Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 2
Meðalaldur ferða- manna er 40 ár. Við viljum leikskóla! Þessir snáðar mættu á mótmæli í Ráðhúsinu í Reykjavík í gærmorgun. Foreldrar sem ekki hafa fengið leikskólapláss fyrir börnin sín eru orðnir örvæntingar- fullir og mæta með þau í Ráðhúsið fyrir fund borgarráðs. Krefjast þeir úrlausnar og eru þreyttir á innihaldslausum loforðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hannes Hólmsteinn Gissurarson er einn þeirra fræðimanna sem gagnrýnt hafa breytinguna. „Hvaða flón skipuleggja þetta? Fræðimenn þurfa kyrrð og næði,” sagði hann á samfélagsmiðlum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rektor Háskóla Íslands segir að skólanum beri að fara eftir fyrirmælum stjórnvalda varðandi skipulag nýbygg- inga. Rúmlega 400 hafa skrifað undir áskorun um að kenn- arar haldi einkaskrifstofum. kristinnhaukur@frettabladid.is SKÓLAMÁL Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að starfsfólki verði tryggð aðstaða til rannsókna og fundarhalda þrátt fyrir breytingar á vinnuaðstöðu. Háskólanum beri hins vegar að fara eftir viðmiðum sem Framkvæmda- sýsla ríkisins setur. „Kennarar munu geta átt fundi með einstaklingum eða hópum í rými sem hentar til þess og þar sem gætt er að jafnræði aðila,“ segir Jón Atli. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er hafin undirskriftasöfnun til að skora á háskólasamfélagið að spyrna við ákvörðun Framkvæmda- sýslunnar. Það er að einkaskrif- stofur víki fyrir opnum skrifstofu- rýmum, þar sem starfsfólk er jafnvel ekki með fast skrifborð. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 400 skrifað undir listann. Samkvæmt Jóni Atla er verið að skipuleggja húsnæði háskólans fyrir Menntavísindasvið, það er gömlu Hótel Sögu, og nýbyggingu við Læknagarð í anda verkefnamið- aðrar vinnu til samræmis við stefnu stjórnvalda. Þetta húsnæði verði innréttað með þarfir þeirra sem þar starfa í huga. Þetta verði alltaf gert þegar nýtt húsnæði er tekið í notkun eða því breytt. „Þarfir geta verið ólíkar milli hópa en út frá greiningu er þörfum starfshópa mætt þannig að hver og einn geti unnið sín störf í viðeigandi aðstæðum,“ segir Jón Atli. „Þá er til dæmis séð til þess að hægt sé að eiga samtöl, halda fundi, vinna í hópum og afgreiða ýmis mál í næði eða vinna við ýmis önnur verkefni sem kalla eftir búnaði eða rými sem sniðið er að þeim verkefnum.“ Í viðtali við lektorinn og skipu- leggjanda undirskriftalistans, Arn- grím Vídalín Stefánsson, í gær kom fram að reynslan af opnum rýmum væri neikvæð, til dæmis í Háskólan- um í Malmö. Jón Atli segir að verið sé að fara aðra leið hér. „Það sem verið er að gera er annað og meira en það sem kallað hefur verið „opin rými“,“ segir hann. „Opin rými er eitthvað sem við viljum forðast enda hefur það fyrir- komulag ekki reynst vel. Aðstæður sem taka mið af verkefnamiðaðri vinnu veita starfsfólki meira sjálf- stæði; það hefur meira frelsi til að ákveða hvar og hvernig það vinnur best að úrlausn verkefna sinna. Starfsfólk hefur til ráðstöfunar þá aðstöðu sem hentar til þeirra verk- efna sem það þarf að vinna. Þessi aðstaða er útbúin þannig að komið er til móts við raunverulegar þarfir starfsfólks til að skila sinni vinnu vel.“ n Kennurum verði tryggð aðstaða sem henti þörfum Það sem verið er að gera er annað og meira en það sem kallað hefur verið opin rými. Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 Níu af hverjum tíu ferðamönnum sem sækja landið heim koma í frí. erlamaria@frettabladid.is FERÐAÞJÓNUSTA Þriðjungur þeirra ferðamanna sem sóttu Ísland heim í fyrra er frá Bandaríkjunum og býr þriðjungur þeirra á austurströnd Bandaríkjanna. Þá eru tæplega 33 prósent þeirra sem sóttu landið heim í aldurshópnum 25 til 34 ára og meðalaldurinn 40 ár. Þetta kemur fram í nýrri könnun Ferðamálastofu meðal erlendra ferðamanna, en niðurstöðurnar byggja á svörum frá tæplega átta þúsund ferðamönnum. Hlutfall karla og kvenna er nokkuð jafnt eða 50 prósent karlar og 49 prósent konur. Þá komu níu af hverjum tíu ferðamönnum hingað til lands í frí. n Ísland vinsælt meðal Ameríkana bth@frettabladid.is MENNTAMÁL Börnum sem fæddust árið 2019 hefur fækkað í Reykjavík á þriggja ára tímabili um tvö prósent. Annars staðar á höfuðborgarsvæð- inu fjölgaði börnum sem fæddust sama ár um fjögur prósent en úti á landi um 10 prósent. „Ég hef heyrt að fólk sé að f lýja héðan til annarra sveitarfélaga. Reykjavík er ekki að standa sig. Fólk flytur til útlanda og einnig þvert yfir landið til að geta verið með börnin sín,“ segir Sanna Magdalena Mörtu- dóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. 27 ára gömul móðir í Vestur- bænum, Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir, sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gærkvöld að mikill atgervisflótti væri úr Reykjavík til útlanda vegna skorts á leikskólaplássi. Hún segir ástandið verst í Vesturbænum. Mörg hundruð leikskólapláss vantar í Reykjavík og allt að 80 starfsmenn. Mygla hefur haft keðju- verkandi áhrif að sögn Önnu Mar- grétar Ólafsdóttur, leikskólastjóra á Nóaborg. Hún segir mikinn vanda að fá fólk til starfa. „Leikskólakenn- arar eru sem stétt varla lengur til,“ segir Anna Margrét sem hefur aldrei haft fleiri hlutastarfsmenn en nú. n Ungt barnafólk sé að flýja Reykjavík Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar 2 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.