Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 46
Það byrjar sem efni- viður sem maður hleður á og gefur sál í raftón- listina. Þetta auðvitað var rútínan, fyrir tuttugu árum, fyrir meðalungl- ing að koma heim eftir skóla og horfa á Popp Tíví. Í HELGARBLAÐINU | Við lærðum mikið af Ellý Heimi Magnúsar Karls Magnús- sonar og eiginkonu hans, Ellýjar Guðmundsdóttur var snúið á hvolf fyrir sex árum þegar hún fékk Alz- heimer greiningu rúmlega fimmtug. Fyrir ári síðan flutti Ellý á hjúkrunar- heimili og Magnús lærir að feta lífs- ins veg einn, lífsins sem hann segir þrátt fyrir allt, enn vera gott. Lífið er betra í lit Þær Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björnsdóttir stofn- endur og eigendur Pink Iceland eru lifandi og litríkir karakterar og ber heimili þeirra þess merki. Boð og bönn í heimi bókmennta og lista Rithöfundarnir Gunnar Helgason og Einar Kárason og handritshöfundinn og leikstjórann María Reyndal ræða hvað má og hvað má ekki þegar kemur að ritskoðun bókmennta og uppfærslum á leikverkum í tengslum við heitar umræður undanfarið. Lagið Gleymmérei er fyrsta lagið af væntanlegri plötu Halldórs Eldjárn. Hann semur lagið með GDRN en það er um minningar sem finnast í gömlum kössum. Myndband fylgir sem er í takt við það. lovisaa@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn gefur í dag út fyrsta lagið af væntan- legri plötu. Lagið fékk titilinn Gleymmérei og er samið af honum og tónlistarkonunni GDRN, Guð- rúnu Eyfjörð. Halldór segir lagið fjalla um það hvernig minningar eiga það til að skjóta upp kollinum þegar maður finnur gamlar myndir eða upp- tökur. „Það kannski eiga allir sína Gleymmérei í einhverjum skiln- ingi,“ segir Halldór en hugmyndina að laginu fékk hann þegar hann rótaði í gömlum upptökum og fann kasettuupptöku úr fyrsta píanó- tímanum sínum en hann segir að amma hans hafi kennt honum á píanó. „Ég byrja hugmyndavinnuna oft á svona róti. Í raftónlist er erfitt að byrja með eitt lag og mér finnst gott að fara í gegnum gamlar upptökur eða fara út að taka upp hljóð til að koma mér af stað. Það byrjar sem efniviður sem maður hleður á og gefur sál í raftónlistina. Ég tók upp- tökuna og bakaði hana og teygði með alls konar hljóðeffektum, sem varð grunnurinn að laginu. Guðrún kom svo og samdi laglínu og texta með mér og söng svo yfir lagið.“ Halldór segir að þau hafi svo ákveðið að fara alla leið með útgáf- una og gefið út myndband sem er tekið upp á 8 og 16 millimetra kvik- myndafilmu. „Til að fá þetta gamla lúkk sem passar svo vel við lagið og efni lags- ins. Efnið kannski lítur út fyrir að vera gamalt, jafnvel 30 ára gamalt, en var tekið upp síðasta sumar.“ Í myndbandinu má sjá mann finna gamla filmu og myndbandið á henni. Í myndbandinu leika þau Minningar í gömlum kössum Halldór Eldjárn vildi gefa laginu gamlan fíling. MYND/SIGGA ELLA GDRN syngur og semur lagið með Halldóri. MYND/AÐSEND leika Kristján Franklín Magnús, Anna Róshildur Benediktsdóttir Bøving og Nikulás Hansen Daðason. „Við vissum að það ætti að vera virðulegur maður í aðalhlutverki og eftir nokkra umhugsun var Kristján Franklín sá eini sem kom til greina. Hann tók bara vel í þetta,“ segir Halldór. Myndbönd við lög eru ekki eins algeng og þau voru fyrir um tuttugu árum. „Þetta auðvitað var rútínan, fyrir tuttugu árum, fyrir meðalungling að koma heim eftir skóla og horfa á Popp Tíví og Skjá einn og horfa aftur og aftur á sama stöffið. Sá tími er alveg búinn og í raun enginn miðill í dag sérstaklega fyrir þetta efni eins og þá. Í dag er þetta meira reels og TikTok en við litum meira á þetta eins og pínulitla bíómynd.“ Lagið kemur formlega út í dag og er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum og myndbandið verður birt á hádegi. Platan er að sögn Halldórs svo væntanleg með haustinu. „Platan er í vinnslu. Það má búast við streng af útgáfum áður en hún kemur út.“ n 18 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.