Fréttablaðið - 25.03.2023, Side 40

Fréttablaðið - 25.03.2023, Side 40
Milt hitastig gefur fólki tækifæri til að njóta tapas-rétta úti undir berum himni allt árið um kring. Staður fyrir sanna matgæðinga. Murcia-héraðið á Spáni hefur verið mjög vinsælt hjá Íslendingum. Ekki bara hjá þeim sem spila golf heldur einnig fólki sem hefur keypt íbúðir á Spáni. Murcia er ekki langt frá Alicante en þangað er flogið reglulega frá Íslandi. elin@frettabladid.is Eflaust eru margir á leið til Spánar um páskana og í sumar. Það eru fleiri staðir en Tenerife sem áhuga- vert er að heimsækja. Hvernig væri að bregða sér til Murcia-héraðsins á bílaleigubíl og skoða fallegar minjar? Murcia-hérað er í suð- austurhluta Spánar og samnefnd borg er sú sjöunda stærsta á Spáni. Vetur eru mildir á þessu svæði og sumrin heit. Það er skemmtilegt að bregða sér í menningarlegt frí á þessar slóðir og heimsækja borgir í héraðinu eins og Murcia, Cartagena, Lorca og Caravaca de la Cruz. Allar þessar borgir uppfylla þarfir þeirra sem vilja skoða menningarverð- mæti. Santa María-dómkirkjan í Murcia er afar glæsileg og hana prýðir næsthæsti klukkuturn Spánar, byggður á árunum 1521 til 1791. Turninn er 90 metrar og sam- einar ýmsar byggingargerðir. Cartagena er ákaflega falleg borg. Þar stoppa gjarnan skemmti- ferðaskip sem sigla um Miðjarðar- hafið. Rómverska leikhúsið dregur að sér ferðamenn og hægt er að fara aftur á bak í tímann þegar saga þess er rifjuð upp. Það er sömuleiðis gaman að ganga um götur og virða fyrir sér fallegar byggingar. Lorca er þekkt barokkborg. Þar er kastalinn Fortaleza del Sol sem er miðaldasvæði, byggt á milli 9. og 15. aldar, röð varnarmannvirkja sem á miðöldum breyttu borginni. Þarna má sjá samkunduhús gyðinga sem er einstakt á Spáni og hefur verið vanhelgað af öðrum trúarbrögðum. Caravaca de la Cruz er enn einn áfangastaðurinn sem nauðsynlegt er að heimsækja sé fólk á þessum slóðum. Borgin er í norðvestur- hluta Murcia-héraðs, fundarstað kristninnar sem hefur orðið að áfangastað þúsunda pílagríma árið um kring. Besta leiðin til að komast til Caravaca er að fylgja Camino de Levante, leið sem hægt er að leggja af stað á frá Orihuela og sameinar menningu og náttúru í hverjum hluta. Matur og menning Ferðamálaráð Spánar bendir á að í Murcia-héraði sé ríkur menning- ararfur Spánar og bláa hafið gerir staðinn að frábærum áfangastað fyrir frí og til að gleyma stressinu. Mikil matarmenning er ríkjandi í héraðinu sem státar sig af yfir eitt þúsund bragðtegundum. Milt hita- stig gefur fólki tækifæri til að njóta tapas-rétta úti undir berum himni allt árið um kring. Staður fyrir sanna matgæðinga. Frægir réttir eins og „marinera“, „zarangollo“, „arroz caldero“, „paparajote“ og síðan asískt kaffi til að klára dýr- indis máltíð. Oft eru máltíðirnar paraðar með víni úr héraði. Heimsókn í víngarða Bullas, Jumilla og Yecla eru vín- garðar í Murcia sem eru vottaðir af spænsku víngerðarsamtökunum ACEVIN. Hægt er að fara í vín- smakk á þessa staði og fá göngu- ferð um vínakrana. Þeir sem fara í golfferðir til La Manga fá oft miða í heimsókn á einhverja