Fréttablaðið - 25.03.2023, Page 42
Ég var svo
stressaður
fyrsta
daginn að
ég man
varla eftir
honum en
ég kunni
alla vega
línurnar
mínar og
þetta gekk
vel.
Ég var
ungur
leikari sem
tjáði sig
frjálslega
og var
opinn með
tilfinningar
mínar og
var ekki að
fela neitt,
það hent-
aði bresku
pressunni
vel.
Stóra tækifæri Jack McEveoy kom þegar hann fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum Vikings. fréttablaðið/ernir
Írski leikarinn Jack McEvoy
varð þekktur fyrir hlutverk
sitt í þáttunum Vikings. Hann
hefur verið á Íslandi undan-
farnar vikur við tökur á
bíómynd. Jack elskar land og
þjóð en þolir ekki kuldann.
Það er svo skrítið hvernig
vinnan tengir mig alltaf
aftur og aftur við Ísland,“
segir írski leikarinn Jack
McEvoy. Hann hefur verið
á Íslandi undanfarnar vikur við
tökur á kvikmyndinni It All Comes
with the Cold Water.
„Myndin fjallar um írskan ljós-
myndara sem kemur til Íslands og
verður ástfanginn af bæði landinu
og íslenskri konu,“ segir Jack.
„Þessi mynd er tekin upp hér og
gerist hér. Svo þegar ég var í Vikings
þá var auðvitað mikil tenging við
Ísland, þættirnir gerðust hér en
voru teknir upp á Írlandi. Svo er
ég að koma hingað aftur seinna á
þessu ári í annað verkefni sem ég má
reyndar ekki segja mikið frá.“
Líkt og hann segir fór Jack með
hlutverk í þáttunum Vikings, þar
lék hann Helga magra. Vikings hafa
notið mikilla vinsælda um allan
heim og hafði hlutverkið mikil áhrif
á líf og störf Jack. „Ég lærði ótrúlega
mikið á þessu hlutverki. Ég var
þarna kominn á risastórt sett með
stórleikurum með mikla reynslu,
það var bara eins og að f letta upp
í alfræðiorðabók að tala við þau,“
segir hann.
„Ég var svo stressaður fyrsta dag-
inn að ég man varla eftir honum en
ég kunni alla vega línurnar mínar og
þetta gekk vel. Ég varð svo spenntur
þegar ég fékk hlutverkið að ég lærði
allar línurnar strax, en svo vandist
þetta f ljótt og ég naut þess að vera
þarna,“ segir Jack.
„Ég var mjög heppinn með þetta
hlutverk, fékk að gera mikið þarna
og var með geggjaðar senur áður
en minn karakter dó. En í því
atriði minnti leikstjóri þáttarins,
Helen Shaver, mig á það að eigna
mér augnablikin. Ekki láta þau
bara líða hjá heldur að algjörlega
eigna mér þau og ég hef reynt að
gera það síðan, bæði í lífi mínu og
í vinnunni.“
Breska pressan
Eftir Vikings bjó Jack í London, hann
var orðinn þekktur fyrir hlutverk sitt
í þáttunum og segist hafa þurft að
leggja sig fram við að halda fótunum
á jörðinni og láta ekki frægðina stíga
sér til höfuðs.
„Ég hef verið heiðarlegur með það
að ég fór aðeins út af sporinu, ekki
alvarlega en ég var með mjög stórt
egó. Ég var að fá mikla athygli sem
mér fannst geggjað en breska press-
an gerir engum gott. Mér fannst ég
vera rísandi stjarna af því að ég fékk
athygli pressunnar en ég var bara
auðvelt skotmark,“ segir Jack.
„Ég var ungur leikari sem tjáði sig
frjálslega og var opinn með tilfinn-
ingar mínar og var ekki að fela neitt,
það hentaði bresku pressunni vel.
Hún svífst einskis og hefur eyðilagt
mikið fyrir fullt af fólki. Einu sinni
kom til dæmis frétt um það að ég
hefði kysst einhverja raunveruleika-
stjörnu, en ég kyssti hana aldrei, ég
fylgdi henni bara í leigubíl. Svona er
allt ýkt,“ útskýrir hann.
„Mér fannst þetta mjög pirrandi
en þetta hafði í rauninni ekki mikil
áhrif á mig. Eftir á að hyggja er ég
bara feginn að þessi kafli sé búinn.“
Covid setti strik í reikninginn
Á þessum tíma stefndi Jack að því
að fara til Bandaríkjanna og verða
enn stærri stjarna. Þá skall heims-
faraldurinn á og breytti plönum
hans. „Þetta var ekki heppileg
tímasetning fyrir mig,“ segir hann
og hlær.
