Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 9
Honum láðist meðal annars að tékka á því hverjum hann væri að selja áður en hann skrifaði undir. Til dæmis pabba sínum eða bara Banana­ lýðveldinu ehf. Hækkun fasteignaverðs síðustu 10 ár er ævintýraleg og hefur hækkað um rúmlega 100% að raunvirði. Hækkunin á hinum Norðurlönd- unum er um fjórðungur. Það er erfiðara en áður að eignast hús- næði. Ungt fólk tapar mest á þessu ástandi. Verð á 120 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu jafngildir nú rúmlega 13 árstekjum einstaklinga að meðaltali eins og fram kemur í gögnum BHM. Fólk á leigumarkaði býr við erfiðar aðstæður og kann- anir sýna að fólk á leigumarkaði hefur sjaldnast valið sér að leigja og vill frekar geta keypt. Í fyrsta sinn síðan í september 2009 er verðbólga komin yfir 10%. Á árinu munu enn fleiri lenda í vand- ræðum með að ná endum saman þegar um 4500 heimili losna undan föstum vöxtum óverðtryggðra lána. Þessara heimila bíða þungar vaxta- hækkanir sem auðvitað hafa mikil áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Vextir á húsnæðislánum eru mun hærri en í nágrannaríkjunum, enda staðreynd að á Íslandi þarf að hækka vexti margfalt til að taka á svipaðri verðbólgu og í nágranna- ríkjunum. Ríkisstjórnin talar um verðbólga sé stærsti óvinur almenn- ings en viðbrögðin eru þrátt fyrir það engin. Ríkisstjórnin fór raunar þá leið að hella bensíni á bálið með því að hækka öll gjöld um áramótin sem jók verðbólgu og útgjöld heim- ila og fyrirtækja. Vaxtahækkanir 11 sinnum í röð hafa þær af leiðingar að bygginga- bransinn er á leið í frost því eftir- spurn er að hverfa. Næstu árgangar komast ekki inn á húsnæðismark- aðinn. Á sama tíma er engin raun- veruleg húsnæðisstefna hjá ríkis- stjórninni og af leiðingin blasir: f lestu ungu fólki er ómögulegt að kaupa íbúð ef pabbi eða mamma geta ekki hjálpað. Það er ekki jafnt gefið. Það er alltaf að verða skýrara að almenni markaðurinn leysir vandamálið ekki. Til þess þarf félagslegt kerfi af hálfu hins opin- bera sem tekur á þeirri þörf sem kemur inn á húsnæðismarkaðinn á hverju ári. Húsnæðismarkaður- inn er viðvarandi verkefni stjórn- valda en ekki málefni sem hægt er að leysa með átaksverkefnum við og við. Það á ekki að vera forsenda þess að geta keypt íbúð að eiga pabba og mömmu sem hlaupa undir bagga. Húsnæðisstefna í þá veruna fléttar saman skynsamlegri hagstjórn, vel- ferð og réttlæti. n Unga fólkið getur ekki keypt íbúð Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar Upp úr aldamótum átti almenn- ingur Landsbankann. Hann var seldur. Stillum okkur alveg í dómum um kaupendurna – um það allt saman hafa verið skrifaðar óþægi- lega nákvæmar skýrslur – en ævin- týrið endaði í IceSave, einhverri undurfurðulegustu afferu Íslands- sögunnar. Það er hægt að skilja Sturlunga- öldina, en þessi tími er langt handan við hana. Búnaðarbankinn Já, svo áttum við víst líka Búnaðar- bankann og seldum hann. Þar þurfti að vísu til útlenzkan lepp – ég treysti mér ekki til að stafsetja nafn þess þýzka banka rétt – svo að allt liti vel út, af því að útlendingar vildu endilega fjár- festa á Íslandi. Og í Íslandi. Var hægt að fá betri staðfestingu á því hvað við værum frábær? Leitt hvað það var mikið skuespil, sem líka má lesa um í skýrslum. FBA Nokkru fyrr hafði verið seldur svokallaður Fjárfestingarbanki atvinnulífsins. Nú ætla ég að drepa ykkur úr leiðindum, því að þessi svokallaði banki varð einkum til með sam- runa Fiskveiðisjóðs, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og Iðnþró- unarsjóðs. Þetta voru sumsé sjóðir ríkis- valdsins – skattgreiðenda – til að bjarga kapítalistunum