Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Qupperneq 8

Skessuhorn - 09.11.2022, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 20228 Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar, sem haldinn var fimmtudaginn 3. nóvember, var lögð fram krafa frá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar vegna lokunar á húsnæði félagsins í Brákar ey snemma á síðasta ári. Í kröfunni má finna útreikning sem var unninn fyrir og af stjórn Forn- bílafjelags Borgarfjarðar vegna þess tjóns sem riftun leigusamnings Borgarbyggðar við Fornbílafjelagið hafi og muni valda því. Krafan sem er samtals upp á næstum 112 millj- ónir króna inniheldur meðal annars framkvæmdir á núverandi sýn- ingarsal, kaffistofu og að utan upp á rúmar 60 milljónir, framkvæmdir í fyrrum fjárrétt upp á rúmar 15 milljónir og tekjutap miðað við núverandi leigusamning sem gildir til ársins 2035 upp á 30 milljónir. Auk þess kemur fram í kröfunni að ekki liggi fyrir hvort félagið Ikan ehf. muni leggja fram bótakröfur á hendur Fornbílafjelaginu. „Fari svo mun slíku verða vísað áfram til Borgarbyggðar í ljósi riftunar samningsins við FBF. Með þeirri gjörð var samningssambandi á milli Ikan ehf. og FBF slitið. Það er viðurkennt af hálfu Borgarbyggðar. Tekið skal fram að okkur hefur ekki tekist að stöðva leigugreiðslur til félagsins frá Ikan ehf. eftir lokun húsnæðisins eða frá því mars á síð- asta ári. Leigugreiðslurnar hafa hins vegar verið skuldfærðar í bók- haldi FBF.“ Í bókun byggðarráðs kemur fram að ljóst er að ófyrirsjáan- legur kostnaður fyrir sveitarfélagið sem yrði í námunda við slíka fjár- hæð myndi hafa veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins og svig- rúm til fjárfestinga í nauðsynlegum innviðum. Byggðarráð fól sveitar- stjóra að vinna málið áfram gagn- vart stjórn Fornbílafjelagsins. vaks Eftir hádegi á sunnudaginn var lýst kjöri í kosningu um formann Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi flokks- ins sem haldinn var í Laugardals- höllinni. Var fundurinn sá fjöl- mennasti sem haldinn hefur verið. Mikillar eftirvæntingar gætti um úrslit kosninganna. Alls kusu 1.712 og voru gild atkvæði 1.700. Bjarni Benediktsson hlaut góða kosningu; 1.010 atkvæði eða 59,4%. Guð- laugur Þór Þórðarson fékk 687 atkvæði eða 40,4%. Aðrir fengu þrjú atkvæði. Bjarni hélt í kjölfarið sigurræðu, þakkaði gott traust flokksmanna og endaði ræðu sína á að segja; „hjarta mitt stækkaði töluvert mikið.“ Í kjölfarið fylgdi dynjandi lófaklapp. Guðlaugur Þór Þórðarson óskaði Bjarna innilega til hamingju með glæsilegt kjör og hvatti flokksmenn til dáða. Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir fékk góða kosningu í embætti vara- formanns. Loks bar Vilhjálmur Árnason alþingismaður sigur úr býtum í kosningu um ritara, en þrír voru í kjöri. mm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hlaut á lands- fundi flokksins nýverið góða kosn- ingu sem formaður. Fékk hún 94,59% greiddra atkvæða. Kristrún var reyndar eini frambjóðandinn sem skilaði inn framboði og tekur nú við keflinu af Loga Einarssyni alþingismanni. Varaformaður var kosinn Guðmundur Árni Stefáns- son úr Hafnarfirði og ritari er Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. mm Krefjast yfir 100 milljóna í bætur vegna lokunar í Brákarey Frá Brákarey. Í forgrunni er Grímshúsið en fjær