AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 45
Kynning á hönnuði
einingin skyldi gerð úr málmefni.
Sigríður lagði áherslu á að ál yrði
notað og var það mögulegt vegna
þeirrar sérstöðu sem IKEA er með
vegna magns. Því það er í raun
dýrara að framleiða ál en stál og
flóknara framleiðsluferli. Útkoman
var hillukerfi með viðarhillum og
skápum í stíl, sem hafa nú verið til
sölu hjá IKEA í yfir 3 ár. En sér-
staða einingarinnar er léttleikinn,
stílhreint nútímalegt yfirbragð og
festingin sem heldur einingunni
tryggilega upp að vegg með
nokkrum skrúfum. Hönnun hjá
IKEA felst gjarnan í því að vöruflutn-
ingsrýmið sé vel nýtt, og er því
gjarnan unnið með kónísk form í
mörgum stærðum sem falla vel
saman í flutningum, því framleiðslu-
kostnaður er lægri en
flutningskostnaður.
Undanfarið ár hefur Sigríður unnið
að gerð fjölda spegla, handunnum
körfum og línu fyrir barnaherbergi.
Hjá IKEA er mikið athafnafrelsi, en
auk þess að hanna eftir fyrirfram
ákveðnum beiðnum, sinnir Sigríður
samskiptum við hönnunarskóla
víðsvegar um heiminn. Þannig
gefst námsmönnum tækifæri að
vinna tillögur að vörum, sem mögu-
lega komast í framleiðslu hjá IKEA.
„Það væri þarft innlegg fyrir íslenska
nýsköpun og unga hönnuði, að
veitt væri mánaðarlegt framlag til
sprotafyrirtækja í tiltekinn tíma með-
an þau eru að koma sér af stað,
samanber stuðningskerfi í Svíþjóð",
minnist Sigríður á.
Að lokum bendir Sigríður á þann
möguleika, sem íslenskir framleið-
endur ættu að skoða. „Hér er
margt fært handverksfólk og fyrir-
tæki með þekkingu á nútímabúnaði
og samskiptahæfni, sem gætu
boðið erlendum þróunarfyrirtækjum
uppá þjónustu við framleiðslu á
smærra upplagi. Erlendir framleið-
endur eiga til að horfa fram hjá
smærri vöruframleiðslu og gæti það
verið útflutnings- og þjónustutæki-
færi sem verðugt væri að skoða
fyrir íslenskt atvinnulíf". ■
43
yvv\A