AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 40
Jórunn Ragnarsdóttir, arkitekt
Teiknistofa Lederer,
Ragnarsdóttur og
Oei í Stuttgart
Teiknistofa okkar var stofnuð árið
1979 og þar eru nú yfir 20 starfs-
menn (15 arkitektar og fimm arki-
tektúrnemar í starfsnámi). Til þess
að starfsmennirnir komist í sem
nánast samband við verkefni stof-
unnar vinna þeir í litlum hópum.
Hver hópur heldur saman meðan
verkefnið varir og náið samstarf er
á milli hópanna. Þetta vinnulag
kann fljótt á litið að virðast heldur
óhagkvæmt og ósveigjanlegt.
Engu að síður er það reynsla okk-
ar að þetta fyrirkomulag hafi mjög
góð áhrif á starfsánægjuna - og
hvers getur maður óskað sér
frekar en áhugasams samstarfs-
fólks?
Teiknistofan leggur ríka áherslu á
að takast á við nýstárleg verkefni.
Um árabil höfum við aflað slíkra
verkefna, mestmegnis með þátt-
töku í samkeppnum. Af þessum
sökum skipa samkeppnir, auk
reglubundinna verkefna, ríkan
sess í starfseminni. En þátttaka í
samkeppnum er ekki aðeins að-
ferð til að afla nýrra verkefna,
heldur gefur hún ekki síður tæki-
færi til að takast á við áskoranir
líðandi stundar. Einnig reynir
teiknistofan að koma sér á fram-
færi hjá aðstandendum lokaðra
samkeppna með því að sýna
skyld verkefni og taka þátt í sýn-
ingum og ýmiss konar útgáfu-
verkefnum. Frumskissur sem gefa
vísbendingu um heildstæða
hönnunarhugmynd, nákvæm flat-
argreining og vinnulíkön gegna
einnig þýðingarmiklu hlutverki í
þessu sambandi. Á árinu 2003
hefur teiknistofunni m.a. tekist að
vinna til verðlauna í samkeppni
um viðbyggingu við höfuðstöðvar
kaþólsku kirkjunnar í Rottenburg
(Tubingen), starfsmenntaakademí-
una í Lörrach, Hús kirkjunnar í
Heilbronn og heimavist ásamt
kennaraíbúðum í Schwábisch
Gmund. Önnur mikilvæg verkefni
sem teiknistofa okkar hefur feng-
ist við, s.s. bygging raforkufyrir-
tækisins EVS (EnBW) í Stuttgart
(1997), Salem International Col-
lege í Uberlingen (2000) og
skólabygging og íþróttahús í Ost-
fildern (2002), eiga einnig rætur
að rekja til þátttöku í samkeppn-
um.
Það er markmið teiknistofu okkar
að koma fram með skýra stefnu á
sviði arkitektúrs sem lýsa má með
þessum orðum: „Við lítum til baka
á 4000 ára byggingarsögu þar
sem maðurinn hefur skapað sér
rými sem svara líkamlegum og
sálrænum þörfum hans. Þessi
rými búa yfir merkingu sem gerir
þau að sendiboðum menningar-
legrar arfleifðar - þau skilgreina
staði og hitta í mark vegna áþreif-
anlegra og skynrænna
eiginleika sinna. Hví skyldum við
þá leitast við að skapa gegnsæ
rými sem segja okkur þegar við
göngum inn í þau: Þú ert aftur
komin(n) út!“
Þetta eru einkunnarorð okkar. Og
afstaðan sem í þeim felst varpar
jafnframt Ijósi á nálægð hins hlað-
na útveggjar. Þar sem aðrir skera
göt í útveggina og glerja þau til að
hampa gegnsæi arkitektúrs sam-
tímans, þar sem fíngerð glerhimna
reynir að má út markalínuna milli
þess sem er inni og úti - þar vilj-
um við sýna að við höfum aðra
afstöðu. Rýmin sem við hönnum
eru oftast umlukin traustri
steinkápu, því við viljum að hægt
sé að skynja hinn líkamlega
þunga.
„Hvað gerir módernisminn okkur
með því að byggja útvegginn úr
gleri jaegar ekki er þörf á gleri frá
sjónarhóli hönnunarinnar? Hvaða
hag höfum við af því að láta fólk
sem gengur upp stiga fá á tilfinn-
inguna að það sé úti, þótt það sé
í raun inni? Gerir þessi tilhneiging
til gegnsæis, til útiveru, ekki
möguleika arkitektúrsins fátæk-
legri? (Arno Lederer).
„Inni er öðruvísi en úti“ - með
þessum orðum erum við ekki að
boða skýra aðgreiningu á milli
innri og ytri rýma í byggingum,
heldur að hafna þránni eftir því að
eyða muninum á inni og úti. Við
lítum á rýmið sem áþreifanlegan
ramma sem með efnislegri
stemmningu og Ijósleiðni greinir
sig skýrt frá hinu óskýra ytra um-
hverfi.
Við reynum að mæta „hvarfi inn-
rýmisins" fyrir tilverknað gegnsæ-
isins, með arkitektúr sem lætur
okkur skynja rýmin sem líkamleg
hylki. Um þetta má viðhafa
sömu orð og gilda um byggingar
Emils Steffans: „Enginn mun
skynja þennan arkitektúr sem
kaldan, fjarlægan, óvenjulegan, til-
gerðarlegan og gervilegan. Þvert
á móti er hann hlýr, kunnuglegur
og nánast sjálfsagður. Ástæðan
fyrir þessu er efnisleg holdgerving
hans (...) og formin sem eru hluti
af sögulegu minni okkar.“ Við
hönnun nýrra rýma leggjum við
áherslu á að vistarverur bygging-
arinnar, sem virka þungar og efn-
islegar, séu hvorki þröngar né
þrúgandi. Þvert á móti reynir hér
einmitt á sérstök gæði vinnunnar:
Með þaulhugsuðu Ijósflæði er
reynt að skapa björt, en um leið
skýrt afmörkuð rými.
38