Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 26

Bændablaðið - 23.03.2023, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 FJÓSA- INNRÉTTINGAR DSD fjósainnréttingar sem framleiddar eru í Hollandi eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar kýr og hafa þegar sannað gildi sitt í íslenskum fjósum. Innréttingarnar eru hannaðar og prófaðar eftir ströngustu gæðakröfum og miða að velferð bæði dýra og manna. Áralöng reynsla hefur leitt af sér innréttingakerfi sem auðvelt er að aðlaga nánast öllum þörfum nútímafjósa. Hafðu samband: bondi@byko.is TIL Á LAGER UTAN ÚR HEIMI Norðmenn borða kjöt Reykt kjöt frá Noregi eða spekemat. Hlutfall Norðmanna sem ekki borða kjöt helst stöðugt. Mynd / Øyvind Holmstad – Wikimedia Commons Ný könnun sýnir að 96 prósent Norðmanna borða kjöt, sem er svipað hlutfall og hefur verið undanfarin tíu til fimmtán ár. Í könnuninni kemur fram að sjö prósent norsku þjóðarinnar skilgreinir sig sem sveigjanlegar grænmetisætur (n. fleksitarian) sem leyfa sér að borða kjötmeti við ákveðnar aðstæður. Einungis fjögur prósent lætur kjötbita aldrei inn fyrir sínar varir. Ungt fólk sýnir grænmetisfæði meiri áhuga en þeir sem yngri eru. Þrátt fyrir þetta borða hinar yngri kynslóðir meira kjöt en þær eldri. Frá þessu greinir Landbruk 24. Í sömu könnun var fólk innt eftir hvaða nýju fæðutegundir það vildi prufa. 46 prósent segjast vilja prufa þörunga, 29 prósent myndu borða skordýr, 24 prósent vilja borða kjöt framleitt á rannsóknarstofu og 22 prósent segjast sátt við að borða erfðabreytta fæðu. /ÁL Minnka skaða rops Finnska mjólkursamlagið Valio og rannsóknamiðstöð Finnlands, VTT, hafa farið af stað í tilrauna- verkefni styrkt af ESB með það markmið að umbreyta metani við fjós í koltvísýring. Helming sótspors mjólkur- framleiðslu má rekja til metanríks rops nautgripa eða metans frá haughúsum. Báðar þessar lofttegundir teljast til gróðurhúsalofttegunda, en metan hefur til skamms tíma 28 sinnum meiri áhrif til hlýnunar jarðar en koltvísýringurinn. Í andrúmsloftinu brotnar metan niður á tíu til tólf árum, en tæknin sem er til skoðunar flýtir því ferli. Innan Evrópusambandsins ber landbúnaður ábyrgð á tíu prósent losunar. Af sótspori landbúnaðarins í heild má rekja 43 prósent til ropans sem myndast við meltingu jórturdýra. Frá þessu er greint á heimasíðu VTT. Tæknin sem verið er að skoða byggir á plasma, eða rafgasi, sem getur skilið metan í frumeindir sínar, sem eru vetni og kol. Við það verður til önnur gróðurhúsategund, koltvísýringur, sem þrátt fyrir að vera skaðleg, hefur mun minni áhrif til loftslagsbreytinga samanborið við metan. Rafgas myndast þegar rafeindirnar í lofttegund ná ákveðnu hitastigi. Rafgas finnst meðal annars í norðurljósum og flúrperum. Plasmabúnaðinum er komið fyrir utan við gripahúsin og á að geta umbreytt 90 prósent metansins í minna skaðlegar gróðurhúsalofttegundir. Tæknin er talin geta minnkað losun mjólkurframleiðslu um 30 til 40 prósent. ESB stefnir að kolefnishlutlausum landbúnaði árið 2035 og eru forsvarsmenn verkefnisins bjartsýnir á að þetta sé ein lausn af mörgum í þá átt. /ÁL Finnskar kýr á beit. Mynd / Jamo Images Hampur sem hænsnafóður Nýlega var lögð fram í Bandaríkjum Norður- Ameríku