Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 14
Ástæðan fyrir því að ég trúi á Guð er að hann hjálpaði mér í gegnum veikindi mín sem byrjuðu 2018. Því var engin spurning fyrir mig að fermast. Ég vil hafa Jesú að leiðtoga lífs míns. Hjörtur Elías Ágústsson Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg @frettabladid.is Skagamaðurinn Hjörtur Elías Ágústsson er heill, hamingjusamur og hraustur eftir að hafa sigrast á illvígu krabbameini. Hann fermist í Akraneskirkju 26. mars og hlakkar mikið til stóra dagsins. „Ég ákvað að fermast því ég trúi á Guð og Jesú Krist. Ástæðan fyrir því að ég trúi á Guð er að hann hjálpaði mér í gegnum veikindi mín sem byrjuðu 2018 og ég trúi því að Guð hafi læknað mig. Ég var duglegur að biðja bænir og fann að ég var bænheyrður. Því var engin spurning fyrir mig að fermast. Ég vil hafa Jesú að leiðtoga lífs míns.“ Þetta segir Hjörtur Elías Ágústs- son, 13 ára nemandi við Brekkju- lækjarskóla á Akranesi. Hann fermist í Akraneskirkju sunnu- daginn 26. mars næstkomandi. „Það hefur gengið mjög vel í fermingarfræðslunni. Ég hef lært heilmargt um Jesú og hans verk, náungakærleikann og að virða náungann. Við fórum líka í stórskemmtilega fermingar- ferð í Vatnaskóg; Grundarskóli og Brekkulækjarskóli saman,“ upplýsir Hjörtur sem er jafnframt búinn að fara í tíu fermingar- messur í vetur og hlakkar mikið til fermingardagsins. „Ég hlakka mest til að taka þetta skref að fermast. Líka að hitta gestina mína, sem verða um 100 talsins, og auðvitað að fá gjafirnar. Efst á óskalistanum er PlayStation 5-leikjatölva og ferð á heima- leik Liverpool í Liverpool. Það er draumurinn minn,“ segir Hjörtur sem æfir fótbolta með 4. f lokki hjá ÍA og fékk bikar með liði sínu á Rey Cup í fyrra. „Fótboltinn er bara lífið og ég veit allt sem hugsast getur um fótbolta. Ég spila sem bakvörður og á kantinum, er skotfastur og duglegur að skora. Minn stærsti draumur er að komast í A-lands- liðið í knattspyrnu og jafnvel atvinnumennsku í framtíðinni, en plan B væri að verða söngvari og tónlistarmaður. Ég er ágætis söngmaður, finnst gaman að koma fram á sviði og tek þátt í öllu slíku í skólanum,“ segir Hjörtur sem ætlar að fermast í svörtum sparibuxum, skyrtu, leðurskóm og leðurjakka. Ritningarversið sem hann valdi sér á fermingardaginn er „Sælir eru hjartahreinir, því þeir munu Guð sjá“. „Ég hef ekki enn ákveðið hvað ég geri við fermingarpeninginn en hugsa að ég leggi hann inn í banka til að safna mér fyrir útborgun í íbúð í framtíðinni.“ Spítalavistin var leiðinlegust Hjörtur Elías greindist með eitil- frumkrabbamein í febrúar 2018 og aftur í maí sama ár, en þá í ristli. Hann er spurður hvernig heilsan sé í dag. „Heilsan er bara fín og ég er næstum orðinn jafngóður og ég var áður en ég veiktist. Ég náði að sigra krabbann og útskrifaðist samkvæmt fimm ára reglunni í febrúar,“ segir Hjörtur sem í dag er hraustur og kraftmikill, en auk þess að æfa fótbolta er hann að læra á píanó. „Mig langaði að læra á hljóð- færi eftir að kona á spítalanum í Svíþjóð kenndi mér heilmikið á píanóið þar. Núna hef ég lært í þrjú ár, er orðinn nokkuð góður og farinn að semja rólega píanótón- list sjálfur. Hver veit nema ég spili á píanó fyrir gestina í fermingar- veislunni, ég hef alveg ekki ákveðið það.“ Hann segir veikindin hafa verið erfiða lífsreynslu. „Það var auðvitað erfitt að fara í margar meðferðir við krabba- meininu, en erfiðast fannst mér að þurfa að hanga á einangrunardeild Fótbolti er líf og yndi Hjartar sem spilar með 4. flokki ÍA. Hann dreymir um fermingarferð á heimaleik með Liverpool og atvinnumennsku í framtíðinni. Hjörtur er þakk- látur fyrir að hafa náð heilsu. Hann var dug- legur að biðja bænir í veik- indum sínum og fann að hann var bænheyrður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Trúi því að Guð hafi læknað mig spítala í níu mánuði. Það var ömur- lega leiðinlegt, en nauðsynlegt.“ Hermaður kom með Guðs gjöf Íris Jónsdóttir, móðir Hjartar Elíasar, segir son sinn allan að koma til og braggast vel. „Hjörtur er flottur unglingur sem blómstrar hér á Skaganum, fullur sjálfstrausts og sjálfsöryggis og hann óttast ekki neitt. Hann er vinsæll og á góða vini sem hann hangir með úti langt fram á kvöld, nýtur þess að vera frjáls og komast út, og lífið er bara geggjað,“ segir hún, hamingjusöm yfir bata sonar- ins sem nú þarf að taka námið fastari tökum en jafnaldrarnir eftir að hafa misst tvö ár úr skóla vegna veikindanna. „Lyfjameðferðirnar réðust á ónæmis- og stoðkerfi Hjartar og sökum áhrifa þeirra er hann nú í tannréttingum og kominn með gleraugu. Það er margt sem spilar inn í vegna áhrifa lyfjanna og hann er í alls konar prógrammi en það lítur allt vel út.“ Eftir að Hjörtur greindist með krabbameinið og í öllu sjúkdóms- ferlinu leitaði fjölskyldan í trúna. „Ég hef alla tíð haldið í mína barnatrú. Ég trúi því að Guð hafi verið með okkur og gefið að vel gekk með Hjört. Við fjölskyldan báðum fyrir Hirti á hverju kvöldi og það voru margir sem báðu fyrir honum um land allt. Undir það síð- asta var tíminn orðinn naumur því ekki fannst hæfur beinmergsgjafi. Þá runnu tvær grímur á læknana sem kölluðu fjölskylduna á fund og sögðu helmingslíkur á að Hjörtur myndi lifa veikindin af ef ekki fyndist hæfur beinmergsgjafi,“ segir Íris sem ásamt systkinum Hjartar fór í rannsókn til að vita hvort þau gætu gefið honum lífs- nauðsynlegan beinmerg. „Til að geta gefið beinmerg þurfa gildin að vera 4,5 af 12 og ekkert okkar náði þeim. Því leit þetta mjög illa út. Einum og hálfum mánuði síðar fengum við símtal um að 28 ára þýskur hermaður væri á leið til Svíþjóðar til að gefa Hirti beinmerg. Hann reyndist vera hinn fullkomni beinmergs- gjafi, í sama blóðflokki og Hjörtur og með gildin 12 af 12; nokkuð sem gerist nánast aldrei, sögðu lækn- arnir og á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi var talað um krafta- verk. Eftir beinmergsgjöfina lá leiðin svo fljótt upp á við hjá Hirti sem leið strax betur og sigraðist smám saman á krabbanum. Þetta var Guðs gjöf.“ n 2 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.