Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 27
Öðlastu betri færni í ensku og menningarlæsi með því að taka þátt í skemmtilegu prógrammi og kynnast krökkum frá öllum heiminum. Umsóknarfrestur er til 25. mars. 2023 Nánari upplýsingar á afs.is. SUMARNÁMSKEIÐ Á ENGLANDI 17.-29. júlí (13-16 ára)* Þátttökugjald 590.000 kr. 31. júlí-12. ágúst (15-18 ára) Þátttökugjald 540.000 kr. *fylgd í flugi elin@frettabladid.is Fermingardagurinn er hátíðar- dagur og þá er alveg sjálfsagt að skreyta fallega í kringum sig. Það er til dæmis hægt að gera með lif- andi blómum. Fallegt er að binda borða um servíetturnar, hvort sem þær eru úr pappír eða efni, og stinga litlu blómi í til skrauts. Þær eru síðan lagðar á borð þar sem diskarnir eiga eftir að koma og punta upp umhverfið. Þegar skreytingar eru ákveðnar þarf að ákveða liti fyrst og hvaða þema á að vera. Ef notaðir eru hvítir dúkar á borðin er hægt að lífga upp með alls kyns litum í blómum eða öðrum skreytingum. Fallegt er að hafa blómin í þeim litum sem fermingarbarnið óskar að hafa í veislunni. Þá er líka hægt að setja eitt blóm í lítinn vasa á hvert borð. Litur blómanna endur- speglar aðalpersónu dagsins sem er fermingarbarnið. Flestir hafa myndasýningu frá lífi fermingar- barnsins á tjaldi sem sýna áhuga- málin. Gaman er að tengja þemað við það sem barnið hefur gaman af og ekki gleyma kertunum. Það er fallegt að vera með blöðru- boga og síðan ljósaseríur í loftinu. Setur skemmtilegan stemmingu í salinn eða á heimilið. n Skreyttar munnþurrkur á veisluborðið Lifandi blóm gera mikið fyrir veislu- borðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Hárið skiptir langflest fermingar- börn máli og flest fara þau í klipp- ingu fyrir stóra daginn. Hefðin er að stúlkurnar fari líka í fermingar- greiðslu til að vera sem fínastar þennan dag. Hártíska femingarbarna er alltaf að breytast. Einu sinni var í tísku að vera með mikið túperað hár, vængi og stórar og miklar greiðsl- ur. Eitt stórt blóm í hárinu var eitt sinn það sem allar stelpur vildu. Uppsett hár og slöngulokkar voru það heitasta lengi vel og seinna varð í tísku að vera með sem nátt- úrulegasta greiðslu og sem minnst skraut. Fyrir nokkrum árum voru stórar hárspennur í tísku og miklir liðir í hárinu en núna virðast blóm í hárið aftur orðin vinsæl og þá sérstaklega minni blóm. Eins vilja stelpur í dag frekar fylgja sínum persónulega stíl en einni ákveð- inni tísku. n Blómleg hártíska Tískan í hárgreilsðu og klippingu fermingarbarna breytist sífellt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Kransakökur eru vinsælar á veislu- borðið og æ fleiri sem prófa sig áfram með að baka slíka heima. n Smyrjið bökunarform með smá- vegis af smjörlíki. Eins er gott að setja ögn af raspi á botninn. n Notið reglustiku til að mæla lengdina og beittan hníf til að skera deigið sundur. n Bleytið fingur í köldu vatni og sléttið yfir samskeytin. n Ráðlegt er að setja aukabökun- arplötu undir þá sem hringirnir eru bakaðir á til að varast að botninn verði of dökkur. n Best er að setja kökuna saman deginum eftir að hún er bökuð. n Hringirnir eru festir saman með karamellu-, sykurbráð eða bræddu súkkulaði. n Festið neðsta hring kökunnar við diskinn með því að smyrja ögn af sykurbráð eða bráðnu súkkulaði neðan á hann. n Snúið kökunni á meðan hringjum er bætt er ofan á, til að koma í veg fyrir að hún halli. n Konfekt eða annað utan á kökuna er fest með karamellu- bráð eða bráðnu súkkulaði. n Kransakökur geymast vel og því tilvalið að baka þær með góðum fyrirvara, jafnvel frysta og skreyta svo deginum áður. HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS Kransakökuráð Kransakaka er glæsilegt kaffibrauð. kynningarblað 15FÖSTUDAGUR 17. mars 2023 FERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.