Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 26
Kristbjörg Smáradóttir Hansen hefur mikinn áhuga á bakstri og matargerð. Hún starfar sem matráður á leik- skóla en hefur líka tekið að sér að sjá um mat og bakstur fyrir ýmsar veislur. Hún deilir hér einföldum upp- skriftum að kökum fyrir ferminguna. sandragudrun@frettabladid.is Kristbjörg er sjálflærð í bakstri og eldamennsku en hún segist hafa alist upp með óendanlega marga kokka og bakara í kringum sig. Hún man því ekki eftir sér öðru- vísi en með áhuga á matargerð og bakstri. „Þetta er bara meðfæddur áhugi,“ segir hún. „Ég hef rosalega gaman af alls konar tilraunum í eldhúsinu, hvort sem það tengist bakstri eða matargerð. Ég hef mjög gaman af að elda mat frá öðrum heimsálfum og öðrum löndum og hef prófað mig áfram með asískan mat, mexíkóskan mat og mat frá lönd- unum við Mið- jarðarhafið,“ segir hún og bætir við að í augna- blikinu sé ítalskur matur í uppáhaldi. Upphaf þess að Kristbjörg fór að elda og baka fyrir veislur var að hún fór að baka afmæl- iskökur fyrir börnin í fjölskyldunni og börn vinkvenna sinna. Svo fór hún að hjálpa vinkonu sinni sem er kokkur með alls kyns veislur. „Smátt og smátt öðlaðist ég sjálfstraust í að gera þetta áður en ég fór að taka að mér stærri verkefni en eina og eina köku,“ segir hún. Þegar mamma hennar varð fimmtug var henni svo eiginlega kastað út í djúpu laugina. Pabbi hennar sem er kokkur ætlaði að sjá um veisluna en hafði svo ekki tíma til þess og hringdi í dóttur sína með nokkurra daga fyrirvara og sagði henni að hún þyrfti eiginlega bara að græja þetta. „Það tókst svo vel til, með hjálp auðvitað, ég gerði þetta ekki ein. að ég fór að taka að mér stærri við- burði,“ útskýrir Kristbjörg. Í ár sér hún um fjórar ferm- ingarveislur, bæði matar- og kökuveislur. Hún segir að marengstertur séu vinsælastar í fermingarveislunum núna og líka súkkulaðitertur. „Mini-pavlóvur eru líka að koma svolítið inn núna, en ég hef mest verið að gera þær fyrir veislur þar sem fullorðnir eru aðallega, en börn hafa verið hrifin af þeim líka,“ segir hún. Ómissandi kökur í veisluna En hvaða kökur eru ómissandi í fermingarveislum? „Þar sem eru bara kökur en ekki matur myndi ég segja að kransakaka og marsinpankaka séu ómissandi. Maður gerir alltaf ráð fyrir að fá þær í fermingar- veislu. En eins og ég sagði þá eru marengstertur alltaf vinsælar og svo verður að vera einhver djúsí súkkulaðiterta,“ segir Kristbjörg. „Rice Krispies-turnar og Rice Krispies-kökur eru alltaf vinsælar fyrir krakkana og upprúllaðar pönnukökur og kleinur standa alltaf fyrir sínu.“ Þegar Kristbjörg gerir súkku- laðitertur fyrir fermingarveislur skreytir hún þær oftast með nafni fermingar- barnsins. En marengs- terturnar skreytir hún oftast með súkku- laði og berjum. „Leynivopnið mitt þegar kemur að marengstertum og mini-pavlóvum er Royal- búðingur. Ég blanda Royal- búðingsduftinu út í rjómann eða þeyti duftið með rjómanum. Ef þú setur smá mjólk og búðings- duft út í rjómann þá kemur meiri frómas áferð á búðinginn heldur en ef þú blandar hann bara venju- lega,“ útskýrir hún. „Það er misjafnt hvaða Royal búðing ég nota, það fer svolítið eftir því hvað annað ég ætla að setja í kökurnar. Ef ég er bara með ávaxta- eða berjafyllingu þá nota ég jarðarberjabúðinginn en ég hef líka gert marengstertur fyrir nokkra með nýja Pipp-búðingn- um. Þær í vinnunni hjá mér sögðu að það væri besta marengs terta sem þær höfðu smakkað. Ég nota hann líka sem fyllingu í súkkulaði tertur.