Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Endurheimt vistkerfa Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Nú þegar er fjöldi verkefna víða um heim farin að skila árangri við endurheimt vistkerfa. Mossy Earth vinnur af hugsjón. Megináhersla er að vinna með vistkerfi sem fyrir voru í landinu og í tilfelli Íslands er endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) og endurheimt votlendis í hávegum. Ekki er unnið að framleiðslu vottaðra kolefniseininga né öðrum beinum fjárhagslegum ávinningi. Á þremur árum hefur Mossy Earh átt í farsælu samstarfi við Skógræktina og hafa þau nú þegar gróðursett 60.000 birkiplöntur til endurreisnar skógar á rofnu landi. Nú hafa þau áhuga á að vinna enn frekar að endurreisn skógarvistkerfa á Íslandi og vilja hefja samstarf við bændur eða aðra landeigendur. Mjög upplýsandi og greinargóðar umfjallanir um verkefni þeirra er að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mossy.earth, og vert er að mæla mjög með Youtube-síðu þeirra því þar er fjöldann allan af fróðleik að finna. Skógræktin getur haft milligöngu um samband við Mossy Earth. Áhugasamir geta sent tölvupóst á throstur@skogur.is. /HGSBirkiplanta í mel. Mynd / Aðsend Landbúnaður skilvirkari með gervigreind? Tölvutæknin hefur tekið stökk í þróun undanfarin misseri með tilkomu gervigreindar. Bænda- blaðið lagði spurningu fyrir gervi- greindarforritið ChatGPT um væntanleg áhrif gervigreindar á landbúnaðinn og svaraði forritið á prýðilegri íslensku. „Megin markmiðið með gervigreind er að þjálfa tölvur og kerfi til að geta greint, skilið og lært af gögnum án mannlegs inngripunar. Þetta getur verið mjög gagnlegt í mörgum mismunandi sviðum, og landbúnaður er engin undantekning. Gervigreind getur hjálpað landbúnaðarstofnunum og bændum með að safna saman og greina gögn um gróður, dýr, veðurfar og jarðveg, með það að markmiði að bæta upp á framleiðslu og hagkvæmni í landbúnaði. Gervigreind getur hjálpað við að finna skilvirkari leiðir til að plægja, rækta og skordýraverjast, sem getur aukið framleiðslu og minnkað þarfir á notkun árgangsins áhrifaefna og viðskiptum á milli landa. Einnig getur gervigreind verið notuð til að bera saman upplýsingar um landbúnaðarframleiðslu á milli mismunandi svæða, til að finna fram á skilvirkari hætti til að nýta auðlindir og minnka umhverfisáhrifin sem tengjast landbúnaðarframleiðslu. Á samanburðarlega stuttum tíma hefur gervigreind verið notuð í landbúnaði til að bæta upp á upplýsingar um plöntur, veðurfarsupplýsingar, veiðarfæri og margt fleira, og tæknin er í vöxt í landbúnaðarsektornum,“ skrifaði ChatGPT. Samkvæmt þessu svari þurfa bændur ekki að óttast að gervigreind geri þá atvinnulausa, heldur að tæknibreytingar muni auka afköst og gæði framleiðslu. /ÁL Ný steypustöð Ný steypustöð gæti risið í Hruna- mannahreppi á næstunni. Sveitarstjórn hreppsins barst nýlega erindi frá fyrirtækinu B.R. Sverrissyni ehf. þar sem er óskað eftir viðræðum við forsvarsmenn sveitarfélagsins um lóð vegna mögulegrar uppbyggingar á steypustöð í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn fagnaði hug- myndinni og fól sveitarstjóra og oddvita að kanna þá möguleika, sem felast í óbyggðum svæðum við Flatholt undir steypustöð. „Þetta mál er enn á algjöru frumstigi. Þetta er spennandi og mögulega verður eitthvað þarna að veruleika,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps. /MHH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.