AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 14
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, skipulagsfræðingur
Reykjavíkurborg og aðgengi
fyrir alla
Allir hafa sama rétt til
þess að ferðast um,
starfa og njóta þeirrar
þjónustu, menningar og
gæða sem borgin hefur
upp á að bjóða. Til þess
að svo megi verða þarf
að tryggja aðgengi þeirra
sem eiga við einhvers
konar hömlun að stríða,
hvort sem er vegna fötl-
unar, aldurs eða annars.
Reykjavíkurborg hefur
sinnt þessu hlutverki vel og er fyr-
irmynd annarra sveitarfélaga í
þessum efnum. Þetta hefur verið
gert með því að bæta aðgengi
fatlaðra og annarra á stígum og
gatnamótum borgarinnar í sam-
vinnu við samtök fatlaðra allt frá
miðjum síðasta áratug og stofnun
Ferlinefndar Reykjavíkur um miðj-
an áratuginn. í kjölfar stofnunar
nefndarinnar var gerð
úttekt á aðgengi að
stofnunum og fyrir-
tækjum í eigu borg-
arinnar sem leiddi til
þess að hafist var
handa að bæta að-
gengi að þeim. Úr-
bætur á stígum,
gatnamótum og
byggingum í eigu
borgarinnar hafa
tekist vel, svo vel að
eftir hefur verið tekið
og borgin verðlaunuð fyrir.
Við gerð deiliskipulags og bygg-
ingu húsa er fylgt eftir ákvæðum í
skipulagsreglugerð og byggingar-
reglugerð. (skipulagsreglugerð er
kveðið á um að tekið skuli tillit til
þarfa barna, fatlaðra og aldraðra
við ákvörðun um landnotkun, göt-
ur, bílastæði og útivistarsvæði. í
byggingarreglugerð eru ákvæði
um fjölda bílastæða fyrir fatlaða,
aðgengi að byggingum og að í
háhýsum fyrir íbúðir skuli vera ein
íbúð sem er fyrir fatlaða.
Gatnamálastofa á umhverfis- og
tæknisviði Reykjavíkur sér um ný-
byggingu og viðhald gatna- og
stígakerfis borgarinnar og er við
allar framkvæmdir og endurbætur
tekið sérstakt tillit til þarfa fatlaðra.
Allt frá árinu 1995, í kjölfarið á
sérstakri úttekt sem gerð var á
aðgengi stígakerfisins, hefur verið
unnið markvisst að endurbótum
aðgengis og hefur árlega verið
veitt fé til þessara mála.
Framkvæmdir hafa einkum falist í
að lagfæra niðurtektir við gatna-
mót í eldri hverfum borgarinnar
með tilliti til þarfa fatlaðra og að
fjölga bekkjum við stíga. Endur-
bætur á aðgengi á vegum gatna-
málastjóra eru kortlagðar og hægt
er að nálgast upplýsingar um þær
hjá honum.
Fasteignastofa á umhverfis- og
tæknisviði Reykjavíkur vinnur að
því að bæta aðgengi að fasteign-
um Reykjavíkurborgar, jafnt utan-
sem innandyra. Sem
dæmi um
endurbætur utandyra
má nefna að bílastæði
eru sérmerkt, snjó-
bræðslu hefur verið
komið fyrir í gangstétt-
um, skábrautir gerðar,
þröskuldar lækkaðir og
komið fyrir
rafdrifnum hurðaopnur-
um. Dæmi um endur-
bætur innandyra eru
merkingar á glerflötum
á gönguleiðum, tröppu-
nef og salernisaðstaða hefur verið
bætt. Jafnframt hefur verið unnið
að uppsetningu á fólks-, hjóla-
stóla- og sundlaugarlyftum. Árið
2003 er lögð áhersla á að bæta
aðgengi í grunnskólum, leikskól-
um, íþróttamannvirkjum, borgar-
skrifstofum og menningarstofnun-
um.
Þó svo að hér að framan hafi ver-
ið fjallað um endurbætur sem
eíga að bæta aðgengi fatlaðra þá
gagnast þær ekki síður þeim sem
eiga við einhvers konar hömlun
að stríða og því liður í því að
bæta aðgengi fyrir alla eins og
segir. ■
12
LjósmJ Photos. Halldór Jónsson, RagnarTh., Halldór Karlsson