AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 54

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.09.2003, Blaðsíða 54
Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur, forstöðum. Skipulags- og byggingarsviðs, Reykjavík Um skipulag og hlutverk ráðgjafa Á undanförnum árum og misser- um hefur aukinn áhugi á umhverf- is- og skipulagsmálum berlega komið í Ijós. í þessari grein verður fjallað um þennan aukna áhuga, viðbrögð við honum og hlutverk skipulagsráðgjafa í því sambandi. Um skipulagsmál Aukinn áhugi á skipulagsmálum er annars vegar afrakstur aukinn- ar upplýsingar og umhverfisvit- undar almennings og er hins veg- ar sprottinn upp í kjölfar vaxandi mengunar og slæmrar nýtingar á landi og landsgæðum. Hið síðar- nefnda eru oft kallað rýrnandi um- hverfisgæði í mörgum vestrænum ríkjum. Skipulagsáætlun er lýðræðislegt stjórntæki yfirvalda (hér sveitarfé- laga) til að stýra og hafa áhrif á framtíðarþróun byggðar og sér til aðstoðar ráða þau til sín sérfræð- inga til að setja raunhæf og skyn- samleg markmið og til að sinna skipulagsgerð. Skipulag gengur út á að sam- ræma mismunandi þarfir, skoðan- ir, markmið og óskir. Allar ákvarð- anir sem teknar eru í skipulagi þarf að vera hægt að rökstyðja og því er nauðsynlegt að leiðarljös og markmið séu sanngjörn, skýr og öllum Ijós. Algengt er að borgir á vesturlönd- um setji sér markmið sem stuðla að endurheimt umhverfisgæða, draga úr mengun og landbruðli. Þessi markmið eru í anda þeirra viðhorfa sem hafa verið áberandi í vestrænum skipulagsfræðum í meira en áratug og kennd eru við ný-borgvæðingu (new urbanism). Um þessa stefnu hefur vissulega verið deilt en margar borgir bæði austan hafs og vestan hafa til- einkað sér aðferðir hennar. Megináherslur ný-borgvæðingar felast í því að við skipulagsgerð sé tekið tillit til eftirfarandi þátta: • Lífskjara og félagslegrar einingar íbúanna. Til að stuðla að þessu er t.a.m. gert ráð fyrir að byggt sé þétt, þannig að grannar deili með sér görðum og opnum svæðum. • Áherslu á gönguleiðir og göngu- færi íbúa til að sækja sér nauð- synlega þjónustu. • Minnkandi áherslu á bíla og bíl- væðingu. Bílskúrum er komið fyrir baka til á lóðum og stæði við göt- ur koma í stað stórra bílastæða og áhersla á almenningssam- göngur er aukin. • Blöndunar byggðar. Horfið er frá skipulagsaðferðum eftirstríðsár- anna þar sem gert var ráð fyrir einsleitum úthverfum með stórum lóðum og lítilli blöndun samfélags- hópa. Þessi nálgun krefst þverfaglegrar samvinnu og hefur af þeim sökum verið bent á að hún geti hvatt til endurnýjunar borga vegna þess að hún stuðli að lausnum á bæði félagslegum og skipulagslegum vandamálum. Til að þessi aðferð beri árangur þarf almenningur að geta tekið þátt í henni. Til að auð- velda slíka þátttöku þarf almenn- ingur að vera meðvitaður um rót vandans (rýrnandi umhverfis- gæði), tilbúinn til að takast á við hann og skilja þær aðferðir sem vænlegar eru til að ná úrbótum. Upplýsing og fræðsla til almenn- ings er því nauðsynleg hér eins og í öðrum umbótaverkefnum. Útfærsla þeirra markmiða sem valdhafar setja í aðalskipulagi, í hvaða anda sem þau eru, er síð- an í höndum skipulagsráðgjafa, embættismanna og framkvæmd- araðila sem að lokum koma skipulaginu í framkvæmd. Til að vel til takist er nauðsynlegt að þessir aðilar skilji hvernig ákvarð- anataka um landnotkun og land- nýtingu hefur áhrif á lífskjör í við- komandi sveitarfélagi og kunni að beita þeim aðferðum sem væn- legastar eru til að markmiðum sé náð. Um hlutverk skipulagsráð- gjafa Skipulagsgerð er tiltölulega ungt fag á íslandi en vinna við það hef- ur þróast líkt og í öðrum vestræn- um ríkjum, frá því að vera einkum unnið af tæknimönnum til þess sem nú tíðkast að skipulag sé unnið í samstarfi fjölmargra fagað- ila. Eitt af því sem oft er gagnrýnt þegar fjallað er um skipulagsmál er svokallaður skortur á heildar- sýn. Sannarlega verður mikilvægi heildarsýnar við skipulag seint ofmetið - gott skipulag verður ekki unnið í þröngri afmörkun hvorki hvað varðar rými né efnis- tök. Skipulagsstigin tvö, sem sveitarfélög sinna upp á sitt ein- dæmi, aðal- og deiliskipulagsstig, gera nokkuð ólíkar kröfur til skipu- lagsráðgjafa en engu að síður gilda þau markmið sem mótuð eru í aðalskipulagi við deiliskipu- lagsgerð. Þannig er tryggt að skipulagsráðgjafi haldi þeirri sýn að verkefnið sé hluti af stærra samhengi jafnvel þó deiliskipu- lagseiningar gefi oft freistandi til- efni til meiri áherslu á borgar- 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.