Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1967, Blaðsíða 75
reikna fargjöld tii og frá landínu, sem flug-
félögin og Eimskipafélag íslands hafa tekið
á móti. Talið er að brezkir ferðamenn muni
leggja leið sína til Islands á komandi sumri í
ríkara mæli en áður, vegna þess að Island er
á sterling-svæðinu, en fsland og írland eru einu
Evrópulöndin innan þess og Bretar skammta
naumt gjaldeyri til ferðamanna, er þeir fara
út fyrir þetta svæði.
Það kemur sér vel að flugflotinn hefur auk-
izt vegna ferðamanna innlendra og erlendra.
Fjármunamyndun í flugvélum var 0,7 millj.
kr. 1958 en 363 millj. kr. 1966 og mikil verður
fjármunamyndunin á þessu ári, ekki sízt vegna
þotukaupanna. í flugvallamálum er rétt að
geta þess, vegna þess að oft er talað um að
litlu fé sé varið til flugvallagerða og annarra
flugmála, að í valdatíð Framsóknar 1958 var
varið til flugvalla aðeins 6.7 millj. kr. en á
sl. ári 55 millj. króna og á yfirstandandi ári
verður varið til þessara mála svipaðri upphæð.
Þáttaskil í vegamálum.
Vegamálin eru oft til umræðu og talað er
um lélega vegi. Vegalögin frá 1963 marka
þáttaskil í vegamálum. Þá var ákveðið að vinna
skipulega að framkvæmd þessara mála um
leið og fjármagn til vegamála var stóraukið.
Á þessu ári mun verða varið til vegamála 480
millj. kr. en á síðasta valdaári Framsóknar-
manna aðeins 83 millj. kr. Hækkunin er næst-
um 600% en vegagerðarkostnaður er talinn
hafa hækkað á þessu tímabili um allt að 90%
en þá er ekki reiknað með auknum afköstum
stórvirkari og betri véla en áður voru notaðar.
Það vakti athygli í umræðum á Alþingi þeg-
ar endurskoðun vegaáætlunar var rædd, að
Sigurvin Einarsson sagði, að það hefði fyrst
fyrir fimm árum farið að rofa til í vegamál-
um Vestfjarða. Þetta er nú ekki rétt hvað
snertir Barðastrandasýslu og Norður-ísafjarð-
arsýslu, því að það er kunnugt, að Gísli Jónsson
og Sigurður Bjarnason unnu ötullega að bætt-
um vegasamgöngum í þessum sýslum í langan
tíma. En þá var engin Vestfjarðaáætlun, og
þá voru framkvæmdirnar ekki eins stórstígar
og nú gerist á Vestfjörðum og annars staðar.
Sigurvin fullyrti að framkvæmdirnar á Vest-
fjörðum nú hefðu hafizt vegna hins mikla
þunga, sem Hermann Jónasson og hann hefðu
lagt á þessi mál og ríkisstjórnin þorði ekki
annað, sagði þingmaðurinn, en að láta undan
og gera ýmsa hluti til þess að koma í veg fyrír
frekari fólksflutninga að vestan. Það er ekki
aðeins í vegamálum Vestfjarða, sem Fram-
sóknarmenn urðu valdamiklir eftir að þeir
fóru úr ráðherrastólunum. Framsóknarmenn
halda því alltaf fram að allt sem ríkisstjórnin
gerir vel, hafi verið framkvæmt vegna þess,
að stjórnarandstaðan píndi stjórnarflokkana
til þess að lögfesta og framkvæma málin. Mað-
ur skyldi ætla að við þessar aðstæður gætu
Framsóknarmenn unað því bezt að verða áfram
utan stjórnar. Vegaáætlunin var endurskoðuð
nú fyrir þinglokin fyrir árin 1967 og 1968.
Aukning vegafjár hefur orðið 163 millj. kr.
hjá Vegasjóði frá því sem áætlað var 1964.
Vegasjóður hefur staðið við þær skuldbind-
ingar, sem hann tók á sig þá og síðan. Fram-
kvæmd hafa verið öll þau verk, sem tekin voru
á áætlun. Það er því fjarstæða, sem sumir
Framsóknarmenn héldu fram í vetur, en hættu
því eftir að tillaga um endurskoðun vegaáætl-
unar var lögð fram, að vegasjóður væri gjald-
þrota. Áróður Framsóknarmanna út af vega-
málunum hefur verið taumlaus, þrátt fyrir
stórauknar fjárveitingar og stórauknar fram-
kvæmdir. Það þarf engan að undra, þótt víða
séu lélegir vegir í okkar strjálbýla landi.
Varanlegt slitlag á fjölförnustu vegi.
En það verður haldið áfram að bæta vegina
eftir því sem efni standa til. Stór átök hafa
verið gerð víðs vegar um landið, og tel ég ekki
ástæðu til að rifja það upp hér. Það hefur
svo oft verið gert og er öllum kunnugt. Rétt
þykir þó að minna á að undirbúningur er haf-
inn til þess að gera varanlegt slitlag á hrað-
brautir, það eru vegirnir út frá Eeykjavík,
Austurvegur og Vesturlandsvegur ásamt veg-
arkafla út frá Akureyri. Hraðbrautir eru nú
taldar vera um 350 km. að lengd, það eru vegir,
sem hafa þúsund bifreiða umferð á dag eða
meira. Talið er að það muni kosta 1500 millj.
að undirbyggja og gera varanlegt slitlag á
fjölförnustu vegina, sem eru 230 km. Gera þarf
heildaráætlun á þessu ári og næsta ári svo að
útboðslýsingar geti legið fyrir ekki seinna en
í árslok 1968. Útboðið þarf að fara fram á
alþjóðavettvangi líkt og virkjunarframkvæmd-
irnar við Búrfell. Er öruggt, að verkið verður
miklu ódýrara með því að bjóða það út í einu
lagi heldur en ef teknir væru smáspottar í
einu. Gert er ráð fyrir, að möguleiki sé á
73