir höndum tvær útgáfur sama reiknings sem báðar voru sendar frá ráðuneytinu. Eftir úrskurð nefndarinnar afhenti ráðuneytið nýja útgáfu þar sem aðeins minna af texta var hulið en ekki fer á milli mála að talsverður texti er enn hulinn. Enn hefur verið kært til úrskurðarnefndar og óskað eftir úrskurði um að ekkert verði afmáð af reikningum. n Fjármálaráðuneytið felur að texti sé afmáður af reikningum 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.