Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 10
Ég er alveg pottþéttur á því að íslenska lands- liðið á eftir að fara aftur á stórmót, hvort sem það verður á næsta ári eða árum. Þetta er langhlaup og við þurfum að sanka að okkur stigum á næstu mánuðum. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur aldrei átt erfiðara með að velja lands- liðshóp sinn en nú. Hann er brattur fyrir afar mikil- vægum leikjum í undan- keppni Evrópumótsins síðar í mánuðinum. Íslenska karlalandsliðið mætir Bos- níu og Hersegóvínu þann 23. mars og Liechtenstein þremur dögum síðar í undankeppni EM 2024. Báðir leikir fara fram ytra. Arnar Þór Við- arsson kynnti 23 manna hóp sinn á miðvikudag og þar komu nokkrir áhugaverðir punktar í ljós. „Valið var ansi erfitt í þetta skipt- ið. Ég held að það sé engin spurning að ég hafi fengið mesta hausverkinn við að velja þennan hóp vegna þess að leikmenn, bæði ungir sem aldnir, eru að spila mikið og spila vel,“ segir Arnar í samtali við Fréttablaðið. Albert vildi byrja Albert Guðmundsson er sá leikmað- ur sem hefur verið á milli tannanna á fólki undanfarið. Arnar hefur ekki valið hann í hóp sinn síðan í haust og er samband þeirra ekki talið gott. „Ég hringdi í Albert og bauð honum að koma til baka. Eins og ég hef alltaf sagt er hurðin alltaf opin,“ segir Arnar. Albert var hins vegar ekki tilbú- inn að koma inn í landsliðið á for- sendum liðsins. „Í þessari undankeppni, eins og alltaf, eru leikir sem öskra á hæfi- leika Alberts. En það eru líka leikir sem kalla á annars konar hæfileika og önnur leikplön. Ég get ekki, sem þjálfari, valið leikmann í hóp hjá mér sem er ekki tilbúinn til að byrja á bekknum í ákveðnum leikjum og taka því hlutverki sem við teljum að sé best fyrir liðið. Við áttum mjög gott spjall. Það er ekkert illt á milli mín og Alberts. En þegar ég tjáði honum að hann myndi byrja á bekknum á móti Bos- níu lét hann mig vita að hann væri ekki tilbúinn í það,“ segir Arnar og bætir við að dyrnar séu alltaf opnar fyrir Albert. Þetta er langhlaup Annar leikmaður sem hefur verið í umræðunni er Dagur Dan Þórhalls- son. Kappinn átti frábært tímabil með Íslandsmeisturum Breiða- bliks og fékk í kjölfarið félagaskipti til Orlando City vestanhafs í vetur. Þá heillaði Dagur í landsleikjum í nóvember og janúar. Hann var hins vegar ekki valinn í hópinn fyrir komandi leiki gegn Bosníu og Liechten stein. „Dagur er á brúninni. Hann er ekki bara byrjaður að banka á dyrnar, hann er farinn að berja á þær. Hann stóð sig mjög vel í nóvem- ber og mér fannst hann standa sig enn betur í janúar. Hann er orðinn alvöru leikmaður, kominn á það stig að vera landsliðsmaður. Sem betur fer fær maður stundum lúxus-haus- verk yfir því að þurfa að skilja góða leikmenn eftir utan hóps.“ Auk Íslands, Bosníu og Liechten- stein eru í undanriðlinum Lúxem- borg, Portúgal og Slóvakía. Arnar segir næstu tvo leiki mikilvæga en mótið sé þó langhlaup. „Við förum auðvitað inn í alla leiki til að ná í stig. Það er ekkert öðruvísi núna. Þetta eru tveir mis- munandi leikir. Við þurfum að vera meðvitaðir um það að Bosnía er með mjög gott lið og erfitt heim að sækja. Við þurfum líka að horfa á stærri myndina. Þetta er maraþon. Við vitum sirka hvað við þurfum að fá mörg stig til að ná í annað sætið. Það er líklegt að nokkur lið taki stig hvort af öðru. Fyrsti leikurinn er mikilvægur en þetta er ekki úrslita- leikur.“ Arnar segir að riðillinn sem Ísland dróst í bjóði upp á góða möguleika fyrir liðið. „Það væri mjög dapurt af mér að standa hérna og segja að ég væri óánægður með dráttinn. En Sló- vakía segir það sama, sem og Bosnía og Lúxemborg. Þetta verður opinn riðill. Þetta er langhlaup og við þurfum að sanka að okkur stigum á næstu mánuðum. Vonandi getum við klárað þetta skemmtilega verk- efni sem sigurvegarar í lok árs.“ Erfiður útivöllur Völlurinn í Bosníu er erfiður. Leikið er í borginni Zenica, sem þekktust er fyrir alræmt fangelsi. Hluti stúk- unnar verður lokaður áhorfendum vegna hegðunar stuðningsmanna Bosníu. „Völlurinn mun ekki bjóða upp á neinn Brassabolta. Við verðum að setja leikinn upp þannig að við eigum sem mestan möguleika á að fá stig úr honum. Það er ástæða fyrir því að þeir eru að spila þarna en ekki í höfuðborg- inni. Þetta er bær sem er þekktur fyrir læti á vellinum. Það verða læti.“ Rúnar Alex Rúnarsson, Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunn- arsson eru markverðirnir í hóp Íslands. Arnar vill ekki gefa upp hver mun standa á milli stanganna í fyrsta leik. „Við megum ekki gleyma því að við erum með þrjá markmenn. Rúnar er að spila mjög vel í Tyrk- landi. Elías hefur ekki verið að spila mikið en Patrik hefur verið að gera vel. Svo eigum við aðra markmenn líka. Við eigum Hákon (Rafn Valdi- marsson) hjá Elfsborg, Frederik (Schram) hjá Val. Það er annar haus- verkur fyrir mig. Það getur vel verið að við breytum um markmenn á milli leikja í undankeppninni en það getur líka verið að það verði alltaf sá sami.“ Allt á áætlun Frá því Arnar tók við sem landsliðs- þjálfari í lok árs 2020 hefur margt breyst. Fjöldi leikmanna hvarf á braut og nýir komu inn. Nú hefur íslenska liðið hins vegar endur- heimt eitthvað af reynslumeiri leik- mönnum og koma þeir inn í bland við unga og spennandi stráka. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við náðum að vinna úr hlutunum saman hér hjá KSÍ í fyrra. Planið sem við settum upp um hvar við vildum vera í byrjun árs 2023 hefur gengið eftir. Ég hef auðvitað fengið mikla hjálp frá góðu fólki. Ég er viss um að liðið og hópurinn núna er á mjög góðum stað. Það er af því við fórum í endurnýjun. Ungir leikmenn spiluðu marga leiki til að fá reynsluna. Mér finnst blandan mjög góð. Mér finnst þetta sterkur hópur og tel möguleika okkar nokk- uð góða.“ Arnar horfir björtum augum á framtíð íslenska liðsins. „Ég er alveg pottþéttur á því að íslenska landsliðið á eftir að fara aftur á stórmót, hvort sem það verður á næsta ári eða árum.“ n Erfiðasta val Arnars Þórs hingað til Arnar Þór Við- arsson, þjálfari íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Helgi Fannar Sigurðsson helgifannar @frettabladid.is 10 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 17. MARS 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.