“ Súkkulaðikaka með Royal-fyllingu og súkkulaðihjúp 4 egg 1,5 dl bragðlaus matarolía 4 dl súrmjólk 1 pakki Betty Crocker-djöflaköku- duft 1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur Byrjið á að blanda eggjum, olíu og súrmjólk saman í skál. Bætið síðan Betty-duftinu út í og hrærið vel. Endið á að blanda búðingsduftinu vel saman við. Skiptið í 3 hringlaga form (24 cm) eða 2 ferköntuð (20x30 cm) Bakið á 180°C í 20-25 mínútur. Fylling 3 dl rjómi 2 dl nýmjólk 1 pakki Royal-súkkulaðibúðingur Blandið öllu saman í skál og þeytið vel saman, látið stífna í kæli í nokkrar mínútur og setjið svo kökuna saman. Súkkulaðihjúpur 300 g suðusúkkulaði 300 ml rjómi Byrjið á að saxa súkkulaðið smátt og setjið í skál. Setjið rjómann í pott og hitið að suðu. Hellið svo rjómanum yfir súkkulaðið og látið standa í tvær mínútur og hrærið svo saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað. Látið súkkulaðihjúpinn standa í um það bil klukkustund þar til hann hefur náð stofuhita og er farinn að stífna. Smyrjið hjúpnum utan á kök- una þegar hann er nægilega stífur. Ef afgangur er af hjúpnum er hægt að þeyta hann í hrærivél og nota til að skreyta kökuna. Skreytið annars eins og þið viljið. Mini-pavlóvur (ca. 40 stykki) 10 eggjahvítur 500 g sykur ½ tsk. Cream of tartar Leynivopnið er Royal-búðingur  Kristbjörg hefur bakað og eldað fyrir fjöldann allan af veislum og deilir hér einföldum uppskriftum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Súkkulaðikaka með Royal-fyllingu og súkkulaðihjúp. Mini-pavlóvur og súkkulaðikökur eru vinsælar. Byrjið á að þeyta eggjahvíturnar og Cream of tartar. Þegar blandan er farin að freyða aðeins bætið þá sykrinum saman við smátt og smátt. Þeytið þar til sykurinn er allur uppleystur og marengsinn orðinn mjög stífur. Setjið í sprautupoka og sprautið lítil hreiður (sem eiga að vera um það bil 6 cm í þvermál) á bökunar- pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 120°C í 45-50 mínútur. Kosturinn við mini-pavlóvur er sá að það er nokkuð einfalt að gera þær og hægt er að gera margar mismunandi fyllingar eða skreyta eins og hugmyndaflugið leyfir. Hér eru nokkrar hugmyndir: Berja-pavlóvur 1 lítri rjómi ½ lítri nýmjólk 1 pakki jarðarberja-Royal búðingur Setjið allt saman í skál og þeytið þangað til áferðin er eins og stíf- þeyttur rjómi. Setjið um það bil eina teskeið af hindberjasultu á botninn á hverri pavlóvu. Sprautið jarðar- berjarjóma ofan á og skreytið með berjum. Sítrónu-pavlóvur 1 lítri rjómi ½ lítri nýmjólk 1 pakki vanillu Royal-búðingur Setjið allt saman í skál og þeytið þangað til áferðin er eins og stíf- þeyttur rjómi. Setjið um það bil 1 teskeið af Lemon curd (fæst tilbúið í krukku í ýmsum verslunum) í botninn á hverri pavlovu og sprautið vanillu rjóma ofan á og skreytið með berjum. Karamellu-pavlóvur 1 lítri rjómi ½ lítri nýmjólk 1 pakki saltkaramellu Royal- búðingur Setjið allt saman í skál og þeytið þangað til að áferðin er orðin eins og stíf þeyttur rjómi. Sprautið þá karamellurjóm- anum á pavlóvurnar og skreytið með karamellusósu, berjum og Daim-kurli. n Mini-pavlóvur með jarðarberja- rjóma. 14 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.