frá sjálfum sér og eigin voðarekstri. Í þessu tilfelli vildi svo óheppi- lega til að kaupendurnir voru þáverandi forsætisráðherra ekki hugnanlegir. Bankinn hafði lent í röngum höndum. Eftirmálin voru margvísleg, en um það óhapp hefur mér vitanlega ekki verið skrifuð skýrsla. Núnú Allt var þetta óskup gaman og skemmtilegt í fáein ár þangað til gervallt gillimojið fór á súrrandi hausinn, krónan hrundi (hvern hefði grunað það?), fólk missti eignir sínar og flutti til Noregs, þeir sem sviptu sig ekki lífi. Í f lókinni sögu enduðu þessar eignir, fasteignir og fyrirtæki, í höndum nýrra banka og þrotabúa hinna gömlu, og Íbúðalánasjóðs, langflestar umtalsvert undir raun- verði. Ein helzta ástæða hagnaðar nýju bankanna árum saman var að eignirnar, sem þeir fengu fyrir slikk, voru miklu meira virði en bókhaldið sýndi. Raunvirðið sýndi sig smám saman. Eignir Íbúðalánasjóðs – heimilin sem fjölskyldur höfðu misst – voru líka seldar fyrir smámuni, ef rök- studdur grunur er réttur. En um það vitum við ekki nákvæmlega. Við fáum ekki að vita það, þótt ágætur fyrrum þingmaður hafi kallað eftir þeim upplýsingum árum saman. Engin skýrsla þar, en stóru hús- leigufyrirtækin kvörtuðu ekki. Og svo framvegis Lindarhvoll hét kompaní fjármála- ráðherra sem fékk ýmsar eignir ríkisins – okkar – í fangið. Þær voru sannarlega seldar og um þá gjörninga er sannarlega til skýrsla. Meiraðsegja tvær. Við fáum samt bara að lesa aðra þeirra. Sölumönnum ríkisins þykir hin óheppileg. Og fjármálaráðherra seldi líka stóran hlut í Íslandsbanka. Hann „ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð“ á sölunni (orðrétt tilvitnun), en eins og stundum áður er merking orðsins „ábyrgð“ meira en óljós. Honum láðist meðal annars að tékka á því hverjum hann væri að selja áður en hann skrifaði undir. Til dæmis pabba sínum eða bara Bananalýðveldinu ehf. Um þessa furðusölu er til skýrsla, að vísu ófullkomin og fjölmörgum spurningum ósvarað, en fjármálaráðherra kann svar við því: „Þessu hefur öllu verið svarað.“ Þetta sagði hann líka um Panama-skjölin, Falson og Flórida. Áfram gakk Eftir öll þessi árangursríku og hnökralausu viðskipti kynnti fjármálaráðherra á dögunum hug- myndir um að selja Isavia, sem á þrettán flugvelli víða um land, ef ég les vef félagsins rétt. Atarna er nú metnaður og gagn- legt framtak. Ekki bara um Leifs- stöð, Akureyri og Egilsstaði, sem eru helztu innflæðis- og flótta- gáttir þjóðarinnar. Við höfum aldr- ei fengið á hreint hvert er raunvirði flugvallanna á Gjögri og í Grímsey. Það er óþægileg óvissa. Áður en ráðherrann verður uppiskroppa með hugmyndir eru hér fáeinar í viðbót. Seljum Ríkisútvarpið. Mér segir svo hugur að viðtöl Stebba á löppinni og Kvöldgestir Jónasar Jónassonar séu miklu meira virði en bókhaldið segir til um. Að við nefnum ekki Andreu Jóns, Óla Palla og plötusafnið. Hvers vegna að láta alls konar verðmæti liggja óhreyfð þegar hægt væri að koma þeim í verð? Næst: Hví hefur aldrei verið reynt að selja Valþjófsstaða- hurðina? Þjóðminjasafnið á meira af drasli en það hefur pláss fyrir. Á uppboð með þetta. Ef pabbi er ekki geim, þá gætu einhverjir nákomnir slegið áhættufjárfestingarlán. Ekki langt undan eru útslitnar leðurpjötlur. Ég segi ekki Flateyjar- bókin, en þessi handrit eru mest- megnis tættar skóbætur, sumar með tannförum, sem hlýtur að auka verðgildið. Lengri listi fæst gegn vægu verði, en umfram allt er mikilvægt að ráðherrann skrifi skýrslu um söluna sjálfur. Hitt væri tómt vesen og leiðindi. n Sölumenn ríkisins Karl Th. Birgisson n Í dag FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 917. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.