er fjárréttin og mannvirki sláturhúss. Ljósm. mm. Ný forysta í Samfylkingunni Bjarni endurnýjaði umboð sitt til formennsku í Sjálfstæðisflokknum Þórdís Kolbrún, Bjarni og Vilhjálmur skipa nú æðstu embættin í flokknum. Ljósm. Sjálfstæðisflokkurinn. Fyrir jólin 2020 kviknaði sú hug- mynd í Grundarfirði að gera aðventuglugga í bænum. Þá voru samkomutakmarkanir vegna Covid en fólk var hvatt til að fara út og hreyfa sig. „Við vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til þess að lífga upp á bæjarlífið og úr varð þessi hugmynd. Við prófuðum að tala við grunnskólann og leik- skólann og buðum fyrirtækjum að taka þátt í þessu með okkur og allir voru til í það,“ segir Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður menn- ingarnefndar Grundarfjarðarbæjar. Hugmyndin er sú að þátttakendum er úthlutaður ákveðinn dagur í des- ember þar sem þeir eiga að kveikja á sínum glugga. Þá skreyta þeir gluggann sinn á þann hátt sem þeir vilja og þarf skreytingin að standa fram að þrettándanum. Grundar- fjarðarbær birtir svo mynd á Face- book síðu sinni á hverjum degi til jóla af aðventuglugga þess dags. Þar gefst fólki tækifæri á að giska á hvar í bænum glugginn er. Daginn eftir er svo staðsetning gluggans birt. „Árið 2020 settum við merk- ingar inn á götukort um hvar væri að finna gluggana, til að auðvelda fólki að ganga á milli og skoða þá, og við reiknum með að gera það aftur í ár,“ segir Þuríður. Í ár eru aðventugluggar settir upp í þriðja sinn og virðist þetta vera hefð sem komin er til að vera. Nú þegar er búið að panta nokkra glugga og greinilegt er að bæjar- búar eru spenntir fyrir aðventunni. Jólalög á aðventunni Nú er einnig hafin undirbúnings- vinna við upptökur á jólalögum í Grundarfirði. Ætlunin er að fá heimamenn til að syngja jólalög og verða 4-5 upptökur birtar á Youtu- be-rás Grundarfjarðarbæjar hvert sunnudagskvöld á aðventunni. „Við byrjuðum með þetta árið 2020 eins og með aðventugluggana því við vildum finna leið til að gleðja fólkið hér og halda tónleika. Þá tókum við upp fullt af lögum og birtum 4-5 upptökur á hverju sunnudags- kvöldi og líka á Þorláksmessu,“ segir Þuríður og bætir við að ætl- unin hafi verið að leika sama leik síðustu jól. „Við vorum með allt til- búið til þess að byrja að taka upp en þá skall á enn ein Covid-bylgjan þannig við þurftum að blása allt af. En nú keyrum við þetta aftur í gang,“ segir Þuríður. Margir Grundfirðingar eru með flottar raddir, að sögn Þuríðar og segir hún að árið 2020 hafi margir komið út úr skelinni með því að taka þátt í þessu verkefni. Hún von- ast einnig til að nemendur á öllum stigum grunnskólans verði með í ár. „Við erum að reyna í samstarfi við íþrótta- og æskulýðsnefnd að fá nemendur til að taka þátt sem upphitun fyrir Samfés því það eru margir í eldri hóp skólans sem eru með flottar raddir en við þurfum kannski að draga þær fram.“ Á mánudaginn síðasta var farið að auglýsa eftir þátttakendum og strax hafa fjórir skráð sig til leiks en upptökur fara af stað strax eftir helgi. Það eru menningarnefnd Grundarfjarðarbæjar og Þorkell Máni Þorkelsson organisti sem standa að þessu verkefni. gbþ /Ljósm. Grundarfjarðarbær Lífleg aðventa fram undan í Grundarfirði Einn aðventuglugganna í Grundarfirði um jólin 2020. Frá upptökum jólalaga 2020.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.