Fréttablaðið - 25.03.2023, Síða 54

Fréttablaðið - 25.03.2023, Síða 54
Margmiðlunarskjárinn notar SYNC- Move-hugbúnað Ford frekar en hugbúnað Volkswagen. Ford Explorer er með mun ákveðnari framenda en systurbíllinn VW ID.4. MYNDIR/FORD Ford-bílaframleiðandinn hefur kynnt til sögunnar næsta rafbíl sinn sem fær að endurvinna Explorer-nafnið. Bíllinn er byggður á MEB- undirvagni Volkswagen en fyrirtækin gerðu með sér sam- starfssamning um framleiðslu rafbíla með MEB-undirvagn- inum. njall@frettabladid.is Bíllinn er þó langt frá því að vera sami bíllinn og ID.4 sem hann kepp- ir beint við. Ford Explorer-rafbíllinn verður boðinn með tveimur gerðum rafhlaðna og er sú minni 55 kWst en stærri rafhlaðan 82 kWst. Grunnút- færslan verður 168 hestöfl með aftur- drifi eingöngu og kemst þá 350 km á hleðslunni. Einnig er afturhjóla- drifsútgáfan fáanleg með öflugri 282 hestafla mótor og þá með stærri rafhlöðunni. Sú útgáfa mun hafa mesta drægið en það getur verið allt að 540 km í þeirri útgáfu. Með stærri rafhlöðunni er hleðsluhraðinn allt að 170 kW. Öflugasta útgáfa bílsins kemur með tveimur rafmótorum sem skila samtals 335 hestöflum sem er 40 hestöflum meira en í GTX- útgáfu Volkswagen ID.4. Sá bíll mun komast 490 km á hleðslunni og geta dregið allt að 1.400 kg eftirvagn. Innandyra verður bíllinn tals- vert frábrugðinn ID.4 en fyrir miðju verður 15 tommu margmiðlunar- skjár sem er stillanlegur á marga kanta. Explorer mun koma í tveimur útfærslum, Explorer og Explorer Premium. Ekki hefur verið gefið upp hver búnaðarpakkinn er á milli bílanna en Ford hefur sagt að allir bílarnir muni koma með nuddi í sætum, tvöfaldri miðstöð, lyklalausu aðgengi og hita í stýri. Verð bílsins verður kynnt nær þeim tíma sem hann fer á markað en fyrstu bílarnir verða afhentir í lok ársins. Fyrstu bílarnir sem koma hingað til lands koma snemma á næsta ári samkvæmt heimasíðu Brimborgar. n Rafvæddur Ford Explorer kynntur til sögunnar Öflugasta útgáfa bílsins kemur með tveimur rafmótorum sem skila samtals 335 hestöflum. Verkleg útgáfa 4Runner í tvinnútfærslu og með nýjum drifbúnaði gæti veitt Ford Bronco-jeppanum samkeppni. MYND/MOTORTREND njall@frettabladid.is Það lítur út fyrir að sjötta kynslóð Toyota 4Runner fái umtalsverða uppfærslu þegar hún kemur á mark- að árið 2025, samkvæmt bandaríska tímaritinu Motortrend. Núverandi kynslóð þykir hafa dregist aftur úr í samkeppni við bíla eins og nýja Ford Bronco og kominn tími á breytingar. Búast má við nýjum undirvagni, vélum og hönnun en stærsta fréttin er að nýr 4Runner muni koma með tvinnbúnaði. Talið er að næsta kynslóð 4Run- ner fái í grunninn 4 strokka vélar með forþjöppu, en einnig verði öflug V6-útgáfa með tvinnbúnaði. Lexus NX 350 er með 2,4 lítra vél með forþjöppu sem skilar þar 275 hestöflum. Í Toyota Tundra er öflug V6-vél með tvinnbúnaði og sú vél gæti einmitt komið í 4Runner. Toyota mun vera að þróa rafútgáfu af Tacoma svo það er ekki loku fyrir það skotið að rafdrifin útgáfa 4Run- ner muni líta dagsins ljós þegar fram líða stundir. n Næsti Toyota 4Runner verður í tvinnútfærslu Ford Capri gæti snúið aftur á næsta ári með MEB-undirvagni. njall@frettabladid.is Samkvæmt frétt í blaðinu Sun ætlar Ford að endurvekja Capri-nafnið í nýjum raf bíl. Mun bíllinn verða annar bíll Ford sem kemur á MEB- undirvagni Volkswagen samkvæmt blaðinu. Búast má við að Ford frum- sýni Capri snemma á næsta ári. Ford Capri var mjög vinsæll tveggja dyra sportbíll og var í fram- leiðslu frá 1968 til 1986. Að sögn yfirhönnuðar hönnunardeildar Ford í Evrópu, Amko Leenarts, eru gömul og fræg nöfn Ford-merkisins mjög mikilvæg í raf bílavæðingu Ford. Ford hefur notað nöfn eins og Mustang og Puma á nýja bíla á undanförnum árum. Búast má við að nýr Capri fái aðeins meiri veg- hæð en áður og fái annað sett af hurðum fyrir aftursætisfarþegana. Að öllum líkindum kemur hann á sama undirvagni og nýr Explorer og fær því líkast til sama vélbúnað. n Ford Capri næstur með MEB-undirvagni SsangYong eða ekki, bíllinn mun alla vega heita Torres EVX. MYND/KG MOBILITY njall@frettabladid.is SsangYong-merkið er ekki dautt úr öllum æðum því í vikunni kynnti merkið nýjan raf bíl sem kallast Torres EVX. Bíllinn verður form- lega frumsýndur á bílasýningunni í Seúl í næstu viku ásamt nokkrum tilraunabílum frá merkinu. Árið 2020 fór SsangYong-merkið í gjaldþrot þegar eigandi þess, Mahindra, hætti að dæla í það pen- ingum. Árið 2022 var það næstum keypt af Edison Motors en hætt var við kaupin. Stutt er síðan merkið var keypt af KG Group og hefur nafninu verið breytt í KG Mobility. Ef mynd- irnar af bílnum er skoðaðar vel sést ekkert SsangYong-merki á bílnum. Rafdrifinn Torres er mjög ólíkur Torres með brunahreyfli en er samt með sama undirvagni. Það er aðal- lega framendinn sem er frábrugðinn með þunnum ljósum og grilli, en einnig er innréttingin allt öðruvísi. Þar má sjá tvo margmiðlunarskjái og mun færri takka í mælaborðinu. Ef bíllinn notar sömu tækni og í Korando e-Motion er rafmótorinn frammi í og drifinn áfram af 61,5 kWst rafhlöðu með drægi nálægt 360 kílómetrum. n SsangYong kynnir nýjan rafbíl og nýtt nafn Hágæða hreinsiefni frá Koch-Chemie Skeljungur.iS | Skútuvogi 1 38 bílar FRÉTTABLAÐIÐ 25. MARS 2023 laUGarDaGUr

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.