Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Qupperneq 20

Skessuhorn - 09.11.2022, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202220 ,,Falið afl“ var yfirskrift sam- sýningarinnar sem haldin var á veitingastaðnum Grjótinu við Kirkjubraut á Akranesi á nýliðnum Vökudögum. Í sýningar skránni segir: „Nafnið er vísun í þá leyndu skapandi krafta sem búa meðal þátttakenda sem allir eru búsettir í bænum. Bak- grunnurinn er fjölbreyttur en það sem sameinar hópinn er áhugi og vitund um mikilvægi þess, hvernig listsköpun eflir og þroskar, bæði einstaklinginn sjálfan og það sam- félag sem hann býr í. Listsköpun er stór hluti af lífsgæðum og aðgengi að fjölbreyttri menningu eykur víðsýni, umburðarlyndi og færni borgaranna til samfélags- legrar þátttöku eflist.“ Áskorun að safna styrkjum Edda Agnarsdóttir átti hug- myndina að sýningunni og blaða- maður settist því niður með henni í smá spjall um sýninguna. Hvað getur þú sagt mér um þessa sýn- ingu? „Þetta er hugmynd sem ég fékk síðsumars, kannski heldur of seint, en fór samt að vinna að henni. Við vorum 37 talsins lista- mennirnir sem ætluðum í upphafi að taka þátt, en síðan kvarnaðist úr hópnum og við enduðum í 32 með heiðurslistamanninum Phil- ippe Ricart sem lést í júlí á síð- asta ári, 68 ára að aldri. Við vildum heiðra minningu hans, hann var einstakur listamaður og hafði alltaf opið hús hjá sér á Vökudögum.“ Philippe var bæjarlistamaður Akraness 1996-1997 og útilista- verkið Hnöttur eftir hann stendur á lóð leikskólans Teigasels á Akra- nesi. Edda segir að erfiðlega hefði gengið að fá stuðning hjá stórfyrir- tækjum og því hefðu þau leitað til minni fyrirtækja á Akranesi. Þau hefðu tekið þeim mjög vel og þá fengu þau styrk frá Akraneskaup- stað upp í næstum helming við kostnað sýningarinnar. En hver er helsti kostnaðurinn við svona sýningu? „Mesti kostn- aðurinn er vegna sýningarskrár- innar. Hún kostaði nánast eins og bók. Þar eru myndir af öllum listamönnunum og einnig verkum þeirra ásamt skrifum þeirra um verk sín. Við prentuðum 50 eintök sem fóru til listamannanna, til bæjarins og til þeirra sem styrktu okkur.“ Helena Guttormsdóttir setti upp sýninguna, skrifaði formála í sýningarskrána og texta um Phil- ippe Ricart. Unnur Jónsdóttir var grafískur hönnuður sýningar- skrár og auglýsinga. Um helm- ingur listamannanna sem var með verk á sýningunni í Grjótinu var einnig á öðrum stöðum með sýningar og opin hús á Vöku- dögum og segir Edda að þetta hafi því verið frekar snúið. „Sumir áttu verk í þetta konsept, í ljósi stærðar rýmisins varð það að vera 30x30 cm að stærð. Ekki mátti fara út fyrir það, þannig að allar myndirnar eru jafnstórar og með þrjá grunna sem mátti nota, en þeir voru venjulegur strigi á blindramma, náttúrustrigi á blindramma og tré. Stundum þurftum við að lagfæra og breyta og bæta, en þetta tókst farsællega að lokum.“ Vantar smá kraft En hvaðan fékkstu þessa hug- mynd? „Ég hef alltaf vitað að það væri mjög margt fólk að sinna list á Akranesi og hér hafa verið opnuð gallerí sem hafa gengið misjafn- lega, verslanir og vinnustofur. Að mínu mati hefur listsköpun ekki notið nægilegs stuðnings og til að mynda hefur engin samsýning listamanna verið hér síðan 2004. Okkur vantar að sameina kraftana til fá stuðning, bæði frá bæjarfé- laginu og fyrirtækjunum í bænum. Skapandi þættir eins og listir, sem er auðvitað ansi víðfeðmt hugtak, situr að stórum hluta hjá. Í skólum eru kenndar íþróttir/leikfimi, en þar eru einnig kenndir skap- andi þættir eins og myndmennt, handmennt og heimilisfræði. Það kostar sitt að halda uppi menn- ingunni hérna og einnig auka skilning á að list innifelur metnað, hugmyndaauðgi og frumkvæði og er nauðsynleg hverju samfélagi.“ Stefnið þið á að hafa svona sýn- ingu árlega? „Við stefnum á áfram- haldandi samvinnu í einhverri mynd en hvort það verður önnur samsýning að ári verður að koma í ljós. Aðsóknin á sýninguna var alveg gífurlega góð og til dæmis komu yfir 150 manns á form- legu opnunina þá fjóra tíma sem var opið þann daginn. Við viljum tryggja þetta betur, gera meira úr þessum hópi og hafa þetta í fastari skorðum, til dæmis að búa til félag í kringum þetta. Þetta var frumraun hjá okkur og hjálpar okkur mikið við að byggja þetta upp,“ segir Edda að endingu en hún er grunn- skólakennari með myndmennt sem valgrein og starfaði lengi við grunnskólana á Akranesi. vaks Lista- og menningarhátíðin Vöku- dagar stóð yfir á Akranesi frá 27. október og lauk á sunnudaginn, 6. nóvember. Óhætt er að segja að dagskráin hafi verið fjölbreytt og margir viðburðir voru í gangi allan þennan tíma. Blaðamenn og ljósmyndarar Skessuhorns fylgdu hátíðinni eftir og meðfylgjandi myndir voru teknar í liðinni viku. mm Vökudagar runnu sitt skeið Kirkjukór Akraneskirkju flutti á laugardaginn Sálumessu eftir Gabriel Fauré í Hafbjargarhúsinu á Breið. Tónlistarhúsið var vissulega óvenjulegt en uppfærsla verksins metnaðarfull. Ljósm. ki. „Við munum halda áfram“ Rætt við Eddu Agnarsdóttur um samsýninguna ,,Falið afl“ 32 listamanna Félagsstarf eldri borgara hélt handverksmarkað á Dalbraut 4 og seldi kaffi. Mjög vel var mætt. Ljósm. ki. Edda Agnarsdóttir átti hugmyndina að samsýningunni „Falið afl.“ Ljósm. vaks Nokkur verkanna á sýningunni. Bergrós Kjartansdóttir var með sýninguna Sjalaseið í Stúku- húsinu í Görðum og kynnti samnefnda bók sína um leið. Ljósm. ki Elstu börnin á leikskólanum Vallarseli á Akranesi héldu á föstudaginn tónleika í Tónbergi. Þar fluttu þau lög úr Ávaxtakörfunni. Tónleikarnir voru vel sóttir og stóðu allir sig reglulega vel. Ljósm. gbþ Kómedíuleikhúsið sýndi á þriðjudaginn í síðustu viku Tindátana í Bókasafni Akraness. Sýningin var skuggaleikhús fyrir börn á öllum aldri. Hér er Elfar Logi Hannesson sem stóð í ströngu. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.