Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 38
 Um leið og ég komst að því að ég gæti unnið sem köku­ skreytari, þá fannst mér alveg sjálfsagt að læra það. Ég elska að skreyta með litum. Eins og frægt er orðið þá kom Guðrún Erla Guðjóns- dóttir, sá og sigraði í keppn- inni um köku ársins 2023 og töfraði dómnefndina upp úr skónum með sinni fallegu köku, bragði og áferð. Guðrún Erla hefur haft áhuga á bakstri frá því hún var á barnsaldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu sem bakari og enn meiri fyrir námi sínu þar sem hún er að læra konditor. Hún elskar að skreyta kökur og er búin að læra mörg góð leynitrix sem vert er að kunna þegar fallega og ljúffenga köku skal gera. Hún kom fram í þættinum Mat og heimilum á dögunum og galdr­ aði fram dýrindis tertu og kenndi áhorfendum nokkur góð leynitrix þegar unnið er með marsípan, til dæmis þegar rósir eru gerðar. Guð­ rún er 22 ára og útskrifaður bakari. Þessa dagana stundar hún fram­ haldsnám í konditor í Danmörku. Áhugasöm um kökuskreytingar „Ég er áhugamanneskja um köku­ skreytingar og langaði að bæta við mig og vera enn betri í því sem ég er að gera,“ segir Guðrún Erla. Hún segist alltaf muna eftir sér í eldhúsinu. „Minningin er ávallt ljóslifandi í huga mér þegar ég fylgdist með mömmu gera þessa klassísku súkkulaðiköku. Þá sat ég uppi á borði hjá henni og fékk að fylgjast með.“ Spurð segir Guðrún Erla að hún hafi verið fljót að finna sína hillu og velja hvað hana langaði til að gera. „Um leið og ég komst að því að ég gæti unnið sem köku­ skreytari, þá fannst mér alveg sjálfsagt að læra það. Ég elska að skreyta með litum. Finnst svo fallegt að gera litríkar og skemmti­ legar kökur. Þegar einhver bakari í salnum í Mosfellsbakaríi á afmæli, geri ég ávallt súkkulaðiköku með mynd af þeim. Mér finnst skemmtilegast að gera sams konar liti af smjörkremi og hef þær alveg svakalega litríkar og sætar,“ segir Guðrún Erla dreymin á svip. Snúðarnir á sveinsprófinu bestir Í náminu hefur Guðrún Erla prófað sig áfram með að baka alls konar bakkelsi og kökur og ekki síst þegar hún hefur verið að prófa sig áfram í bakstrinum. Þegar hún er spurð hvað henni finnst það besta sem hún hefur bakað stendur ekki á svari. „Ég gerði snúða á sveinspróf­ inu mínu, sem voru með kanil­ , karamellu­ og kókosfyllingu. Mér fannst þeir alveg rosalega góðir.“ Margar áskoranir fylgja því að vera bakari og vaktirnar geta stundum verið strembnar. „Ég átti rosalega erfitt með að mæta á vakt í vinnunni. Fannst svo erfitt að þurfa að vakna klukkan þrjú að nóttu. Núna finnst mér ekkert eðlilegra en að mæta snemma,“ segir Guðrún Erla en vinnutíminn venst. Kakan í fyrra í uppáhaldi Guðrún Erla vann í ár verðlaunin fyrir köku ársins eins og áður hefur komið fram og gerði sér lítið fyrir og tók líka þriðja sætið. „Kakan sem lenti í þriðja sæti er kakan sem ég var búin að ákveða að gera lengi. Hún er smá meiri nammikaka. Það er brownie í henni, smá skyr, síðan karamellusúkkulaðimús. Viku fyrir keppnina ákvað ég að líka gera eina köku í viðbót sem er aðeins ferskari og fyrir hana hreppti ég fyrsta sætið,“ segir Guð­ rún Erla en bætir því jafnframt við að kakan hennar, sem lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra, sé hennar uppáhalds. Í þættinum Mat og heimilum á dögunum svipti Guðrún Erla Skemmtilegast að gera litríkar kökur Guðrún Erla töfraði fram dýrindis tertu í þættinum Mat og heimilum á dögunum og sviptir hér hulunni af uppskriftinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Marsipantertan er fagurlega skreytt með marsipanrósum sem Guðrún Erla gerði með höndunum. Tertan er fullkomin í fermingarveisluna og páska- boðið og gleður svo sannarlega augað með fegurð sinni. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is hulunni af nokkrum leynitrixum við köku skreytingar og gaf áhorf­ endum góð ráð. Hún bakaði dýr­ indis marsípantertu skreytta með marsipan­rósum sem má segja að sé fullkomin í fermingarveisluna og páskaboðið og sem flestir ættu að ráða við að galdra fram. Hér ljóstrar hún upp uppskriftinni að tertunni og nú er bara að vinda sér í baksturinn. „Allir ættu að geta útbúið þessar marsipanrósir sem ég skreytti tertuna með, það er miklu einfald­ ara en marga grunar. Þetta kemur allt bara með æfingunni. Æfingin skapar meistarann. Meistarinn minn sagði líka alltaf: „Þú sýnir mestan áhuga á faginu þegar þú ert duglegur að æfa þig eftir vinnu og svoleiðis“.“ Marsipanterta með súkkulaðimús og berjum 210 g kransi XX Odense (marsipan) 210 g sykur 210 g smjör (við stofuhita og skera í kubba) 4 stk. egg 84 g hveiti 20 g kakó Blandið saman kransa og sykri með spaða í hrærivél. Þegar það er komið saman er sett smátt og smátt af smjöri út í á meðan hrært er hægt með spaðanum. Þegar allt smjörið er komið út í, er eitt egg sett út í og síðan annað og koll af kolli á meðan hrært er. Sigtið hveiti og kakó og blandið út í þegar eggin er öll komin út í. Setjið á bökunar­ plötu og sléttið út. Setjið síðan inn í ofn á 200°C í 10­15 mínútur. Súkkulaðimús 100 g mjólk 155 g mjólkursúkkulaði 200 g rjómi 2 g matarlímsplötur Leggið matarlímið í bleyti. Hitið mjólkina að suðu og setjið matarlímið út í, hellið svo yfir súkkulaðið og blandið vel saman. Léttþeytið rjóma og blandið við súkkulaðið þegar það er komið í 38°C hita. Á milli botnanna 1 box stór jarðarber 1 box hindber 1 box kókosbollur (minni stærð- ina) Súkkulaðimús (uppskrift að ofan) Yfir tertuna og til skrauts Marsipan sem búið er að fletja út (hægt að kaupa í mörgum bakaríum) Marsipanrósir eða það sem ykkur langar að skreyta tertuna með Samsetningin Takið hring (eins og piparköku­ form) að vali og stingið út tvo súkkulaðibotna með þeim hring. Takið einn botn og hafið neðst í forminu. Skerið fersk jarðarber og hindber í bita og setjið á neðsta botninn. Skerið svo kókosbollur í tvennt og setjið ofan á berin. Hellið súkkulaðimúsinni yfir þetta og setjið síðan hinn botninn ofan á, og frystið þetta í sólarhring. Takið tertuna úr forminu og látið hana standa á borðinu í minnst 2 klukkustundir áður en hún er skreytt. Rúllið marsipani yfir hana og skreytið með skrauti að eigin vali. Til dæmis með marsipanrósum og skreytið með flórsykri eins og gert er í þættinum Mat og heimilum. n 4 kynningarblað A L LT 17. mars 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.