AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 49

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 49
Ljósmyndir/ Photos Heikkenen+Komonen Arkitektúr,sem verður til úr þvi aðstöðu þar sem þeir gætu hvílt sig og matreitt. Arkitektarnir ákváðu að raða hinum ýmsum sjúkradeildum niður í ferhyrnda byggingu en milli þeirra voru opn- ar verandir. Þakið sameinaði lengjuna en það var lagt 3 mm þykkum leirflísum úr álíka moldar- blöndu og byggingin nema hér var trefjagleri bætt við. Fyrir að- standendur hönnuðu arkitektarnir hefðbundna hringlaga kofa með stráþökum en rafmagn fyrir læknaþjónustuna og kælingu á læknaáhöldum var fengið með sólarplötum. Ári síðar bað Eila Kivekás arkitektana um að hanna lítið hús fyrir sig með tveimur gestaherbergjum þar sem hún gæti dvalið hluta úr árinu og tekið þátt í starfsemi félagsins. Arkitekt- arnir kusu sama byggingarefnið fyrir heimili Eilu, sem var staðsett á hæð í útjaðri Mali. Til þess að ná fram svala og náttúrlegri loft- ræstingu fyrir bæði herbergin og byggingarefnin, voru frumþættirnir þeir sömu og í heilsugæslustöð- inni. Hvert herbergi var hugsað sem einstök eining og var þeim raðað í röð samhliða hlíðinni með veröndum á milli þeirra en þakið sameinaði ólíkar vistarverurnar. Svo virtist sem allt húsið andaði að sér loftslaginu: veggirnir og þunnar leirflísarnar á þakinu voru gerðar úr efnabundinni moldar- blöndunni, gólfið var gert úr hand- gerðum leirflísum eftir konur sem unnu við leirmunagerð, austurhlið- in var gerð úr fléttuðum bambus, garðurinn til vesturs var hlaðinn steinveggjum og gróðursettur ávaxtatrjám og blómstrandi runn- um og allar verandirnar opnuðust til vesturs út að fjallahringnum við sjónarrönd. Indigo félagið jók starfsemi sína og Mikko Heikk- enen og Markku Komonen voru beðnir um að hanna fleiri bygg- ingar: tvær grunnskólabyggingar árið 1997 og skóla fyrir kjúklinga- ræktun ári síðar, sem reyndist sá fyrsti sinnar tegundar í Gíneu. Vegna staðhátta mótuðu arkitekt- arnir nýja húsagerð fyrir skólana, hefðbundna en væri jafnframt sveigjanleg og gæti staðið í mis- munandi landslagi og byggð úr Fyrír aðstandendur sjúklinganna hönnuðu arkitektarnir hefðbundna hringlaga kofa með stráþökum. / For the patients’ relatives, the architects designed traditional round cottages with straw roofs. hátt verð og slæma einangrun. Viðurkenndasta og ákjósanlegasta byggingarefnið var án efa efnabundnir moldarklossar, þeir bæði kældu bygginguna á daginn og héldu hitavarmanum yfir nóttina. Moldin var líka að- gengileg nærri alls staðar og menn kunnu vel til verka. Blandan er gerð úr mold sem bætt er með 2% af sementi sem bindiefni til þess að ná réttu rakastigi. Síðan eru klossarnir handpressaðir og þjappaðir saman en sú með- höndlun þarfnast góðrar verk- kunnáttu og nákvæmrar bygging- artækni því þeir eru viðkvæmir fyrir bjögun og vandavinna að skera þá til. Með þessa þekkingu í farteskinu tókust Heikkenen og Komonen á við fyrsta verkefnið, árið 1994, að hanna heilsugæslu- stöð með mæðradeild, í bænum Mali í Gíneu. Þeir settu sér sem skilyrði að hanna bæði vistvænt og heimilislegt umhverfi og not- uðu því byggingarefni fengið á staðnum, nefnilega moldarkloss- ana. Mikill hluti þeirra 2000 sjúkl- inga, sem heilsugæslustöðin þjónaði, kom langt að í fylgd að- standenda, sem líka þörfnuðust 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.