Fréttablaðið - 25.03.2023, Blaðsíða 64
frettabladid.is
550 5000
RitstjóRn
ritstjorn@frettabladid.is
AuglýsingAdeild
auglysingar@frettabladid.is
PRentun & dReifing
Torg ehf.
2022 - 2025
bakþankar |
Óttars
Guðmundssonar
Í æsku minni var grímuball
Dansskóla Hermanns Ragnars á
öskudag víðfræg skemmtun. Börn
í furðubúningum þyrptust glöð í
bragði í Skátaheimilið við Snorra-
braut. Þau vissu ei litlu greyin að
þau væru að draga upp rasískar
staðalímyndir af öðrum þjóð-
félagshópum.
Ég var á þessu balli 1958 klæddur
sem sjóræningi. Í ljósi breyttra
viðhorfa ákvað ég fara á fund
í Sjálfshjálparsamtökum um
pólitíska rétthugsun. Ég tók til
máls og sagðist sjá eftir „menn-
ingarnáminu“ á grímuballinu. „Ég
var með lepp fyrir auga og alhæfði
þannig um útlit sjóræningja. Þetta
var niðurlægjandi fyrir þá og aðra
sjómenn!“
Næst tók til máls Hallgerður
langbrók. Hún sagðist alltaf hafa
verið pólitískt rétthugsandi. „Ég
átti þrjá eiginmenn sem allir slógu
mig utan undir. Ég lét drepa þá!“
Hún uppskar mikil fagnaðarlæti.
„Svona á að taka þessa ofbeldis-
menn,“ sagði þekkt hlaðvarpskona.
Jónas Hallgrímsson skáld stóð upp
og lýsti því hvernig honum tókst
að eyðileggja Sigurð Breiðfjörð
rímnaskáld með vægðarlausri
umfjöllun í fjölmiðlum. „Hann
var fyllibytta og kvennamaður
sem átti ekkert betra skilið!“ Eftir
kaffihlé tók fundarstjóri til máls
og brýndi fundarfólk til að halda
vöku sinni. „Nú eru bara tveir
pólitískt rétthugsandi karlmenn í
landinu: Bubbi M. og Gísli M. Við
skulum hylla þá og gjalda varhug
við öðrum.“
Fundurinn klappaði og fór með
þessa bæn: „Guð gefi mér æðru-
leysi til að stunda pólitíska rétt-
hugsun, kjark til að slaufa öllum
sem mér er sagt að slaufa og vit til
að hlusta ekki á neinar mótbárur.“
Ég dreif mig heim og leið mun
betur eftir fundinn. n
Rétthugsun
Fögnum sem OFTAST!
MOPSIG hnífapör
895,-/16 í setti
OFTAST hliðardiskar
150,-/stk.
REKO glös
395,-/6 í pk.
©
Inter IKEA System
s B.V. 2023
Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is
Frábært
úrval
páska-
eggja
DREYMIR
ÞIG UM
CLT HÚS?