Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 30
Ég minni á að það allra mikilvægasta er að þú og fermingar- barnið njótið dagsins. Þetta er spurning um samveru, ekki að tapa sér. Petra Rós Petra Rós Ólafsdóttir er sannkallaður reynslubolti þegar kemur að fermingar- veislum. Hún hefur haldið þrjár slíkar á síðustu ellefu árum og vildi helst fá að gera þetta á hverju ári. jme@frettabladid.is Með þrjár fermingarveislur að baki, gestafjölda einhvers staðar á bilinu 100–200 og óbrennandi áhuga á veisluhaldi, hefur Petra Rós Ólafsdóttir sankað að sér ómetan- legri reynslu í þessari vinsælustu þjóðaríþrótt Íslendinga, næst á eftir Eurovision og brauðtertu- gerð. „Helsta ráðið sem ég get gefið öllum er að vera ekki að þessu á síðustu stundu. Og allt sem tengist fermingarveislum: Þú þarft í raun- inni ekkert af þessu,“ segir hún. Eins og klippt úr tískublaði „Ég fermdi son minn árið 2012, elstu dóttur mína 2016 og þá næstelstu 2022. Helsti munurinn á fyrstu veislunni og hinum tveimur var sá að í þeirri fyrstu ætlaði ég sko að taka þetta með trompi. Þetta átti að vera nákvæmlega eins og klippt út úr tískublaði,“ segir Petra Rós. „Á þeim tíma fékk maður hug- myndirnar úr blöðunum en í dag kemur pressan frá samfélagsmiðl- unum.“ Hún segir marga falla í þá gildru, að sér meðtalinni í fyrstu fermingarveislunni, að vilja gera of mikið. „Þetta endaði bara í svita hjá mér þar sem ég sat við skrifborðið klukkan tvö, aðfaranótt fermingar- dagsins að skrautskrifa kort sonar míns.“ Varstu með eitthvað í fyrstu veislunni sem þú hefur ekki lagt í aftur? „Í rauninni ekki. Ég hef í staðinn fundið leiðir til að gera sömu hluti á ódýrari hátt. Ég hef líka einfaldað. Ég var til dæmis með allt of margar sortir á eftirréttahlaðborðinu. Ef þú ert með átta kökur þá fá sér allir eina sneið af hverri sort. Svo fer helmingurinn í ruslið því það geta fæstir borðað átta kökusneiðar.“ Ekki gera allt of mikið „Minn helsti lærdómur er að stressa sig ekki á því sem aðrir eru að gera. Fjölskyldan mín er stór og ég hef mætt í ófáar fermingar- veislur. Í fyrra voru þær í tólf og í ár eru þær fimm. Mér finnst oft að það sé verið að gera allt of mikið.“ Petra Rós birti pistil eftir veislu númer tvö inni á Facebook- hópnum Fermingarundirbúningur og hugmyndir um ýmislegt sem hún hafði lært. „Á hverju ári fjölgar þeim sem líkar við pistilinn,“ segir hún. Það er ljóst að margir þurfa áminningu um að meira sé ekki alltaf meira. „Mitt aðalráð er bara: Gerðu það sem þú getur, hefur efni á og tíma fyrir, þá verður veislan fín, sama hvað. Veisla sem kostar mikið og með allt það flottasta skilar ekki endilega meiru en notaleg heimaveisla með fáum útvöldum,“ segir hún. Hefur eitthvað breyst síðan þú fermdir elsta soninn? „Mér finnst í raun fátt hafa breyst, hvorki í veitingum né kröf- um. Það er helst eftir faraldurinn að fólk stressar sig aðeins minna. Margir bregða á það ráð að halda veisluna á öðrum degi en athöfnin er, enda er oft vöntun á sölum. Vinsælustu veisluréttirnir segir Petra að séu smáréttir. „En veislurnar eru náttúrulega jafn- ólíkar og þær eru margar og það er um að gera að reyna að virða óskir fermingarbarnsins eftir bestu getu, því þetta er jú þeirra veisla.“ Sparnaður í föndrinu Petra Rós er mikil handavinnu- kona og lærði skrautskrift fimm- tán ára. Hún segir að margt sé hægt að búa til sjálfur. „Ég hef verið í skrautskriftinni í um 27 ár og unnið að þessu í hjáverkum undir nafninu PRÓ design. Ég tek að mér að skrautskrifa á meistara- bréf, prófskírteini, gestabækur, viðurkenningar og fleira. Ég föndra líka mikið sjálf fyrir fermingar- veislurnar. Þá er lykilatriði að byrja tímanlega. Eitt sparnaðarráð sem ég get gefið er að allt sem heitir ferm- ingar-þetta eða brúðkaups-hitt er alltaf dýrara en sambærilegar vörur og þjónusta sem fæst annars staðar.