Fréttablaðið - 25.03.2023, Page 44

Fréttablaðið - 25.03.2023, Page 44
Það er allur fjandinn sem getur verið í efnum sem fólk kaupir á svörtum markaði. Andri Einarsson og Kristinn Ingvarsson hófu nýverið sölu á vímuefnaprófum. Um er að ræða skaðaminnkandi úrræði sem þeir vilja sjá á skemmti- stöðum og í verslunum. Þeir fá ekki að selja vöruna í gegnum greiðslumiðlunarfyrirtæki vegna tengsla við ólögleg vímuefni. Kr i st i n n Ing va r s son og Andri Einarsson stofnuðu á dögunum f y r i r t æk ið Va rleg a sem flytur inn og selur vímuefnapróf. Þau eru þrenns konar og með þeim er hægt að prófa styrk- leika efnis, íhlutunarefni og svo vímuefnið sjálft, hvort það er til staðar. Kristinn segir að hann hafi alltaf verið mikill áhugamaður um vímu- efni og jaðarmál og að eftir að hann byrjaði að vinna í gistiskýlinu á Granda hafi sú sannfæring eflst. „Maður fór að sjá þetta í stærra samhengi af því að við höfum séð slæm áhrif löggjafar og fordóma í samfélaginu og slæm áhrif þess að efnin eru bara á svörtum markaði. Við viljum með þessu bjóða almenn- ingi að taka gæðaeftirlitið í eigin hendur.“ Vantaði í menninguna Spurður um hvatann að því að stofna til fyrirtækis og byrja þennan innflutning segir Kristinn að þeir hafi einfaldlega séð að þetta vantaði á markaðinn og í menningu okkar. „Þetta vantaði algerlega í þau skaðaminnkandi úrræði sem eru í boði en einnig bara í menninguna á Íslandi, og þá sérstaklega hjá þeim sem nota ólögleg vímuefni sér til dægradvalar,“ segir Kristinn en hann og Andri kynntust í gistiskýlinu á Granda þar sem þeir báðir starfa. „Við erum vaktfélagar og vinnum saman í þessu skaðaminnkandi úrræði,“ segir hann og hugmyndin að innflutningnum hafi komið upp þegar annar þeirra rakst á prófin ein- hvers staðar. „Það bara kveikti á perunni að þetta vantaði algerlega á Íslandi. Þetta hefur verið til um árabil en þekkist ekki hér í skaðaminnkandi úrræðum eða meðal almennings. Maður fær á tilfinninguna að fólki finnist þetta framandi,“ segir Krist- inn og bendir á að eins sé fólk oft inni í skápnum með vímuefnanotkun sína. „Nema kannski jaðarsettir ein- staklingar í samfélaginu, en það eru ekki þau sem halda uppi þessum stóra vímuefnamarkaði.“ Höfnun frá greiðslumiðlunum Eins og stendur er aðeins hægt að kaupa prófin á síðunni þeirra og í einni verslun í miðborginni en Kristinn segir að markmið þeirra sé að koma prófunum til f leiri endur- söluaðila auk þess sem þeir ætli sér að koma þeim til skaðaminnkandi úrræða sem geti dreift þeim án endurgjalds. „Þannig væri hægt að koma þessu til jaðarsettra einstaklinga sem eiga ekki þessa auka þúsundkalla í þessi próf. Þannig er hægt að koma þessu öryggi til þeirra líka,“ segir Kristinn en einnota prófin kosta frá 1.390 til 2.390 krónur en þau margnota eru dýrari. Hann segir að efst í þeirra huga hafi verið að koma prófunum á skemmtistaði og að þeir vonist til þess að rekstraraðilar taki vel í að hafa prófin aðgengileg. „En við óttumst að rekstraraðilar skemmtistaða vilji ekki hafa þau til sölu því þá sé verið að viðurkenna að eitthvað ólöglegt sé í gangi á staðnum.“ Eins og fyrr segir hófu þeir sölu á prófunum í síðustu viku en hún hefur farið hægt af stað enda lentu Ekkert gæðaeftirlit á svörtum markaði Kristinn Ingvarsson og Andri Einarsson eru vinnufélagar og nú fyrirtækjaeigendur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hægt er að skima fyrir ákveðnum efnum eða einu efni. ert til um styrk eða önnur efni. Þetta er prófið í sinni einföldustu mynd en svo fyrir viss efni eigum við ákveðin styrkleikapróf sem segja til um hvort það sé sterkt eða ekki og svo flóknari próf sem segja til um styrkleika í pró- sentum,“ segir Kristinn en auk þess eru