Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 18
Rúnar Þór Hafþórsson verð- ur fermdur í Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði á morgun og eðlilega er hann spenntur fyrir deginum. gummih@frettabladid.is Fermingardrengurinn Rúnar Þór Haf þórsson er afar spenntur fyrir ferð sem hann fer til Liverpool í næsta mánuði, ekki síður en fyrir fermingunni sjálfri. Rúnar verður á meðal áhorfenda á leik Liverpool og Tottenham, sem mætast á Anfield í ensku úrvals- deildinni í fótbolta, en Liver- pool er í miklu uppáhaldi hjá honum. Sannkallaður stórleikur verður þar á ferðinni en bæði lið eru í baráttunni um að komast í Meistaradeildina á næsta keppnis- tímabili. Tottenham er sem stendur í 4. sæti deildarinnar og er sex stigum á undan Liverpool sem er í 6. sætinu en Liverpool á leik til góða. Fótboltaferðin er fermingar- gjöf Rúnars Þórs frá foreldrunum en móðir hans, Guðrún Svavars- dóttir, mun verða með syni sínum á Anfield. „Það var draumur hans að fá ferð á leik með Liverpool á Anfield í fermingargjöf. Hann er gall- harður stuðningsmaður Liverpool eins og öll fjölskyldan og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að fá svona ferð í fermingar- gjöf,“ segir Guðrún. Langar að fara aftur Spurður hvort það hafi alltaf verið óskin að fá fótboltaferð til Anfield í fermingargjöf frá mömmu og pabba segir Rúnar Þór: „Já, ég óskaði eftir því að fá Fær draumaferðina í fermingargjöf Rúnar Þór á Anfield í fyrra þar sem hann sá sína menn vinna sigur á West Ham. MYND/AÐSEND Rúnar Þór í Liverpool-treyjunni fyrir utan heimili sitt í Hafnarfirði en hann verður fermdur í Ástjarnarkirkju á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI elin@frettabladid.is Marengsterta er alltaf vinsæl á veisluborðinu. Tertan er sæt og stökk en súkkulaðikremið og krókantið gera hana að miklu gúmmelaði. Sannkölluð gleði í hverjum bita. Marengsterta með súkkulaði 6 eggjahvítur 350 g sykur 1 msk. maizena 2 tsk. balsamedik 2 msk. kakó 70 g dökkt súkkulaði, smátt skorið Krókant 2 dl sykur 1 dl möndlur, heslihnetur eða pistasíur Hakkið möndlurnar. Bræðið syk- urinn á pönnu. Setjið möndlur út í og hrærið saman. Setjið blönduna á bökunarpappír og látið kólna. Súkkulaðikrem 200 g dökkt súkkulaði 150 g hreinn rjómaostur, stofu- heitur 125 g smjör, mjúkt 200 g flórsykur 50 g kakó 200 g rjómi Hitið ofninn í 130 gráður. Þeytið saman eggjahvítur og sykur þar til úr verður fallegur marengs. Setjið maizena út í. Það má líka setja sykurinn smátt og smátt eftir því sem fólk vill. Edikið er sett í lokin og síðan þeytt áfram í 10 sekúndur. Setjið súkkulaði og kakó saman við með sleif og hrærið rólega. Teiknið fjóra hringi, 18 cm, á bökunarpappír. Dreifið marengs á alla hringina. Bakið í 30 mínútur. Slökkvið á ofninum og látið standa áfram í honum í 30 mínútur í við- bót. Bræðið súkkulaði í rjómanum fyrir kremið. Þeytið saman rjómaost og smjör í hrærivél þar til blandan verður jöfn og glansandi. Bætið þá við flórsykri og kakói. Bland- ið vel saman. Loks er súkkulaðirjómanum hrært varlega saman við. Leggið marengsins saman með súkkulaðikremi á milli. Það er hægt að gera tvær tertur með tveimur botnum eða hafa þá alla fjóra saman. Súkkulaðikrem á einnig að setja á toppinn. Það má skreyta með þeyttum rjóma og dreifa hökkuðum krók- ant yfir. Einnig er fallegt að setja lítil páskaegg ofan á tertuna en auðvitað má líka nota fersk ber. n Falleg marengsterta á veisluborðið ferð á heimaleik með Liverpool í fermingargjöf. Það var mikil upp- lifun þegar ég fór í fyrsta sinn til Anfield og mig langar svo sannar- lega að fara aftur,“ segir Rúnar. Rúnar sá sína menn leggja West Ham að velli 1:0 á Anfield í mars í fyrra þar sem Sadio Mané skoraði sigurmarkið. Mané er nú horfinn á braut og spilar með þýska meistaraliðinu Bayern München. Í þessari ferð í fyrra segist Rúnar hafa hitt Kólumbíumanninn Luiz Diaz, leikmann Liverpool, þegar hann fór út að borða og það hafi verið mjög skemmtilegt. Ert þú að æfa fótbolta? „Já, ég er búinn að æfa fótbolta með FH síðan ég var fjögurra ára gamall. Stefnan er að verða atvinnumaður og spila fyrir lands- liðið,“ segir Rúnar og þegar hann er spurður hvað hann langar til að verða þegar hann verður stór er hann fljótur að svara: „Mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta.“ Smáréttir á boðstólum Rúnar er spenntur fyrir stóra deginum en á morgun klukkan 11 verður hann fermdur. Hefur undirbúningurinn fyrir ferminguna gengið vel? „Já, hann hefur gengið mjög vel. Mamma hefur að mestu leyti séð um undirbúninginn með hjálp frá pabba, ömmu og afa. Fermingar- veislan verður haldin heima hjá ömmu og afa og verða smáréttir á boðstólum. Ég fermist í Ástjarnar- kirkju og ég hef verið í fermingar- fræðslu þar hjá Bolla og Nóa sem hefur gengið mjög vel,“ segir Rúnar Þór. n 6 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.