„Auðvitað var hún það ekki
Ég elska allt hérna nema þennan kulda
fyrir neinn en ég var komin með
öll leyfi og allt sem ég þurfti til að
fara til Bandaríkjanna. Svo hringdi
þáverandi umboðsmaðurinn minn
í mig og sagði að það væri kannski
ekki sniðugt að fara núna, hvað ef
öllu yrði skellt í lás? Ég hló bara að
þessu þá, svo hringdi vinkona mín
sem býr í Bandaríkjunum í mig og
var að lýsa fyrir mér að það væru
hermenn á öllum flugvöllum og úti
um allt, þá fattaði maður að það var
eitthvað alvarlegt í gangi,“ segir Jack.
„Ég ætlaði bara að vera í London
en er mjög feginn því núna að
mamma hringdi í mig og bað mig
að koma heim til Írlands. Ástandið
í London var hræðilegt í faraldr-
inum, bara eins og í bíómynd, en
ég var í írsku sveitinni með fjöl-
skyldunni minni og er mjög þakk-
látur fyrir það.“
5 Dollar Shakes
Jack ólst upp í litlum bæ á Írlandi,
hann spilaði fótbolta og hafði einn-
ig mikinn áhuga á leiklist. „Ég var
mjög góður í fótbolta þótt ég segi
sjálfur frá og stefndi langt þar. En ég
elskaði líka leiklist. Svo kom að því
að ég þurfti að velja á milli. Ég átti að
keppa á sama tíma og söngleikurinn
í skólanum var frumsýndur. Ég fór á
frumsýninguna af því að ég hafði
æft svo mikið og lengi. Það þótti
fótbolta strákunum ekki mjög kúl,“
segir hann.
„Mér fannst alltaf ótrúlega gaman
að leika og ég var bara þriggja eða
fjögurra ára þegar ég lék þreytta
dverginn í Mjallhvíti og dvergunum
sjö. Þegar ég varð eldri fór ég svo
meira að hugsa um hvað öðrum
finnst og þá hætti ég í leikfélaginu
í nokkur ár. Byrjaði svo aftur þegar
ég var 15–16 ára og hef verið að leika
síðan.“
Jack hafði ekki mikinn áhuga á
hefðbundnu námi þegar hann var
yngri og lagði ekki mikla áherslu á
skólann. Það breyttist þegar hann
hóf nám í leiklist í Gaiety-leiklistar-
skólanum í Dublin. „Fyrsta árið var
mjög rútínerað og mér fannst það
ekkert svo skemmtilegt. Maður er
brotinn alveg niður og svo byggður
aftur upp. Seinna árið var svo ótrú-
lega skemmtilegt en á sama tíma
mjög erfitt.“
Það leið ekki langur tími frá því
að Jack útskrifaðist þangað til hann
fékk hin ýmsu hlutverk, hann er þó
ekki aðeins leikari. Hann er einnig
söngvari hljómsveitarinnar 5 Dollar
Shakes. „Ég elska hljómsveitina og
að spila tónlist. Á tímabili var hún
í algjörum forgangi hjá mér en svo
hefur það dvínað. Við erum allir
að gera eitthvað annað en ég hef
átt mjög erfitt með þetta, líður smá
eins og ég sé að ganga í gegnum sam-
bandsslit,“ segir Jack.
„Strákarnir í hljómsveitinni eru
allir vinir mínir síðan ég var lítill
og ég sakna þess að gera tónlist
með þeim. Það voru ótrúlega góðir
tímar þegar lífið snerist um tónlist.
Við komum reyndar allir saman um
jólin og héldum tónleika þannig að
bandið lifir enn, það var ótrúlega
gaman.“
Elskar Ísland
Jack hefur unað sér vel á Íslandi og
ber landi og þjóð vel söguna, hið
eina sem ekki hefur slegið í gegn hjá
honum er kuldinn. „Ég held að ég
hafi ekki borið nægilega virðingu
fyrir loftslaginu hérna áður en ég
kom. Ég hafði verið mikið á ferða-
lögum áður en ég kom hingað, svo
ég pakkaði bara upp úr einni tösku
í aðra og tók ekki einu sinni með
mér úlpu. Ég er bara búinn að vera
að vinna með það að klæða mig í öll
fötin sem ég er með svo ég drepist
ekki úr kulda,“ segir hann og hlær.
„Í Vikings kól Helga magra á
fingrum og í kjölfarið missti hann
fingurna. Mér líður eins og ég skilji
hann betur núna eftir að hafa upp-
lifað þennan kulda, það er ákveðin
kaldhæðni í því,“ segir Jack.
„Ég elska allt hérna nema þennan
kulda. Fólkið er frábært og landið er
stórfenglegt en ég hlakka til að losna
við kuldann. Hann hefur reyndar
hjálpað mér með hlutverkið í mynd-
inni, ég verð svo pirraður þegar mér
er svona kalt og í þessu hlutverki
get ég notað pirringinn. Ég er mjög
spenntur að koma hingað aftur í lok
árs en svo hafa margir bent mér á að
ég verði að koma að sumri til. Mig
langar að gera það, sjá birtuna allan
sólarhringinn og prufa náttúrulaug-
arnar,“ segir Jack að lokum. n
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
26 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023
lAUgARDAgUR