AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 20

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 20
'c æ TO c CO c o w JÖ O D JÖ O Ríkið og fagstéttirnar hafa brugð- ist skyldum sínum gagnvart öldruðum. 1. Fjöldi tiltölulega frísks eldra fólks eykst í Evrópu og á sama tíma hefur hlutfall þeirra sem eru 60 ára og eldri og eru í fullri vinnu lækkað mjög mikið, en þó minnst á íslandi. Þetta ástand hefur skapað félagslegt og pólitískt vandamál þar sem margir aldraðir þurfa á meðulum að halda við leiða og þunglyndi. Ríkið og fag- stéttirnar líta að verulegu leyti framhjá þessu vandamáli. (Nor- ræn rannsókn árið 2000). 2. Ellilífeyrir á íslandi eykst ekki í samræmi við launaþróun launa- manna. Sama þróun er víða í Evr- ópu. Skattar á lág laun og ellilífeyri aukast. Fjöldi lífeyrisþega hefur Verður Evrópa að- setur fátækra gamalmenna? aukist en þeir taka ekki þátt í framleiðslu eða atvinnulífinu. Þeir verða hlutlausir borgarar. Af þess- um sökum hafa færri og færri aldraðir ákvörðunarvald í „brúnni“, t.d. í ríkisstjórninni, sem þingmenn eða nálægt þeim sem ákveða lög og skatta. Þeír sem ákvarða þessi mál eru yngri og taka ekki tillit til aðstæðna aldraðra. 3. Það eru þónokkrar konur í stjórn Félags eldri borgara og þeim fjölgar stöðugt. Skrifstofu- stjórinn hjá okkur er kona. En konurnar eru of fáar. Að hluta er þetta vegna þess að frá 1960- 1970 þegar konur streymdu út á vinnumarkaðinn höfðu konur ekki náð að mennta sig jafnmikið og karlmenn. Ég er þeirrar skoðunar að þetta muni breytast og að heimilisstörfum verði skipt jafnar ef þetta á að fara vel. 4. Okkar kröfur eru eftirfarandi: Að grunnlífeyrir hækki í samræmi við launaþróun og að allir fái grunnlífeyri burtséð frá tekjum. Sama gildir um viðbótarlífeyri og lægri skatta, sérstaklega á eigin íbúðarhúsnæði. í dag fær mikill hluti lífeyrisþega lífeyri sem ekki nær „minimal existens index“ (íslensk statistik). Dómsmál þessu viðvíkjandi hefur verið rekið frá 1.11 .“02. Við á íslandi erum þeirr- ar skoðunar að lífeyri sem er til kominn vegna fjármagnsávöxtun- ar eigi að skattleggja eins og fjár- magnstekjur, þ.e. 10%, en ekki eins og venjulegar tekjur, 38,74%. Tveir prófessorar við lagadeild Háskóla íslands sem stunda kennslu á þessu sviði taka undir þessa túlkun. Fjármálaráðuneytið er sammála okkur um að skera þurfi úr þessu máli með dómi. Forsætisráðherra setti nefnd á laggirnar, skipaða af ríkisstjórninni og eldri borgurum. Niðurstaðan var að fjölga þyrfti hjúkrunarpláss- um og síðan fékkst smávægileg hækkun á ellilaun. 5. Afstaða samfélagsins til aldr- aðra? Áður fyrr tóku aldraðir meiri þátt í þjóðfélaginu. Við tókum þátt í að koma menningu og jafvel vinnuaðferðum til skila til unga fólksins. Aldraðir bjuggu með ungu fólki t.d. úti á landi. Hér hafa átt sér stað miklar breytingar. Há- tækniþróun, breyttar aðstæður fjölskyldna, þéttbýlisþróun, úti- vinna beggja foreldra þar sem enginn er heima að degi til hefur leitt til eftirfarandi þróunar.' Heimil- isaðstæður hafa breyst þannig að aldraðir geta ekki lengur búið hjá börnum sínum. Maður hefur það á tilfinningunni að aldraðir séu orðnir utanveltu í þjóðfélaginu og að það sé ekki lengur þörf fyrir þá. 6. Langtíma faraldsfræðilegar rannsóknir á líkamsheilsu aldraðra á íslandi (Hjartavernd, Ó. Ólafsson o.fl.) hafa sýnt fram á að 70 ára fólk í dag býr við mun betri heilsu en sjötugt fólk fyrir 20-30 árum. M.a. er hér um að ræða heilbrigðari lungu (minni reyking- ar), færri hjartasjúkdóma, lægra kolesterol og blóðþrýsting og betra almennt ástand. Þessum rannsóknum ber saman við sænskar rannsóknir (prof. Svanborg, Gautaborg og rann- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.