Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 8
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS Alveg týp- ísk afleið- ing „þetta reddast“ hugar- fars okkar Íslendinga. Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Það er vor í lofti þrátt fyrir kuldatíð. Sólin og norður­ ljósin skiptast á að létta okkur lund og skipulagning sumarleyfa er farin af stað á f lestum heimilum. Með hækkandi sól kemur hlýr blær að sunnan og trén verða græn á ný. Við vitum fyrir víst að bráðum verður Austurvöllur stappaður af ungu fólki með sólgleraugu og frisbí­ diska, þótt bjórinn sé dýrari en í fyrra. Margar fjölskyldur munu líka baða sig í enn meiri sól og hlýjum sjó í öðrum löndum þrátt fyrir að útlandaferðir verði áfram efst á bannlista Seðla­ bankans. Enda vita landsmenn vel að verðbólgunni er haldið uppi af hallarekstri ríkisins en ekki af kokteilum á Tenerife. Friedman fór ekki með neitt f leipur þegar hann benti á að verðbólgan er alltaf á ábyrgð stjórnvalda en ekki fólksins í landinu. Þrátt fyrir úrræða­ og aðgerðaleysi stjórnvalda í efnahagsmálum léttist brúnin víða við það eitt að sumarið er nú á næsta leiti. Þannig virkar þetta hjá okkur hér í norðrinu þegar loksins sér fyrir endann á dimmum vetri. Það er hins vegar ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á því hversu stutt er í sumarið. Af áramótaheitunum hennar, þingmálaskránni, eru enn þá 107 mál úti­ standandi. Fresturinn til að leggja málin fram styttist hratt, en 1. apríl næstkomandi er síðasti dagurinn til leggja fram ný frumvörp á vorþingi. Þessi frestur er hafður til að tryggja að þinginu gefist tími til að fullvinna mál fyrir sumarhlé í júní. Meðal mikilvægra mála af þingmálaskránni sem enn hefur ekkert frést af, eru aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk, fjölmiðlastefna, lög um almenningssamgöngur og lög um vindorku. Þessi staða er kannski ekki merki um kæruleysi stjórnvalda heldur frekar merki þess að samstaðan, eða öllu heldur skortur á henni, standi ráðherrunum í vegi. Það væri óskandi að með hækkandi sól sæjust merki um ríkisstjórn sem nær að skapa samstöðu á þingi til að vinna með sóma þær mikilvægu umbætur sem fólkið í landinu kallar eftir. n Tilbúin í sumarið Hanna Katrín Friðriksson formaður þing- flokks Viðreisnar Enda vita landsmenn vel að verð- bólgunni er haldið uppi af hallarekstri ríkisins en ekki af kokteilum á Tenerife. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Í vikunni fengu foreldrar í Reykjavík póst um innritun í leikskóla næsta haust. Fjöl­ miðlar hafa undanfarna daga og vikur sagt sögur af þessu fólki. Fólki sem hefur skráð sig aftur í nám, flutt heim og jafn­ vel þurft að hætta í vinnunni sinni, því það hefur ekki vistun fyrir barnið sitt. Sumir fengu ekki pláss síðasta haust, þrátt fyrir loforð um inntöku við 12 mánaða aldur, og sjá jafnvel ekki heldur fram á að fá leikskólapláss í haust fyrir barnið sitt. Þetta er algert neyðarástand og þó svo að ég tali hér um Reykjavík, þá á þetta ekki bara við þar. Í nágrannasveitarfélögum hefur verið farin sú leið að greiða fólki heimgreiðslur á meðan það bíður. Það vill Sjálfstæðisflokkur­ inn líka gera í Reykjavík en von er á tillögum frá honum vegna þess vanda sem blasir við. En vandinn er ekki bara í innrituninni. Hann er líka hjá þeim börnum sem þegar eru innrituð en eru á flakki og eru ítrekað send heim. Vegna myglu og manneklu. Ég er ekki eitt þessara foreldra sem bíða eftir plássi en ég fékk samt póst fyrir viku þar sem kom fram að viðgerðir í leikskóla barnsins míns síðustu vikur myndu ekki duga og að það þyrfti að ráðast í viðameiri aðgerðir. Þær krefjast þess að húsið verði tæmt og starfsem­ in flutt annað. Nú er verið að leita að húsnæði. Með póstinum fylgdi að ekki yrðu tekin fleiri börn inn í leikskólann næsta haust. Þetta er mín saga. Svo er það systir mín. Leikskóla dóttur hennar var lokað og hún þarf nú að keyra með hana hvern morgun í annað hverfi. Því húsnæðið sem leikskólinn var í var svo myglað. Þetta eru auðvitað engin einsdæmi. Þessa sögu hef ég heyrt frá mörgum og þið eflaust líka. Fólki sem býr í alls konar hverfum og ýmsum sveitarfélögum. Á einum stað var meira að segja kúkaloft í leikskólanum og þess vegna þurfti að færa börnin annað. Kúkaloft. Og gleymum svo ekki fólkinu sem fær reglu­ lega pósta frá leikskólanum um manneklu, eða fáliðunarstefnu, og þarf að sækja barnið snemma. Ég veit að það eru ástæður fyrir vandanum sem voru ófyrirséðar. Stríð og heimsfaraldur. Svo er það viðhaldið og myglan. Sem er samt kannski alveg eitthvað sem hefði átt að vera fyrirséð, en er alveg týpísk afleiðing „þetta reddast“ hugarfars okkar Íslendinga. Það voru mótmæli í gær í Ráðhúsinu. Það voru mótmæli í Ráðhúsinu í haust. Þetta er endurtekið efni og svo við getum komið í veg fyrir aðra endurtekningu þá væri ég til í að sjá nýjar lausnir. Það er ekki bara þörf núna, það er alger nauðsyn. n Pössun óskast kristinnhaukur@frettabladid.is Allt í gúddí Landsfundur Vinstri grænna er um helgina. Enginn hefur boðið sig fram gegn Katrínu Jakobsdóttur í formannsstólinn og heldur ekki í varaformanns­ stólinn gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þykir þetta til marks um hvað þau stýra flokknum vel. Ísland notar mikla olíu, útlendingar eru fluttir brott um miðjar nætur og bankar eru seldir til vanda­ manna. Flokkurinn er kominn niður í 6 prósenta fylgi. Engin ástæða til að skora forystuna á hólm eða pönkast neitt í henni. Allt í gúddí hér. Eða kannski er bara enginn eftir í f lokknum til að skora neinn á hólm? Áhyggjur Eftir fréttir af sölu jarðarinnar Horns til kanadísks auðkýfings hafa margir stigið fram og lýst áhyggjum. Það er að verið sé að selja jarðir, ódýrt, til erlendra auðkýfinga. Þeir ætli að meina íslenskum göngugörpum að klífa tinda og jafnvel mylja fjöll niður í duft. Gott og vel. Eðlilegt er að hafa áhyggjur af náttúrunni, sérstaklega perl­ unum. En eru auðkýfingar með erlendar kennitölur eitthvað verri en aðrir? Ekki eru mjög mörg ár síðan íslenskur auðkýf­ ingur ætlaði að berja, já berja, með höndunum, mann sem gekk inn á jörðina hjá honum í Borgarfirði. Er sniðugt að bjóða nokkrum auðkýfingi að kaupa jarðir? n 8 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.