Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 32
Það eru margir í fermingar- gjafahugleiðingum þessa dagana enda er sá árstími runninn upp þar sem ferm- ingar eru að fara á fulla ferð. gummih@frettabladid.is ELKO hefur verið með könnun í gangi sem tengist fermingum. ELKO sendi könnun á póstlista sinn og yfir sex þúsund svör hafa borist. „Rétt eins og gera mátti ráð fyrir þá tróna bæði tölvur og símar á toppnum sem fermingargjöf ársins. Í könnuninni mátti sjá að bæði tölvur og símar voru á óskalista hjá um og yfir 50% svarenda væru þau að fermast í dag,“ segir Arin- björn Hauksson, forstöðumaður markaðsmála hjá ELKO. „Hvað varðar tölvur þá er það breiður flokkur, allt frá spjaldtölv- um, fartölvum (PC og Macbook) og gaming-leikjatölvur og því úr miklu að velja. Á fermingaraldr- inum eru margir farnir að skipta út fjarstýringunum í leikjaspilun yfir í lyklaborð og mús en þó er ekkert lát á vinsældum PlayStation5-leikja- tölvunnar en hún var á óskalista tæplega 30% svarenda. Tölvan er nú loks til á lager eftir að hafa verið meira og minna uppseld síðan hún kom út árið 2020. Það verður einnig spennandi að sjá hvort ný sýndarveruleika- gleraugu frá PlayStation komi til með að seljast upp fyrir fermingar en um er að ræða VR-gleraugu sem koma til með taka leikjaupplifun margra leikja upp á allt annað stig,“ segir Arinbjörn. Tónlistarupplifun hefur svo verið á fermingargjafalistanum eins lengi og maður man eftir sér en auð- vitað tekur vöruúrvalið miklum breytingum og í stað þess að vera að horfa á stereó-græjur eins og í gamla daga þá koma gæða Blu- etooth- og WiFi-hátalarar sterkir inn ásamt heyrnartólum sem fást í ótrúlegu úrvali í dag. Sjónvörp voru einnig ofarlega á lista ásamt snjallúrum, hlaupahjólum, hár- mótunarvörum og 3D prenturum,“ segir Arinbjörn. Arinbjörn segir að ELKO leggi mikið upp úr því að vera með putt- ann á púlsinum þegar það kemur að fermingargjöfum og mikilvægt sé að bjóða upp á breitt verðbil fermingargjafa sem eigi eftir að slá í gegn. „Bæði viljum við aðstoða við- skiptavini að finna réttu gjöfina sem fylgir fermingarbörnum inn í framtíðina en einnig viljum við tryggja að allar gjafir frá okkur hitti í mark og til dæmis um það þá höfum við framlengt skilarétt á fermingargjöfum til 30. júní, sem gerir ríflega 100 daga skilarétt séu fermingargjafir keyptar í dag.“ Bjóða upp á aðra fermingarmynd Það kennir ýmissa grasa í könnun ELKO. Til að mynda kemur í ljós að 24% viðskiptavina voru óánægð með fermingarmyndina sína og væru til í að taka hana aftur. Þá sögðust 20% ekki hafa farið í fermingarmyndatöku. „ELKO ætlar að taka málin í sínar hendur og bjóða viðskiptavinum að koma í ELKO í Lindum til þess að taka aðra fermingarmynd. Þetta verður í boði frá 16. mars til 16. apríl. Það verða kyrtlar á staðnum og það eina sem viðskiptavinir þurfa að gera er að mæta á staðinn og smella mynd af sér. Þeir sem deila myndinni á Instagram-vegg- inn sinn og nota myllumerkið #ELKOFERMING eiga svo mögu- leika á því að vinna 100.000 króna inneign í ELKO,“ segir Arinbjörn. Ein af spurningunum í könnum ELKO er á þessa leið: Hvað á að bjóða gestunum upp á? Heitir brauðréttir skora hæst en pinnamatur og brauðtertur fylgja þar fast á eftir. Þá eru þeir margir sem vilja nánast þriggja rétta mat- seðil með kjöti, sósu og meðlæti ásamt eftirréttum. n Tölvur og símar tróna á toppi fermingargjafa Arinbjörn Hauksson er forstöðumaður markaðsmála hjá ELKO. MYNDIR/AÐSENDAR iPhone 14 er vinsæl fermingargjöf. Lenovo Idea Pad Gaming leikjatölva er vinsæl fermingargjöf. Á fermingaraldr- inum