Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Page 10

Skessuhorn - 09.11.2022, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202210 Íslensku menntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessa- stöðum í síðustu viku. Markmið verðlaunanna er sem fyrr að vekja athygli á og hefja til vegs í samfé- laginu það metnaðarfulla og vand- aða starf sem unnið er með börnum og ungmennum á öllum skóla- stigum í landinu. Verðlaunin voru veitt í fjórum flokkum, auk hvatn- ingarverðlauna. Verðlaun fyrir framúrskar- andi skólastarf eða menntaumb- ætur hlaut Leikskólinn Rauðhóll í Reykavík fyrir fagmennsku og gæði í leikskólastarfi og öflugt þróunar- starf. Verðlaun sem framúrskarandi kennari hlaut Elísabet Ragnarsdóttir leikskólakennari og aðstoðarleik- skólastjóri við leikskólann Heiðar- borg í Reykjavík fyrir einstaka fag- mennsku við leikskólakennslu. Verðlaun fyrir framúrskarandi þró- unarverkefni hlaut þróunarverk- efnið Átthagafræði í Grunnskóla Snæfellsbæjar en það beinist að því að efla jákvæð og virk tengsl skóla og samfélags, þekkingu nemenda á heimabyggð sinni og auka fjöl- breytni í námi. Verðlaun fyrir fram- úrskarandi iðn- eða verkmenntun fékk Tækniskólinn fyrir átaksverk- efnið #kvennastarf sem unnið hefur verið á hans vegum í samvinnu við aðra iðn- og verkmenntaskóla og beinst hefur að því að vekja athygli á fjölbreyttum störfum í iðn-, tækni- og verkgreinum og benda á þann kynjamun sem hefur við- gengist í sumum starfsstéttum. Loks voru hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2022 veitt Menntaskóla Borgarfjarðar fyrir framsækna endurskoðun á námskrá með það að leiðarljósi að búa nem- endur sem best undir áskoranir í lífi og starfi í nútíð og framtíð. Loks má við þetta bæta að leik- skólinn Akrasel á Akranesi var til- nefndur til íslensku menntaverð- launanna í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntunarumbóta. Akrasel var tilnefndur fyrir mark- vissa, skapandi og faglega vinnu við umhverfismennt og öfluga þró- unarvinnu en skólinn hefur frá stofnun 2008 haft umhverfismennt og sjálfbærni að leiðarljósi. Skólinn vinnur á virkan hátt eftir hug- myndafræði um flæði, umhverfis- mennt og heilsueflandi leikskóla. mm Meðal þeirra verkefna sem tilnefnd höfðu verið til verðlauna í flokknum framúrskarandi þróunarverkefni var átthagafræðikennsla í Grunn- skóla Snæfellsbæjar. Skemmst er frá því að segja að skólinn hlaut verðlaunin í þeim flokki að þessu sinni. Fulltrúar Grunnskóla Snæ- fellsbæjar sem tóku við verðlaunum úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands voru þau Hilmar Már Arason skólastjóri og Vil- borg Lilja Stefánsdóttir ásamt átt- hagafræðiteymi skólans og þremur nemendum sem voru fulltrúar skól- ans. Stubbalækjarvirkjun ruddi brautina Ljóst er að þessi verðlaun eru mikil viðurkenning fyrir Grunn- skóla Snæfellsbæjar og þá áherslu sem búið er að leggja á kennslu í átthagafræði allt frá árinu 2009 þegar formlega var lagður grunnur að náminu með nýrri skólastefnu. Hilmar Már Arason skólastjóri segir í samtali við Skessuhorn að raunverulegt upphaf verkefnis- ins megi ef til vill rekja enn lengra aftur, eða til ársins 2003 þegar Stubbalækjarvirkjun við Lýsuhól hafi verið gerð. Fyrir það verkefni voru Haukur Þórðarson og nem- endur hans útnefndir Varðliðar umhverfisins. Árið 2009 höfðu skólar í sveitarfélaginu verið sam- einaðir og kviknaði þá áhugi meðal starfsfólks Grunnskóla Snæfells- bæjar fyrir aukinni áherslu á nám nemenda um heimabyggð sína. Í framhaldinu var skipuð nefnd sem vann að því að innleiða námsgrein- ina átthagafræði í grunnskólanum og verkefninu var formlega ýtt úr vör. Mikill heiður Hilmar Már skólastjóri segist að