AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 17
Leiguíbúðir við Hrafnistu i Hafnarfirði
síðum gluggum á göngum sem
snúa út í garðrýmið.
í tengibyggingu er ofanljós í þaki
og op í plötum á milli hæða til að
gefa húsinu meiri rýmd og tengsl
á milli hæða, þar sem setustofur
og samkomusalur eru staðsett.
Inn á baðherbergi er rennihurð til
að auðvelda aðgengi og ekki er
hefbundinn sturtubotn í baðher-
bergi heldur er vatnshalli tekinn í
gólfið fyrir sturtuna. Inn í svefnher-
bergi er breið rennihurð, einföld í
minni íbúðunum og tvöföld í þeim
stærri. Þetta hefur tvíþættan til-
gang, annars vegar að gera heim-
ilisfólki sem er sjúkt og ekki ról-
fært unnt að vera í tengslum við
gesti og maka frammi í stofu og
eldhúsi, þó að það sé rúmliggj-
andi. Hins vegar er hægt að hafa
dyrnar opnar dagsdaglega og
verður íbúðin við það opnari og
rýmri. Eldhúsin eru opin og í bein-
um tengslum við stofuna. Gluggar
í íbúðunum eru stórir og í endaí-
búðum eru horngluggar, enda er
útsýni úr íbúðum mjög fallegt,
hraunið, Esjan, Hafnarfjörður,
Faxaflói.
í tengibyggingu eru setustofur á
hverri hæð og á 1. hæð er sam-
komusalur til afnota fyrir íbúana,
fyrir íbúafundi og önnur veislu-
höld. Úr salnum er hægt að fara
beint út í skjólgóðan garð sem af-
markast af íbúðarálmunum og
tengibyggingunni.
Undir húsunum er bílakjallari sem
tengist íbúðunum, kjallarinn teng-
ist einnig Hrafnistu, þ.e. það er
innangengt á milli íbúðarhúsa og
Hrafnistu. ■
Hönnuðir eru:
Aðalhönnuður
Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar
ehf
Verkfræðihönnun
VSÓ Ráðgjöf
Lóðarhönnun
Landark
!Jrður j Section.
1t nn n«| -1
t n ti t n --
~!s jju n 1 ”1
Iggg j lLl
n
J s
15