Bændablaðið - 23.03.2023, Side 21

Bændablaðið - 23.03.2023, Side 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Landbúnaðarháskóla Íslands. Menntun er mikilvægur grund­ völlur nýliðunar, það hefur sýnt sig eftir að lífræn braut var sett á legg á Garðyrkjuskólanum að Reykjum. Þó vissulega búi bændur hér á landi yfir þekkingu sem vert er að deila er ljóst að sækja þarf þekkingu erlendis, sér í lagi tæknilega þekkingu, og mannauð í kennslu og rannsóknir. Það er mjög mikilvægt að árlega sé þróunarfé veitt inn í greinina, en það hefur ekki verið gert með skipulögðum hætti hér á landi,“ segir Eygló. „Tillögurnar spanna ágætlega þá athygli sem þarf að vera á framleiðsluhliðinni annars vegar, svo sem endurskoðun stuðningskerfisins, og markaðshliðinni hins vegar. Lífrænt Ísland verkefnið yrði fest í sessi enn frekar og stækkað en því var komið á legg að erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel. Upplýsingagjöf gagnvart neytendum og öðrum innkaupaaðilum er mjög mikilvæg enda eru þeirra ákvarðanir hvað mest ráðandi um framtíðina. Lögð er áhersla á að eyrnamerkja fé til vöruþróunar á lífrænni framleiðslu sem er mjög mikilvægt til að gera vörur sýnilegri og ákjósanlegri í augum neytenda. Líkt og nefnt er í tillögunum eru ýmis tækifæri ónýtt hér á landi þegar kemur að því að sækja fram, en vottuð lífræn framleiðsla hefur tækifæri hvort sem er hér á heimamarkaði eða til útflutnings,“ segir Eygló enn fremur um tillögurnar.Hún telur að það séu traustar forsendur fyrir aðgerðaráætlun um eflingu lífrænnar framleiðslu hér á landi og ávinningur í því bæði fyrir umhverfið og almannaheill í framtíðinni að taka ákveðin skref til framtíðar. Um 81 prósent svarenda mjög eða frekar jákvæðir Í mars 2020 lét VOR vinna fyrir sig netkönnun um viðhorf fólks til lífrænnar framleiðslu. Zenter rannsóknir stóðu að könnuninni. Um 2.600 manna úrtak var að ræða og svöruðu 1.353, fjórum spurningum. Fyrst var spurt; hversu jákvæður eða neikvæður ert þú gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi. Um 50 prósent svarenda voru mjög jákvæðir gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi, um 31 prósent frekar jákvæðir, tæp 17 prósent hvorki jákvæðir né neikvæðir, 1,6 prósent frekar neikvæðir og tæpt eitt prósent svarenda mjög neikvæðir. Næst var spurt um, hver væri helsta ástæðan fyrir afstöðunni gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi. Um 24,6 prósent töldu lífræna framleiðslu vera góða fyrir umhverfið, rúm 20 prósent sögðu framleiðsluna holla, 14 prósent góðan valkost, tæp 14 prósent að í framleiðslunni væri minna af eiturefnum og aukaefnum, 12,7 prósent að íslensk framleiðsla væri jákvæð og rúm sjö prósent að um hreina framleiðslu væri að ræða. Þegar spurt var um hvort fólk veldi lífrænar íslenskar matvörur umfram hefðbundnar íslenskar matvörur, þegar þær stæðu til boða, sögðust 5,6 prósent gera það alltaf, tæp 24 prósent oft, 47,7 prósent stundum og 22,8 prósent sögðust aldrei gera það. Varðandi það sem skiptir mestu máli við val á lífrænum íslenskum vörum (kjöti, mjólkurvörum, grænmeti, kornvörum og annarri matvöru) sögðu flestir ástæðuna vera að ekkert skordýraeitur væri í þessum vörum, eða 49,6 prósent, 48,3 prósent nefndu gæði, 38,1 prósent nefndu dýravelferð og 25,4 prósent að í þeim væru engar erfðabreyttar lífverur. Lífrænt Ísland Eygló segir að þessi könnun hafi sýnt ótvíræða jákvæðni neytenda gagnvart lífrænni framleiðslu og gefi góða innsýn í viðhorf þeirra. Verkefnið Lífrænt Ísland var stofnað í kjölfarið, en það er samstarfsverkefni VOR, Bændasamtaka Íslands og matvælaráðuneytisins. Markmið þess er að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. „Maður hlýtur að ætla að framtíð lífrænnar ræktunar sé bara björt. Þau fyrirtæki sem hafa rutt brautina frá byrjun eða svo gott sem, eins og Biobú, Móðir Jörð, Villimey, Brauðhúsið og fleiri, eru komin til að vera og taka pláss á markaði. Það verður ekki annað séð en að þau lönd sem settu sér stefnu og markmið hafi gert rétt og séu að njóta ávaxtanna af því. Ekki síst umhverfislega og bætt sinn jarðveg á allan hátt. Það er því eðlilegt að ætla kerfinu að þjónusta þessa grein og á það leggjum við áherslu, annað væri órökrétt,“ segir Eygló. Áburðarmálin ein helsta áskorunin Fagráð í lífrænum landbúnaði hélt málþing 2. mars þar sem tekist var á við framtíðar áburðarframleiðslu fyrir lífræna matvælaframleiðslu, sem er ein helsta áskorunin fyrir framþróun í þessum geira landbúnaðarins. Eygló segir að bændur séu að framleiða eins mikinn áburð heima á bæjum og þeir geta gert. „Þá reynir á að býlin séu vel tækjum búin til að geta komið lífrænu efni með sem bestum hætti í áburðarhæft form, eins og til dæmis með vandaðri safnhaugagerð, sem verður alltaf hjartað í lífrænum búskap að ég tel. En margir munu þurfa að sækja efni utan frá og einstök býli geta tekið að sér það hlutverk að vinna hráefni frá öðrum, svo sem sveitarfélögum, og það eru nú þegar dæmi um slíkt hér á landi. Við í VOR veltum þó einnig fyrir okkur að væntanlegar lífgaskerfi sem eru á teikniborðinu til dæmis í kringum landeldið gætu orðið kröftugt innlegg inn í þróun lífræns landbúnaðar hér á landi og göngum reyndar út frá því enda eru þessi kerfi að þjóna lífrænum bændum til dæmis í Danmörku. Það þarf væntanlega að gera ráð fyrir fjölbreyttum lausnum enda eru skilyrði þvert yfir landið mjög ólík og mikilvægt að skoða það kerfi sem á að þjóna lífrænni framleiðslu því áburður er grunnhráefnið,“ útskýrir Eygló. 20% afsláttur af öllum innréttingum til páska. Við aðstoðum þig við hönnun á þinni drauma innréttingu. Sauðfjárbændurnir Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson í Sölvanesi í Skagafirði tóku við vottunarskírteinum sínum á sýningunni Íslenskur landbúnaður sem haldin var í Laugardalshöll í október á síðasta ári. Formaður Félags framleiðenda í lífrænt vottaðri matvælaframleiðslu telur að hægt væri að auka hlutfall vottaðs landbúnaðarlands hratt ef sauðfjárræktin myndi taka við sér. Mynd / Lífrænt Ísland Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri mjólkurvinnslunnar Biobús. Þar er stefnt að mikill framleiðsluaukningu á þessu ári. Mynd / smh Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR og bóndi í Vallanesi. Mynd / Aðsend

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.