þessara staða. Jumilla er þekktast fyrir crianza rauðvínin en sætu vínin, lífrænu vínin og líkjörar skera sig líka úr. Bullas hefur verið vottað síðan 1994. Eins og í Jumilla, er Mona- strell-þrúguafbrigðið ríkjandi í Bullas líka. Svæðið á sér langa sögu í víngerð. Í vínsmökkun í Bullas getur fólk gengið í gegnum vínrækarsvæðið eða heimsótt eitt af meira en 200 hefðbundnum víngerðum og jafnvel komið við á Vínsafninu. Yecla framleiðir fjölbreytt úrval af vínum. Enn og aftur er aðalgrunnur þess, eins og bæði Jumilla og Bullas, Monastrell- afbrigðið, notað í rósavín, rauðvín og líkjöra. Í hvítvínunum hjá Yecla eru helstu þrúgur Macabeo, Char- donnay, Sauvignon Blanc og Ver- dejo, ásamt hefðbundnum Airen. Vaxandi ferðamannastaður La Manga sem margir Íslendingar þekkja vel getur státað af því að þar er hægt að sjá sólarupprás yfir eitt haf, Menor, og sólsetur í öðru, Miðjarðarhafinu. Á þessu svæði eru fallegar strendur þar sem boðið er upp á bátsferðir, vatna- íþróttir, heillandi kvöldverði og dans fram eftir nóttu. Skylduferð er til nærliggjandi sjávarþorps, Cabo de Palos, en vitinn þar hefur stórkostlegt útsýni yfir Miðjarðar- hafið þar sem hægt er að taka full- komnar póstkortamyndir. Þarna er líka boðið upp á óviðjafnanlega sjávarrétti, sérstaklega „arroz caldero“. Þetta er hrísgrjónaréttur með mismunandi fiski. Rétturinn er dæmigerður fyrir þennan hluta Spánar og dregur nafn sitt af ílátinu sem hann er eldaður í. Ekki langt í burtu er bærinn San Pedro del Pinatar sem er staðsettur við norðurenda Costa Cálida. Þar er garður sem nefnist Salinas y Arenales de San Pedro del Pinatar og er friðland vatna- og farfugla. Þar eru flamingóar á vappi og aðrir spennandi fuglar. La Manga var uppgötvaður sem ferðamannastaður á sjöunda ára- tugnum og hefur tekið nokkrum breytingum sem fólu í sér þétt- býlismyndun svæðisins og upp- byggingu hótela og íbúða fyrir ferðamenn. Það er auðvelt að aftengjast í heilsulindum og meðferðarmið- stöðum Murcia-héraðs. Þrjár þekktar heilsulindir eru staðsettar í héraðinu en þar er vel hægt að missa tímaskynið. Þetta eru Arch- ena Spa, Leana og Bahía de los Delfines. Murcia-héraðið er tilvalinn staður til að gleyma ys og þys og finna ró og frið. Fullt af heillandi þorpum og einstök matar gerðar- list sem bíður ferðamanna. Staður- inn er magnaður fyrir golfara þar sem 22 golfvellir eru á svæðinu svo margt er um að velja. Murcia er sömuleiðis áhugaverður staður fyrir þá sem vilja kafa eða snorkla. Litríkur neðansjávargróður og dýralíf sem býður upp á ógleyman- lega sjávarupplifun. n Á vit menningar og matarupplifunar Heimsókn á vínbúgarð er skemmtileg upplifun á ferðalaginu. MYNDIR/SPÆNSKA FERÐAMÁLARÁÐIÐ Að koma í lítil þorp á Spáni er ótrú- lega skemmtileg upplifun. Menningarverðmæti í Caravaca de la Cruz. Þeir sem hafa áhuga á köfun leggja gjarnan leið sína til Murcia þar sem er fjölbreytt sjávarlíf. Í Murcia eru nokkrar heilsulindir þar sem boðið er upp á spa-meðferðir. Fjölbreyttar gönguleiðir eru í Murcia-héraðinu. 8 kynningarblað A L LT 25. mars 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.