AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 58
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur
FRAM-
HALDSLIF
STEINANNA
Höggmyndir Arnar Þorsteinssonar
Höggmyndalistin er sennilega elst
allra sjónlista, kemur alls staðar
við sögu þar sem örlar á samfé-
lagi manna. Ásmundur Sveinsson
taldi meira að segja að hún hefði
numið ísland á undan mönnum í
formi útskorinna öndvegissúlna.
Fyrri hluti 20stu aldar var blóma-
skeið nútímalegrar höggmynda-
listar, tímabil Jacobs Epstein,
Constantins Brancusi og Henrys
Moore, framsækinna listamanna
sem hjuggu í allrahanda viðar-og
steintegundir.
Á sínum tíma bar Sigurjón Ólafs-
son höfuð og herðar yfir íslenska
samtímamenn sína í höggmynda-
list - Ásmundur sérhæfði sig í
mótun mynda, ekki steinhöggi
eða tréskurði - en í seinni tíð hafa
tveir ólíkir listamenn framar öðru
látið að sér kveða á þessu sviði,
þeir Páll Guðmundsson frá Húsa-
felli og Örn Þorsteinsson.
Örn, sem fæddur er árið 1948, á
að baki farsælan feril í mörgum
greinum sjónlista. Eftir listnám við
Myndlista- og handíðaskóla
íslands og Konunglega listaskól-
ann í Stokkhólmi 1966-72 fékkst
hann við að mála, teikna og gera
grafíkmyndir, en á níunda ára-
tugnum hneigðist hugur hans
smám saman til þrívíddarlista,
bæði myndmótunar og mynd-
höggs. Nú er svo komið að högg-
myndalistin á hug Arnar allan.
Hefur hann gerst eins konar far-
andlistamaður í þessari grein,
ferðast um með meitla sína,
hamra og önnur tól til að klappa í
grjót á ýmsum stöðum á landinu,
en einnig úti í löndum. Hann á að
baki höggmyndavertíðir á Græn-
landi og í Noregi, en á síðast-
nefnda staðnum fékkst hann að-
allega við að vinna í tré og steypa
myndir. Hér á landi hefur Örn
unnið að steinhöggi að Lónkoti í
Skagafirði, úti í Vestmannaeyjum
og í Hornafirði, og notast þá ein-
vörðungu við steintegundir sem
fyrir eru á þessum stöðum.
Fyrir stuttu var sett upp sýning á
úrvali þessara „staðbundnu"
höggmynda í miðrými Kjarvals-
staða, sem staðfesti svo ekki varð
um villst sérstöðu Arnar í
56