vonum vera afar stoltur af þessari vikurkenningu. „Þetta er mik- ill heiður fyrir skólann og í raun- inni allt samfélag okkar, því það eru allir þátttakendur í þessu verk- efni. Átthagafræðiteymið er hópur kennara sem skipuleggur og fylgir verkefninu eftir. En það er einnig allt starfsfólk skólans, nemendur, sveitarfélagið, fyrirtæki og stofn- anir einnig. Það er mikils um vert að börnunum finnst þetta gaman, þau finna að samhliða átthaga- fræðinni fá þau aukna fjölbreytni í nám og útivist. Það hafa að minnsta kosti þrjár mastersritgerðir verið skrifaðar um þetta nám hjá okkur,“ segir Hilmar Már og áréttar að verk efnið sé í sífelldri þróun. „Í raun er verið að kenna einhverja átthagafræði í öllum skólum lands- ins. Við höfum hins vegar verið að gera þetta með markvissari hætti og erum með sér námskrá í átthaga- fræði. Nú að undanförnu höfum við verið að fara í aukið samstarf við Þjóðgarðinn og það eru vissu- lega sóknarfæri fyrir okkur að nú er verið að taka í notkun nýja þjóð- garðsmiðstöð á Hellissandi. Þá eru einnig aukin sóknarfæri í þessu námi okkar með aukinni ferðaþjón- ustu á svæðinu. Við erum aftur að fara í ferðir á jökulinn, Láki tours hefur stutt okkur með siglingum, hellaskoðunarferðir eru farnar, skógrækt stunduð, birkifræsöfnun og sitthvað fleira sem allt er hluti af námskrá sem er í sífelldri þróun,“ segir Hilmar Már. „Í raun er það því allt samfé- lagið hér í Snæfellsbæ sem er að hljóta þessa viðurkenningu. Átt- hagafræðinámið er að draga fram það jákvæða í samfélaginu okkar og opnar augu nemenda fyrir þeim tækifærum sem eru á Snæfellsnesi öllu,“ segir skólastjórinn. Fræðsla um grenndarsamfélagið „Ákveðið var að námið gæfi möguleika á uppbroti hefðbundins náms, með sérstaka áherslu á upp- lifun sem lykilþátt í náminu,“ segir á heimasíðu verkefnisins. „Haustið 2009 fékk skólinn styrk úr Vonar- sjóði til að búa til námskrá í átt- hagafræði og tilraunaútgáfa kom út í janúar 2010. Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfé- lagið þar sem lykilþættir eru nátt- úra, umhverfi og saga bæjarfélags- ins. Námsgreinin snýst ekki síður um að nemendur kynnist samfé- lagi nútímans og þeim möguleikum sem þar búa til framtíðar. Í átthaga- fræði er áhersla lögð á vettvangs- ferðir, upplifun, kynningar, við- töl, miðlun, tjáningu og sköpun. Lögð er áhersla á að nemendur upplifi eigið samfélag en á þann hátt er stuðlað að jákvæðum sam- skiptum og samstarfi við einstak- linga, félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir í Snæfellsbæ. Með þessu móti byggir Grunnskóli Snæfells- bæjar upp virk tengsl við nærsam- félagið og tengir nám nemenda veruleikanum í bæjarfélaginu og eykur um leið fjölbreytni í námi,“ segir í námslýsingu. Markmið með átthagafræðslunni er að við lok grunnskólagöngu hafi námið skilað nemendum góðri þekkingu á heimabyggð sinni og kennt þeim vinnubrögð sem munu nýtast þeim vel í framtíðinni, hvort sem er í frekara námi eða þátttöku í atvinnulífi. Námskrá í átthaga- fræði er í tveimur hlutum, annars vegar fyrir starfsstöðvarnar norðan Fróðárheiðar; Ólafsvík og Hellis- sand og hins vegar fyrir starfs- stöðina sunnan heiðar; Lýsudeild. Í námskránni eru markmið hvers bekkjar sett fram og viðfangsefni skilgreind. Námskráin er fjölbreytt og gefur möguleika á ólíkum útfær- slum í kennslu. mm Vestlendingar áttu drjúgan skerf af íslensku menntaverðlaunum Átthagafræðinámið í Snæfellsbæ hlaut verðlaun Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og Gerði Kristnýju formanni dómnefndar. Ljósm. forsetaembættið. Stoltir fulltrúar Grunnskóla Snæfellsbæjar með verðlaun sín. Ljósm. forsetaembætti/ Birgir Ísleifur Gunnarsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.