AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 62
Pétur H. Armannsson, arkitekt
Valin verk - morceaux choisis - er
yfirskrift sýningar á tíu verkum
franska arkitektsins Dominique
Perraults sem opnuð verður í
Listasafni Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu 15. nóvember nk. Sýningin
er hingað komin að frumkvæði
Alliance Frangaise á íslandi og
með stuðningi franska sendiráðs-
ins hér. Hún er unnin af AFAA
(deild franska menningarmála-
ráðuneytisins sem sér um list-
kynningar) í samráði við vinnu-
stofu Perraults sem farandsýning
ætluð til kynningar á verkum
hans á alþjóðlegum vettvangi.
Dominique Perrault fæddist í
Clermont-Ferrand í Frakklandi árið
1953. Hann lauk prófi í arkitektúr
frá Ecolé des Beaux-Arts í París
árið 1978. Eftir framhaldsnám í
skipulagsfræði og sagnfræði hóf
hann rekstur eigin teiknistofu
árið 1981. Þáttaskil urðu á ferli
hans árið 1989 er hann hlaut 1.
verðlaun í alþjóðlegri samkeppni
um þjóðarbókhlöðu Frakklands.
Bókhlaðan var seinust en jafn-
framt mikilvægust í röð svo-
nefndra risaverkefna (grand proj-
ects) sem Frangois Mitterand
Frakklandsforseti átti frumkvæði
að. Þessi mikla bygging, sem í
umfangi er nær því að vera hluti
hverfis en stök bygging, var full-
gerð árið 1995. Hún vakti strax
alþjóðlega athygli og skapaði höf-
undinum sess við hlið Jean Nou-
vels sem öðrum virtasta núlifandi
arkitekt Frakklands. Bókhlaðan
hlaut Evrópuverðlaunin í arkitektúr
kennd við skála Mies van der
Rohe í Barcelona árið 1996, sem
dæmi um mikilvægt framlag nú-
tímarkitektúrs til borgarmyndar
Parísar. Um þá verðlaunaveitingu
var fjallað í AVS í 2. tbl. 1997.
Tveimur árum eftir sigurinn í þjóð-
arbókhlöðukeppninni vann
Perrault aðra alþjóðlega sam-
keppni um hjólreiðavöll, ólympíska
sundhöll og dýfingarlaug í Berlín.
Ljósmyndir og teíkningar af þess-
um verkefnum eru meðal þess
sem sjá má á sýningunni í Hafnar-
húsinu.
Ef eitthvað eitt atriði er einkenn-
andi fyrir byggingarlist Perraults
þá er það hugmynd hans um
samband byggingar og landslags.
Hann lítur á lóðina og landið sem
sitt byggingarefni, fremur en gler,
steypu og stál. Að hans mati felst
hönnun bygginga í umbreytingu
þess landslags sem fyrir er á
hverjum stað fremur en því að
reisa hús í hefðbundnum skilningi.
í hans huga er „það að skapa
staði [..] áhugaverðari hugmynd
en sú að reisa byggingu". Perrault
nálgast oft viðfangsefni sín í arki-
tektúr líkt og konsept-listamaður
og verk hans eru undir augljósum
áhrifum af umhverfislist (land-art).
Það er því ekki tilviljun að margar
af hans kunnustu byggingum eru
grafnar niður í jörðina, eru eitt
með landinu. Þó verk Perraults
minni þannig oft fremur á landslag
en byggingar hefur hann mikinn
áhuga á borginni. Hann hafnar þó
því að vinna eftir gefnum forskrift-
um um gerð hennar, byggðri á
rómantískri fortíðarþrá. Það er
táknrænt að vinnustofa hans í
60