Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 16
Kristjana Stefánsdóttir, söngkona og tónlistarstýra, fermdist í Selfosskirkju vorið 1982. Boðið var upp á íslenskar hnallþórur, rjómatertur og brauðtertur í skemmtilegri heimaveislu og voru gestir um þrjátíu. elin@frettabladid.is Kristjana rifjar upp daginn og segist hafa verið í klassískum ’80-fatnaði. „Við mamma fórum í tískuvöruverslun- ina Lindina á Selfossi og keyptum rautt pils og skjannahvíta skyrtu með stórum kraga. Svo fékk ég mína fyrstu hælaskó, klassíska hvíta en með smá silfur- rönd. Þeir voru keyptir í skóbúð Selfoss hjá Búllu frænku minni,“ segir hún bros- andi. Kristjana fékk margar frábærar gjafir og er ánægð með daginn. „Ég fékk nokkra skart- gripi og bækur. Systkini mömmu og fjölskyldur þeirra gáfu mér fullan skíðabúnað og mamma gaf mér ferð í Kerlingarfjöll til að læra á skíðin. Pabbi gaf mér geggjað kasettutæki sem hafði verið draumur minn í langan tíma. Þá gat ég loksins tekið upp uppáhaldslögin mín í Lögum unga fólksins,“ segir hún. Þegar Kristjana er spurð hvort hún sé ánægð með fermingar- myndina, svarar hún: „Já, hún er allt í lagi en er algjörlega barn síns tíma hvað varðar uppstillingu, klæðnað og hárgreiðslu.“ Kristjana er búin að ferma son sinn sem valdi að fermast borgaralega. „Það var mjög afslappað og gaman, héldum veisluna í sal en bara nánustu vinir og fjölskylda.“ Þetta hefur verið Kristjana Stefánsdóttir hefur komið víða við í vetur í störfum sínum og veturinn hefur verið annasamur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fermingarfötin voru í anda níunda áratugarins og hárgreiðslan sömuleiðis. Rjómaterturnar flóðu um borðið eins og tíðkaðist á íslenskum heimilum á þessum tíma. MYNDIR/AÐSENDAR Kristjana segir að fermingarmyndin hafi verið mjög týpísk fyrir þennan tíma en hún fermd- ist vorið 1982. Ég fékk nokkra skartgripi og bækur. Systkini mömmu og fjölskyldur þeirra gáfu mér fullan skíðabúnað og mamma gaf mér ferð í Kerlingarfjöll til að læra á skíðin. Hnallþóruveisla að íslenskum sið annasamur vetur hjá Kristjönu. Hún var tónlistarstjóri í Söngva- keppni sjónvarpsins og þar áður raddþjálfaði hún keppendur í Idol- keppninni á Stöð 2. „Síðan samdi ég tónlist fyrir Shakespeare-sýn- inguna í Þjóðleikhúsinu en ég leik- og tónlistarstýri þeirri sýningu sem er í fullum gangi auk þess að kenna í Listaháskólanum.“ Kristjana segir að alltaf sé eitt- hvað spennandi á dagskrá hjá sér og næst séu það heiðurstónleikar Ellu Fitzgerald í Salnum sem verða 22. apríl næstkomandi. „Síðan mun ég svo taka þátt í danssýning- unni „When the bleeding stops“ eftir Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og við erum á leið til Dublinar að sýna á Aerowaves Spring For- ward-danshátíðinni í lok apríl,“ segir hún en Kristjana samþykkti að deila fermingarmyndinni með lesendum. n Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali Sjáðu allt úrvalið á RV.is Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri 4 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.