AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 59

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2003, Side 59
Oft er ekki önnur lausn í boði en að staðsetja ruslagáma á bíla- stæðinu. _ Ekkert pláss er fyrir gáma og ekki verður betur séð en að hönn- uðir hafi „gleyrnt" að gera ráð fyrir því að úrgangur fylgdi starfsemi í húsinu. _ Mörg dæmi eru þar sem blasir við, að staðurinn þar sem ruslið er, hafi verið „redding" á síðustu stundu. Hvað er til ráða? Við hjá Gámaþjónustunni reynum stöðugt að koma til móts við þarf- ir viðskiptavina okkar. Okkur er það fullljóst að gámar eru ekkert sérstakt augnayndi og því eðlilegt að húsráðendur vilji að sem minnst beri á þeim. Þess vegna höfum við málað gáma í þeim lit- um sem óskað hefur verið eftir. Gott dæmi um slíkt eru gámarnir fyrir norðan Nýherjahúsið en þeir falla vel inn í umhverfið. Fleiri dæmi eru um að gámar hafi verið málaðir í sama lit og umhverfið. Best væri þó að hönnuðir húsa hefðu samráð við okkur áður en hús eru byggð. Við búum yfir allri sérþekkingu á þessu sviði sem þörf er á. Hægt er að benda á góðar lausnir eins og þær að gera ráð fyrir nokkrum tegundum gáma og tunna í afgirtu gerði, ná- lægt húsum, sem stóri bílar kæmust þó að. Þeir þættir sem hönnuðir húsa og lóða mættu taka með í reikninginn eru: _ Útbúa þarf sérstakt svæði utan- húss, nálægt húsinu en með að- gengi fyrir stóra bíla. _ Óþarfi er að reisa byggingar í kringum tunnur, kör og gáma. Nægilegt er að reisa létta skjól- veggi t.d. timburveggi með góð- um hliðum. _ Gera þarf ráð fyrir nokkrum minni gámum fyrir mismunandi úrgang. Með samvinnu og góðu sam- ráði er hægt að finna lausnir á úr- gangsmálum í atvinnurekstri sem Til fyrirmyndar. Hér er ílátum komið fyrir utanhúss, auðvelt er fjölga ílátum í samræmi við flokkun, gott aðgengi er að geymslunni og loftræstingin kemur í veg fyrir lyktarvandamál. Athugið þó að þetta er íbúðabyggð en ekki atvinnuhúsnæði. / An example of receptacles separated from the buildíng; a large number are easily coordinated, allowing good access to the well-ventilated storage area. Note this solution is for a housing complex and not an industríal one. Hér er enginn gámur sjáanlegur. Þarna leynist samt 16 rúmmetra gámur. / The 16 cubic-metre disposal unit is hidden from view. auðvelda störf starfsmanna og sparar fé með góðu skipulagi. ■ Höfundur er markaðsstjóri Gáma- þjónustunnar hf. RENNISLÍTT • Flotílagnir í nýbyggingar • Verksmiðju- og lagergólf • Sérstök bílageymslugólf • Afrétting gólfa undir gólfefni • Tilboðsgerð og ráðgjöf 57

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.