Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 29
 Umfram allt er mikilvægt að leyfa persónuleika þínum að blómstra í gegnum förðunina, því það er innri fegurðin sem skiptir alltaf mestu máli. Katrína Kristel Tönyudóttir Katrína Kristel Tönyudóttir förðunarfræðingur hefur farðað þó nokkrar ferm- ingarstúlkur gegnum tíðina og segir að aðalatriðið sé að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn og farða á nátt- úrulegan og fallegan hátt. sjofn@frettabladid.is „Fermingarförðun snýst aðal- lega um að framkalla náttúrulega útgeislun með ljómandi húð. Þá er gott að nota léttan farða sem jafnar húðina og passar við húðlit hvers og eins,“ segir Katrína. „ProTip! Þá er lag að máta litinn á hökuna og sjáðu hvort liturinn passi við hálsinn, ef svarið er já, þá ertu í toppmálum og getur haldið í næsta skref,“ segir Katrína. „Fyrir unga húð er best að nota léttan farða og hyljara frá Gosh á þau svæði sem við viljum hylja aðeins betur, eins og til dæmis undir augun og í kringum nefið. „Það er mikilvægt að byrja að undirbúa húðina með góðum fyrirvara, jafnvel nokkrum vikum fyrir stóra daginn. Þá er gott að eiga góðan hreinsi, tóner og raka- krem. Hvort sem þú ert að glíma við þurrk, bólur, olíu eða vilt bara fá meiri ljóma þá er Nip+Fab með húðrútínur fyrir allar húðtýpur.“ „Vert er að muna að drekka nóg af vatni og næra líkamann því að fegurðin kemur innan frá, þess vegna þurfum við að skoða nákvæmlega hvað við setjum ofan í okkur ekki síður en það sem við setjum á andlitið. Þessi rútína er mikilvæg til að undirbúa húðina fyrir förðun. Ég mæli með að dreifa létt úr farðanum á þau svæði sem sjást, eins og á bringu og háls. Nú þegar húðin er orðin jöfn, er nauðsyn- legt að skella smá lífi í kinnarnar með andlits-pallettunni frá Gosh og muna að setja lítið í burstann í einu og blanda vel. Brúnu tónarnir fara á kinnbein upp að eyrum og örlítið á ennið og bleiku tónarnir í „eplin“ sem koma fram þegar þú brosir.“ „Ekki flækja augnförðunina fyrir fermingardaginn, notið nátt- úrulega sanseraða tóna eins og brúna, kopar, ferskju eða bleika augnskugga og brúnan augnblýant í augnhárarótina. Smá maskari í endana rammar inn augun og glært eða litað augabrúnagel frá Gosh greiðir hárin og heldur þeim á sínum stað. Til þess að toppa förðunina prófaðu þá að setja kremaðan high lighter frá Gosh efst á kinn- beinið, undir augabrúnina og í augnkrókinn og sjáðu hvað það gerir mikið! Lokaskrefið er síðan að skella Prime n’ Set spreyinu yfir förðunina svo hún haldist ljómandi vel á yfir daginn. Umfram allt er mikilvægt að leyfa persónuleika þínum að blómstra í gegnum förðunina, því það er innri fegurðin sem skiptir alltaf mestu máli. Brostu í spegilinn áður en þú byrjar að farða þig og mundu þú ert nú þegar falleg,“ segir Katrína að lokum. n Náttúruleg útgeislun í fermingarförðuninni Umfram allt er mikilvægt að leyfa persónu- leikanum þínum að blómstra í gegnum förðunina, því það er innri fegurðin sem skiptir alltaf mestu máli, segir Katrína. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Gosh Concealer High Coverage kemur í 3 tónum – gott að blanda tveimur saman til að ná fram lit sem passar fullkomlega við þinn húðlit. Náttúrulegir sanseraðir tónar, brúnir, kopar, ferskju eða bleikir augnskugg- ar og síðan er hægt að nota brúnan augnblýant í augnhárarótina. Það er gott að hafa gloss með sér í veskinu yfir daginn til að bæta á milli kræsinga. Soft n’ Tinted Lip Balm frá Gosh bæði gefur vörunum þínum fallegan lit og nærir þær á sama tíma. MYNDIR/AÐSENDAR Lokaskrefið er að skella Prime n’ Set spreyinu yfir förðunina svo hún haldist ljómandi vel á yfir daginn. Gloss með daufum litum er mikið notað af ungum stúlkum. Fallegt púður með glitri sem er afar sparilegt. kynningarblað 17FÖSTUDAGUR 17. mars 2023 FERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.