eru margir farnir að skipta út fjar- stýringum í leikjaspilun yfir í lyklaborð og mús. Arinbjörn Hauksson Erla Þóra Bergmann Pálma- dóttir er 25 ára landsliðs- kokkur sem hefur alltaf dreymt um að feta þessa slóð. Hún er matreiðslu- maður á Fjallkonunni og gefur hér lesendum upp- skrift að frábærri graskers- súpu með önd fyrir ferm- ingarveislurnar. elin@frettabladid.is Erla Þóra segir að kokkastarfið hafi alltaf heillað hana. „Ég hef alveg frá því ég man fyrst eftir mér verið harðákveðin í að verða kokkur. Ég elska góðan mat og er mikill sælkeri,“ segir hún en Erla hóf fyrst störf á veitingastað þegar hún var 13 ára. „Ég heillaðist gjörsamlega af þessari orku og stemmingu. Mér hefur nefni- lega eiginlega aldrei fundist neitt sérstaklega skemmtilegt í skóla en þarna fann ég mig algjörlega. Ég komst síðan á samning eftir grunnskóla og útskrifaðist frá MK vorið 2017. Erla Þóra hefur starfað með kokkalandsliðinu í tvö ár og segir að það hafi verið eitt skemmtileg- asta verkefni sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún var með landsliðinu á heimsmeistaramót- inu í Lúxemborg fyrir áramótin þar sem liðið hafnaði í sjötta sæti. „Ég er mikil keppnismanneskja og við erum ótrúlega góður hópur sem deilum sama áhugamáli, það að elska góðan mat og vilja ná langt í okkar fagi. Ég stefni klár- lega lengra í framtíðinni í þessu fagi,“ segir Erla Þóra en sjávarréttir eru í miklu uppáhaldi hjá henni. Erla Þóra fermdist á pálma- sunnudag í Laugarneskirkju vorið 2011. „Fermingarveislan mín var ekkert smá f lott. Hún var haldin í Iðnó og var boðið uppá alls konar smárétti og líka lambalæri með öllu tilheyrandi og svo auð- vitað fermingatertu líka. Ég var í frekar einföldum hvítum kjól og bleikum skóm,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið mjög eftirminnilegur og skemmtilegur dagur með öllu fólkinu hennar. Graskerssúpan hennar Erlu er spennandi kostur fyrir ferming- arnar. „Mér finnst súpur geta verið ótrúlega sniðugar í veislur og þessi er einstaklega góð og ein- föld og hægt að leika sér svolítið með hana. Ég ætla að hafa önd í súpunni minni en það er hægt að skipta henni út fyrir t.d. kjúkling, baunir eða jafnvel sjávarrétti. Uppskriftin er frekar stór eða fyrir 20-25 manns.“ Graskerssúpa með andaconfit 5 skallot laukar 5 hvítlauksgeirar 2 jalapeno Smá bútur af engifer, ca 4 cm 3 msk. rautt karrímauk 7 lítrar soð (kjúklinga eða græn- metis) 3 lítrar rjómi 1 lítrar kókosrjómi 1-2 sítrónugras (má sleppa) 6 grasker (butternut squash) smakkað til með salti og sítrónu- safa Graskerið er skorið niður og bakað í ofni þar til það er mjúkt og byrjað að rist- ast. Laukar, jalapeno og engifer skorið í litla bita og brúnað í potti. Karrí er bætt við og síðan soði, rjóma og sítrónu- grasi. Látið malla í að minnsta kosti 40 mínútur en gott að hafa lengur. Sítrónu- grasið er þá tekið upp úr og graskerinu bætt út í og allt maukað saman t.d. með töfrasprota og síðan sigtað. Súpan er smökkuð til með smá sítrónusafa og salti. Ég ætla að bera þessa súpu fram með andaconfit og graskers- fræjum en það má nota hvað sem er t.d. kjúkling eða baunir. n Graskerssúpa að hætti landsliðskokks Erla Þóra Bergmann fermdist 2011. Hún gefur uppskrift að mjög góðri súpu fyrir fermingarveislurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Graskerssúpa með andaconfit. Bæði holl, falleg og góð. Mér finnst súpur geta verið ótrúlega sniðugar í veislur og þessi er einstaklega góð og einföld og hægt að leika sér svolítið með hana. 20 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.