Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 44
Það var alveg smá súrrealískt að vera allt í einu með þeim í partíi. Nína Dögg Filippusdóttir, leikkona Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Snorri Aðalsteinsson hefur sent frá sér kvæðakver, eins og hann á kyn til, knúið áfram af krafti hagyrðinga­ kvölda. Vaðbrekkuættin úr Hrafnkelsdal á löndum austur getur ekki hætt að setja saman stökur. Það er henni eðlislægt að setja saman hnyttnar og gamansaman vísur, svo stundum svíður undan. Þjóðfrægur var Hákon Aðalsteins­ son, sá stórkostlegi hagyrðingur sem kvaddi 2009 – og Ragnar Ingi bróðir hans er líklega Íslendinga fróðastur um gamla og góða bragar­ hætti, en er aukinheldur völundur í vísnagerð. Frændinn mætir til leiks Bróðursonur þeirra, Snorri Aðal­ steinsson, hefur nú sent frá sér bráðskemmtilegt kver með ljóðum og lausavísum, svo og efni af hag­ yrðingakvöldum sem hann hefur tekið þátt í á síðustu árum undir stjórn skagfirska skáldsins Hjálmars Jónssonar, þess rímnasnillings. Og það hefur verið á þessum kvöldum, frammi fyrir hundruðum vísnaþyrstra áhorfenda, sem Snorri hefur öðlast sjálfstraustið, slíkar hafa viðtökurnar verið. „Þótt Vaðbrekkumenn hafi alltaf verið þeirrar náttúru að vilja standa þar sem til þeirra sést, hef ég sjálfur, ef mig skyldi kalla, verið heldur lítið fyrir að trana mér fram,“ segir Snorri. En hag y rðingak völdin hafa sumsé hækkað hökuna. „Ég er náttúrlega búinn að yrkja alla mína tíð, eins og ég á kyn til,“ rifjar vísnasmiðurinn upp. „Þetta er bara eitthvað sem maður ræður ekki við. Vísurnar verða bara til af sjálfu sér. Renna upp úr manni. Það þarf svo lítið til, vittu til. Kannski bara kankvíst samtal. Eða fugl á sveimi. Ský á himni,“ segir skáldið. Þá var friðurinn úti Hann var ekkert endilega á því að senda frá sér kver með kvæðum sínum. En Ragnar Ingi, föðurbróðir hans, komst í staflann, „og þá var friðurinn úti,“ segir Snorri. „Frænda mínum er svo annt um allan kveð­ skap að hann getur ekki unnt sér hvíldar fyrr en hann kemur honum fyrir almenningssjónir.“ Og því birtist nú landsmönnum bókin Gullvör eftir Snorra, en heiti hennar er dregið af hjarta­ góðum verndarvætti sem heldur til í Hrafnkelsdal. Sagan segir að hún sé búendum og börnum dalsins leiðar­ vísir þegar á þarf að halda. Vitji hún einhvers í draumi, viti það á gott. Annars komi kvæðin hvaðanæva. „Og stakan lifir góðu lífi, maður lifandi,“ segir Snorri og lygnir aftur augum. „Það fylgir henni einhver kynngikraftur,“ bætir hann við. „Þetta finnur maður svo glatt á hagyrðingakvöldunum. Ef enda­ línan hittir almennilega í mark þá springur salurinn. Fyndnin verður ekki fyndnari nema í góðri stöku,“ segir Hrafnkelsdælingurinn Snorri Aðalsteinsson frá Vaðbrekku. n Hagyrðingaættin heldur sínu striki Skáldið Snorri. „Þótt Vað- brekkumenn hafi alltaf verið þeirrar náttúru að vilja standa þar sem til þeirra sést, hef ég sjálfur, ef mig skyldi kalla, verið heldur lítið fyrir að trana mér fram.“ MYND/AÐSEND Af hagyrðingamótum Þið hagyrðinga heyrið senn, henda frá sér drápunum. og kvíðafulla kvæðamenn, að koma út úr skápunum. Kvæðið næstu kynslóð berst, og kannski ekki úr vegi. Það hugsanlega gæti gerst, að gömlu skáldin deyi. Á æskuslóðum Einatt er Amor skæður, á æskunnar fornu slóð. Hann blés í gamlar glæður, geymdum við dýran sjóð. Enn hún er fögur sem forðum með fölskvalaust augnaráð, kunnugleg alúð í orðum, engum í veröld háð. Hvar liggja hennar lífsins gildi, sem lærði ég daginn þann, er áður hún ekki vildi elska dreifbýlismann? Ef ætti í örlitlum sjóði, inneign í hennar sál, þá gæti ég líkt og af ljóði, lesið það hjartans mál. lovisa@frettabladid.is Nína Dögg Filippusdóttir leikkona fer með lítið hlutverk í fjórðu og síðustu þáttaröðinni um norsku auðmennina í Exit. Nína leikur við­ burðaskipuleggjanda í þáttunum og var við tökur í viku á Spáni. „Þetta er smáhlutverk. Það var gaman að fá að vera með. Karakt­ erinn sem ég leik sér um að skipu­ leggja gleðiselskap, er partíplanari og heldur framvindunni gangandi,“ segir Nína og að hún sé ekki eini íslenski leikarinn því Björn Hlynur Haraldsson fari líka með lítið hlut­ verk. Gísli Örn Garðarsson, eigin­ maður hennar, leikstýrir tveimur þáttum í seríunni, þeim sem Nína leikur í, en hægt er að horfa á hana alla í sjónvarpsveitu RÚV. „Það var ótrúlega skemmtilegt og spennandi að kynnast þessum strákum og öllum þessum leikur­ um. Maður er búinn að fylgjast með öllum seríunum og það var alveg smá súrrealískt að vera allt í einu með þeim í partíi,“ segir Nína létt. Spurð um norska bransann og hvort hann sé mjög ólíkur þeim íslenska segist hún ekki hafa fundið fyrir því. Það hafi komið saman hópur þarna sem hafi unnið að sam­ eininlegu markmiði og gert það vel. „Það voru stórar og mannmargar senur. Mikið af fólki og mikið að gerast. Það var mikið verið að vinna með nekt og alls konar svoleiðis sem var gert á ótrúlega faglegan hátt og manni leið aldrei illa eða þannig að maður væri staddur í röngum bransa.“ Hún segir að þó svo að þættirnir fjalli um menn sem misnota kókaín og konur þá sé einnig verið að skoða stærri samfélagsleg mál sem komi til dæmis okkur Íslendingum sannar­ lega við. „Þetta fjallar um vindorkuna og það er ótrúlega áhugavert það sem er að gerast í þeim málum og alveg viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, hvort við eigum að beisla hana og hvernig á að deila henni og svo framvegis,“ segir Nína og heldur áfram: „Það er fullt af alvöru spurning­ um í þáttunum sem skipta máli, fyrir Ísland. Þótt þetta gerist í Nor­ egi þá er hægt að heimfæra það á okkar veruleika. Þetta er ekki bara kókaín og kellingar,“ segir hún og hlær. n Meira en bara kókaín og kellingar Nína Dögg í hlutverki sínu í Exit. MYND/AÐSEND Gísli Örn leikstýrir og Nína leikur í nýjustu seríu Exit. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is 16 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.