AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 55
hönnun en borgarskipulag. Nauð-
syn góðrar hönnunar við skipulag
er öllum Ijós og á sér langa hefð
hér á landi en til að skipulagsleg
markmið náist, verður oftast að
beita fleiri aðferðum en þeim sem
teljast til hönnunar.
Ágæt aðferð til að átta sig á inni-
haldi skipulags er að „lesa lands-
lag“ og reyna að skilja hversvegna
borgarlandslag eða annað lands-
lag lítur út eins og raun ber vitni.
Inn í þann lestur fléttast óhjá-
kvæmilega jarðfræði, landfræði,
veðurfræði, sagnfræði, hagfræði,
lögfræði, tækni- og verkþekking,
félagsfræði, hönnunarhefð og ríkj-
andi straumar og stefnur hverju
sinni. Svona landslagslestur er
vísþending um til hvaða þátta þarf
að taka tillit við skipulagsgerð.
Öllum er Ijós nauðsyn þess að
taka tillit til náttúrufars, jarðvegs,
sólfars og vinda og ríkjandi
smekks hvað varðar útlit húsa og
andrúmsloft hverfa. Minna er hins
vegar rætt um félaglega og hag-
ræna þætti við skipulag eða það
sem kalla mætti pólitíska hlið
skipulagsvinnu. Ákvarðanir yfir-
valda um notkun og nýtingu lands
eru óhjákvæmilega pólitískar sök-
um þess að í yfirráðum yfir landi
felast ákveðin völd, hvernig þessu
valdi er úthlutað (þ.e. með skipu-
lagsákvörðunum) hefur áhrif á
uppbyggingu samfélagsins. Þetta
birtist skipulagsráðgjöfum kannski
ekki í daglegri vinnu þeirra en
nauðsynlegt er að þeir geri sér
þetta Ijóst og hagi vinnubrögðum
sínum í samræmi við það. Til að
vel takist til þurfa skipulagsráð-
gjafar því að vinna með yfirvöld-
um, almenningi og hagsmunaaðil-
um öllum. í þessu samstarfi
gegna skipulagsráðgjafar hlutverki
leiðbeinenda. Þeir eru faglegir
ráðgjafar sem þurfa að þekkja
þarfir samfélagsins og hafa auk
þess tæknilega þekkingu á þeim
þáttum sem snerta skipulag, s.s.
á náttúrufari, umferð og byggða-
mynstri og hafa innsýn í þróun
hagrænna, félagslegra og nú í
ríkjandi mæli umhverfislegra þátta.
Auk þessa þurfa skipulagsráðgjaf-
ar að þekkja og kunna að beita
aðferðum sáttasemjara því
óhjákvæmilega þurfa þeir að
sætta oft ólík sjónarmið. Þessar
auknu kröfur til skipulagsgerðar
leiða til þess að skipulagsáætlanir
verða varla unnar nema með
þverfaglegu samstarfi sérfræð-
inga.
Sú aukna umræða um skipulags-
mál, sem fyrr er getið, hefur hvatt
bæði leika og lærða til að kynna
sér skipulag og gerir um leið sífellt
meiri kröfur til skipulagsráðgjafa.
Þetta er ánægjuleg þróun sem
hvetur til faglegra vinnubragða og
gagnrýninnar uppbyggingu skipu-
lagsfræða sem rétt eins og aðrar
fræðigreinar - og skipulagsáætl-
anir - þurfa að vera I stöðugri
endurskoðun og uppbyggingu. ■
(Greinarkom þetta birtist að hluta til áður í
Arkitíðindum 2002).
^ ön n TTn J S m í ð i 7 V i ð g e r ð i r 7 Þ j ó n u s t a
Heildarlausnir
*=rð hugmynd ,M = HÉÐINN =
ððfllllnlx* I M Stórás6• IS-210 Garðabæ
—— U 11U íl n U VerKl Sími: 569 2100 «Fax: 569 2101 •www.hedinn.is