“ Í stað þess að borga fúlgur fjár fyrir sérprentuð kerti og serv- éttur, keypti Petra hvít kerti í Ikea og skrautskrifaði sjálf á þau. „Þegar sonur minn fermdist 2012, voru sérprentaðar servéttur það eina sem hann bað um. Í 150 manna veislu er fokdýrt að kaupa þær í sérstökum búðum sem gera út á fermingarvörur og ég endaði með risareikning frá Blómaval. Þegar ég fermdi í annað sinn fann ég út að það er mun ódýrara að kaupa servéttur annars staðar og láta prenta á þær sjálf. Kortakassann sem peninga- gjafirnar eru settar ofan í, föndraði ég líka sjálf úr Ikea-pappakassa. Margir halda að kassinn sé alger nauðsyn en hann er það auðvitað ekki, líkt og allt annað sem fólk telur sér trú um að sé ómissandi í fermingarveislunni,“ segir Petra. Búðu til minningar Margir eru með gestabók sem gestir kvitta í. Petra segir helling hægt að gera, með litlum tilkostn- aði, til að gera veisluna minnis- stæðari. „Í veislu elstu dóttur minnar setti ég miða hjá hverjum veislugest þar sem spurt var um framtíðarstarf fermingarbarnsins. Hver gestur skrifaði sína hug- mynd, kvittaði undir og setti mið- ann í kassa sem var lokaður þar til hún varð tvítug. Svo kom ýmislegt skemmtilegt upp úr þessum kassa í fyrra þegar hann var opnaður,“ segir hún. „Leiga á ljósmyndakassa fyrir veisluna getur kostað sitt. Síðast græjuðum við myndavegg með glimmergardínu, blöðrum, leik- munum og höttum. Fólk tók sjálft myndir á símana sína og deildi þeim með okkur. Þetta gerði mikla lukku,“ segir Petra Rós. „Ég mæli líka með því, ef fólk hefur smá tíma aflögu, að varpa upp myndasýn- ingu af fermingarbarninu á vegg.“ Spurning um samveru „Þegar ég finn að vinir og vanda- menn eru að fara á límingunum vegna yfirvofandi fermingarveislu þá sendi ég þeim oft pistilinn minn og minni á að það allra mikilvægasta er að þú og ferm- ingarbarnið njótið dagsins. Þetta er spurning um samveru, ekki að tapa sér. Ég ráðlegg líka öllum sem geta að fá fólk til að vinna í veislunni og njóta veislunnar. Sjálf hef ég undir- búið margt sjálf fyrir hlaðborðið og keypt tilbúið eða frá veisluþjón- ustu í bland. Ég mæli líka með því að fá hjálp frá fjölskyldu og vinum. Í fyrstu veislunni ætlaði ég að gera þetta allt sjálf og rakst bara á vegg.“ Mælir með opnu húsi „Mér fannst hentugt að vera með opið hús í veislunni fyrra. Gest- irnir kíktu við yfir daginn og fóru þegar þeim hentaði. Sumir mæta í f leiri en eina veislu sama dag. Þetta teygir á veislunni og fólk situr lengur en ella. Það eru færri gestir í einu og fólk getur spjallað meira.“ Nú er ein ferming eftir hjá Petru Rós. „Birta Rós er að verða níu ára og ég geri ráð fyrir að hún fermist líka, 2028. Sú umræða verður bara tekin þegar þar að kemur hvort og hvernig sú veisla verður. Ég gæti þó alveg hugsað mér að gera þetta á hverju ári, ég á bara ekki nógu mikið af börnum til að gera það,“ segir hún og hlær. n Gæti hugsað mér að gera þetta á hverju ári Petra Rós ásamt dóttur sinni Birtu Rós Unnarsdóttur sem er að verða níu ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Petra Rós mælir með því að fólk dragi í land þegar kemur að eftirréttunum. Þar séu færri sortir betri en fleiri. MYNDIR/AÐSENDAR Petra Rós fermdi Unu Rós 2016 og veisluborðið var sannarlega girnilegt. Hlaðborðið í fermingarveislu Rakelar Rósu 2022 var glæsilegt. Ólafur, elsta af- kvæmið, bakaði sjálfur ferming- artertuna sína og skreytti. 18 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.