Skessuhorn


Skessuhorn - 09.11.2022, Síða 26

Skessuhorn - 09.11.2022, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 202226 Skammhlaup 2022 í Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi fór fram síðasta fimmtudag. Það var nú haldið í annað sinn á þessu ári en því hafði áður verið frestað síðustu tvö ár vegna faraldursins. Skamm- hlaupið var fyrst haldið árið 1999 og megintilgangurinn alltaf verið sá að brjóta upp kennsluna í skól- anum og hafa smá fjör og gaman í bland við fíflagang. Alls kepptu í ár sex lið nemenda sem var skipt upp eftir litum og voru um 50 manns í hverju liði. Fjörið hófst rétt fyrir hádegi með pylsuveislu og síðan var skrúð- ganga nemenda í lögreglufylgd frá skólanum niður í íþróttahúsið við Vestur götu þar sem keppnin hófst. Þar var keppt í ullarsokkaboð- hlaupi, þrautabraut, stígvélasparki, limbó og reiptogi. Að því loknu var farið aftur upp í skóla þar sem alls kyns þrautir voru lagðar fyrir liðin og lauk keppninni á sal þar sem þau tóku þátt í planki, að verpa eggjum, „silly walk“ og örleikriti. Sigur- vegarar dagsins voru bláa liðið og um kvöldið var svo ball á Gamla Kaupfélaginu til að ljúka Skamm- hlaupinu með stæl. Blaðamaður Skessuhorns fylgdist með deginum og smellti af nokkrum myndum. vaks Boðið var upp á pylsu með öllu í mötuneytinu. Fjör á Skammhlaupi í FVA Það var mikið undir í ullarsokkaboðhlaupinu. Bláa liðið vann ullarsokkaboðhlaupið. Hvítir voru með besta stuðningsliðið. Þessi tvö úr bláa liðinu unnu stígvélasparkið. Hvítir gerðu hvað sem þeir gátu í reiptoginu. Grænir tóku einnig vel á því. Bláir voru bestir í reiptoginu. Kennarar klæddu sig í búninga í tilefni dagsins.Það var vel tekið á því í plankinu. Þessir þrír entust lengst. Örleikritin voru á alla vegu. Nemendur skemmtu sér vel. Bláa liðið sigraði í Skammhlaupinu. Trausti Gylfason kennari var kynnir í keppninni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.