Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.03.2023, Blaðsíða 22
Samsetning fermingarhlað- borða hefur tekið miklum breytingum gegnum árin. Nú þarf að taka tillit til ólíkra þarfa gesta, meðal annars grænkera. starri@frettabladid.is Sífellt fleiri hafa tekið þá ákvörðun að neyta ekki dýraafurða. Því er nauðsynlegt að huga að þeim hópi við skipulagningu fermingarveisl- unnar. „Hægt er að búa til vegan útgáfu af öllum dæmigerðum veisluréttum og kökum en hins vegar þurfa veitingar alls ekki að vera hefðbundnar,“ segir Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir sem hefur verið grænkeri síðan 2016. Hún heldur úti vinsæla matarblogginu Graenkerar.is auk samnefndrar Instagram-síðu. „Fyrir mér eru heppilegar veitingar einmitt eitt- hvað sem kemur á óvart. Hvernig væri að hafa veislutjald í garðinum og grilla? Það mætti elda spínat- lasagna eða sleppa marengs- eða ístertunni og prófa í staðinn ferska hráköku.“ Hún neitar því ekki að úrval á hlaðborðum hafi minnkað eftir að hún gerðist vegan. „Ég kann þó alltaf ótrúlega vel að meta súrdeigs- brauð, hummus og vegan pestó, fersk ber, ávexti og einhverja góða vegan köku þegar ég sæki til dæmis fermingarveislur.“ Uppskriftasíðan Grænkerar er á sínu fimmta ári og segist Þórdís alltaf jafn glöð yfir því að hafa látið þennan draum rætast. „Frá því ég stofnaði síðuna hef ég lokið tveimur háskólagráðum, eignast tvö börn og nú nýlega byrjað í ótrú- lega spennandi starfi.“ Hún hefur þar af leiðandi þurft að sætta sig við að geta ekki eytt eins miklum tíma í hana og hún hefði viljað. „Mark- mið mitt er þó alltaf það sama og ég hef jafnmikla trú á því og í upphafi: að sýna fólki Grænkerafæði getur vel verið sælkerafæði Hægt er að búa til vegan útgáfu af öllum dæmigerðum veisluréttum og kökum, segir Þórdís Ólöf Sigurjóns- dóttir sem hefur verið grænkeri síðan 2016. Hún heldur úti matarblogginu Graenkerar.is auk samnefndr- ar Instagram- síðu. MYNDIR/AÐSENDAR Mexíkóskar vefjur eru sívinsælar á hlaðborðum. Karamelluostakaka sem bráðnar í munni. Hér hefur söxuðum pekanhnetum verið stráð yfir. hvað það er auðvelt og skemmtilegt að elda vegan mat og að grænkerar geti vel verið sælkerar.“ Hér gefur Þórdís lesendum nokkrar ljúffengar vegan upp- skriftir fyrir fermingarhlaðborðið. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar , einnig getur verið gott að setja örlítið af mexíkóskri kryddblöndu 6 tortillavefjur Byrjið á því að skera púrrulauk, paprikur og avókadó smátt niður. Skolið næst svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakök- urnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt er að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í bitana. Glútenlaus súkkulaðikaka með saltkaramellukremi nægir í 3 litla botna, 2 stóra eða ofnskúffu 4 dl kasjúhnetur 4 dl vatn ½ dl. eplaedik 4 dl plöntumjólk 4 dl glútenlaust hveiti 2 tsk. xanthum gum 2 dl sykur, ég nota hrásykur eða kókospálmasykur 3 dl kakóduft 1,5 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1½ dl bragðlaus olía ½ dl espressó 1 msk. vanilludropar ½ tsk. salt Stillið ofninn á 175°, yfir- og undir- hita. Skolið kasjúhneturnar vel og leggið í bleyti í 10-20 mínútur. Sigtið næst vatnið frá kasjú- hnetunum og setjið þær í blandara ásamt 4 dl af köldu vatni. Hrærið eplaedikinu saman við með sleif og leyfið blöndunni að bíða. Næst er þurrefnunum hrært saman í stórri skál. Blandið kasjúhnetu- blöndunni, plöntumjólk, espressó, olíu og vanilludropum saman og hellið út á þurrefnablönduna í skömmtum og hrærið. Smyrjið kökuform með olíu og leggið smjörpappír í botninn. Dreifið deiginu jafnt á milli formanna (ég notaði 3 kökuform og setti um 530 g af deigi í hvert form). Bakið í 25-30 mínútur (fer þó eftir stærð forma sem er notuð). Gott er að nota grillpinna til að stinga í kökuna eftir 25 mínútur til að athuga hvort hún sé bökuð í gegn. Saltkaramella 400 ml. feit kókosmjólk í dós eða vegan rjómi 2 dl sykur, ég nota hrásykur eða kókospálmasykur 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. salt Setjið rjóma/kókosmjólk og sykur í pott eða pönnu og hitið að suðu. Látið karamelluna sjóða í um 15-20 mínútur. Hrærið reglulega í þar til hún hefur þykknað og er ljós-gullinbrún. Athugið að ef þið notið kókospálmasykur verður hún dekkri á litinn. Næst er salti og vanilludropum bætt saman við og karamellunni leyft að kólna við stofuhita. Saltkaramellukrem 400 g vegan smjör 800 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar 2 dl saltkaramella við stofuhita, eða eftir smekk Þeytið vegan smjör í hrærivél þar til það verður létt og ljóst. Bætið flórsykrinum saman við og því næst saltkaramellunni og vanillu- dropum. Samsetning Þegar kökubotnarnir eru bakaðir er best að leyfa þeim að kólna við stofuhita. Leggið einn köku- botn á kökudisk og smyrjið 1/3 af kreminu á hann. Bætið næsta botni ofan á og 1/3 af kreminu. Leggið því næst seinasta botninn ofan á og skerið ofan af grillpinna og stingið í gegnum kökuna í miðjunni svo kakan fari ekki að halla. Bætið restinni af kreminu ofan á kökuna og notið spaða til að slétta hliðarnar. Karamelluostakaka 1 dl pekan- hnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktar- laus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru fín- malaðar. Bætið næst döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyllingin er útbúin. Fylling 3 dl kasjúhnetur 8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr ½ dl hlynsýróp, má vera minna ef vill 1 dl kókosolía 1 dl rjómaostur, t.d. Oatly smur- osturinn 2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. sítrónusafi salt 3 dl vatn 1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnkenndur vökvi neðst. Setjið næst vatn og agar-agar- duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellu- kremið er útbúið. Karamellukrem ½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mínútur þar til kara- mellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamell- unni í glas og í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði sax- aðar pekanhnetur. n Glútenlaus súkkulaðikaka með saltkaramellukremi, skreytt með bláberjum og brómberjum. Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis 10 kynningarblað 17. mars 2023 FÖSTUDAGURFERMINGAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.