íblöndunarprófin og sem dæmi eru öll þessi próf til fyrir kókaín sem Kristinn segir eitt blandaðasta efnið á markaðnum. „Þetta eru lítil kitt, ýmist einnota próf sem eru mjög einföld eða marg- nota próf sem eru aðeins flóknari í notkun. Allt eru þetta vörur sem eru hugsaðar til einkanota og eru fyrir notandann. Til að ganga úr skugga um að efnið sem hann var að kaupa sé raunverulega það sem hann ætlaði að kaupa. Við erum líka með próf sem skima og geta útilokað önnur efni,“ segir hann. „Það er allur fjandinn sem getur verið í efnum sem fólk kaupir á svört- um markaði. Það er ekkert gæða- eftirlit og engar innihaldslýsingar. Þú veist ekkert hvað annað er í pok- anum. Þessi íblöndunarefni eru til að ýkja áhrifin eða til að drýgja efnið og er það þá aðeins í hagnaðarskyni. En þessi íblöndunarefni geta mögulega verið skaðleg fyrir neytendur eða skaðleg með einhverju öðru og þess vegna er mikilvægt að vita hvað þú ert að taka inn.“ Einnig eru þeir með í boði fent- anyl-strimla. „Það er mjög sterkt efni, tilbúinn ópíóíði, og hann er svo sterkur að það má litlu muna hvað er hættu- legur skammtur. Þá erum við bara að tala um míkrógrömm til eða frá og við erum með strimla sem geta greint á tveimur mínútum hvort það er fentanyl í efninu, sem hjálpar, því margir óttast að taka það óvart inn.“ Vonandi fyrsta af mörgum Kristinn segir að þeir líti á sig sem vonandi bara fyrsta skrefið af mörg- um í vímuefnaprófunum á Íslandi. „Við myndum vilja sjá þetta þró- ast með árunum á þann veg að hér verði settar upp fastar stöðvar sem eru mannaðar fagfólki og besta mögulega búnaði. Þar væri hægt að prófa efni nafnlaust og frítt. Annað- hvort föst starfsstöð eða færanlegar sem hægt er að fara með á viðburði og tónlistarhátíðir,“ segir Kristinn og bætir við að það væri gott ef slík starfsstöð væri opin fyrir fólk sem er á skemmtanalífinu um helgar. n Lovísa Arnardóttir lovisa @frettabladid.is þeir strax á vegg með sölu á netinu þegar þeir fengu höfnun frá tveimur stærstu greiðslumiðlunum á Íslandi, SaltPay og Rapyd, um að fá að selja vörurnar í gegnum þær. Í svari Saltpay til þeirra segir að félagið haldi úti lista yfir starfsemi sem félagið er ekki tilbúið að taka áhættu með. „SaltPay starfar víðs vegar um Evrópu og þrátt fyrir að starfsemi ykkar gæti almennt ekki talist fela í sér aukna áhættu hefur sú ákvörðun verið tekin að láta sömu stefnu ganga yfir öll lönd,“ segir í svarinu. Í svari Rapyd segir að viðskipta- módel þeirra falli undir lista þeirra af bönnuðum atvinnugreinum og að því sögðu geti fyrirtækið ekki veitt þeim greiðsluþjónustu. „Við teljum þessar vörur tengjast notkun ólöglegra fíkniefna, burt séð frá því hvort þær séu ætlaðar til þess að auka öryggi fólks,“ segir í svarinu og er vísað í lista sem fyrirtækið vinnur eftir yfir starfsemi sem það vill ekki styðja við. Kristinn segir að sér þyki þessi höfnun óréttlát. „Sérstaklega í ljósi þess að varan er lögleg og að henni er ætlað að auka öryggi.“ Einnota og margnota Prófin eru bæði einnota og margnota og ættu flestir að geta notað þau. „Flest prófanna sem við erum með til sölu skima fyrir einu virku efni og segja bara hvort það sé til staðar í efninu sem er prófað. Þau segja ekk- 30 20 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 40 Lyfjatengd andlát 2021 voru lyfjatengd andlát 46. Af þeim sem létust voru níu undir þrítugu. Ekki hafa verið birtar tölur fyrir allt árið 2022 en fyrstu sex mánuðina létust 20 einstaklingar. Algengustu lyfin sem fundust í þeim sem létust 2021 voru ópíóíðinn Oxycontin og flogaveikilyfið Pregabalin. 28 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 25. mARs 2023 lAUgARDAgUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.