beiðni um leyfi til að nota hamp í fóður fyrir hænur. Verði beiðnin samþykkt verður hænsnahöldurum veitt leyfi til að gefa varppúddunum hampfræ og hampkökur sem unnar eru úr iðnaðarhampi. Umsóknin er lögð fram eftir tveggja ára rannsóknir á hampfóðri fyrir varphænur. Niðurstöður rann- sóknanna eru sagðar sýna að hampurinn hefur engin skaðleg áhrif á hænurnar né þeirra sem neyta eggjanna. Fáist leyfi samþykkt verður það mikill akkur fyrir hampræktendur í Bandaríkjunum því markaður fyrir hænsna- fóður þar er gríðarlega stór. /VH Rannsóknir: Erfðatæknin gæti bjargað banananum Bananar eru vinsæl ber og heimsframleiðsla á þeim hátt í 150 milljón tonn á ári. Nánast öll þessi milljón tonn eru bananar af sama yrkinu sem kallast Cavendish. Við erum því í raun öll að borða sama bananann. Sveppurinn FR4 hefur lengi ógnað bananarækt í heiminum og jafnvel talið að hætta þurfi ræktun þeirra eða draga verulega úr henni. Nýjar rannsóknir í erfðafræði lofa góðu og geta hugsanlega komið uppáhalds bananayrkinu okkar til bjargar. Þrátt fyrir að það finnist yfir þúsund yrki af bönunum er nánast eingöngu eitt sem er fáanlegt í verslunum hér á landi og víðast á Vesturlöndum, enda ríflega 90% af öllum bönunum í boði. Cavendish er hluti af daglegum kosti hundruð milljóna manna. Cavendish er frá Kína Yrkið er gamalt og kemur upp- runa lega frá Kína. Ræktun þess var almenn um 1950 og tók það við af yrkinu Gros Michel sem var óræktunarhæft vegna sveppasýkingar sem lagðist á rætur plantnanna og kallast Pananaveiki. Cavendish-bananar þykja ekki jafn bragðgóðir og Gros Michel en líf- og geymslutími þess er lengri. Sveppasýking Yrkið Cavendish hefur átt undir högg að sækja undanfarinn áratug. Ástæðan er Fusarium sveppur sem hefur breiðst hratt út og drepur plönturnar. Útbreiðsla sveppsins hófst á Fiji- eyjum og barst þaðan um Asíu til Afríku og Mið-Austurlanda. Sveppurinn, sem kallast Fusarium oxy- sporum f.sp. cubense TR4, hefur herjað á bananarækt í Asíu í rúm tuttugu ár og gert mikinn usla í Kína, Indónesíu, M a l a s í u og Taívan. Árið 2013 varð hans fyrst vart í Afríku og síðan hefur hann verið að breiðast út þar sem bananar eru ræktaðir í álfunni og yfir til Mið-Ameríku. Helsta ástæða hraðrar útbreiðslu sveppsins er sögð vera alþjóðleg verslun og flutningur á bönunum milli landa. Á sama tíma og sýking vegna sveppsins breiðist út hefur verið reynt að finna yrki sem getur komið í staðinn fyrir Cavendish en þær prófanir skilað litlu. Sveppurinn hefur lagst á mörg þeirra og þau sem þola hann hafa ekki reynst eins bragðgóð og með eins langan geymslutíma og Cavendish. Innanrotnun Fusarium TR4 lifir í jarðvegi og smitast með æðakerfi bananaplantna og veldur því að þær rotna innan frá. Eftir sýkingu dregur verulega úr uppskeru og drepast plönturnar vanalega á innan við þremur árum. Sveppurinn hefur því valdið ræktendum miklu tapi og þar sem ekki hefur fundist leið til að vinna á honum eftir að hann finnst í jarðvegi þarf að hætta bananaræktuninni. Stórfyrirtæki og bananabarónar leysa það með því að flytja ræktunina annað en flutningunum fylgir að fella þarf náttúrulega skóga og brjóta nýtt land undir nýrækt á bönunum. S m á b æ n d u r hafa sjaldnast möguleika til þess og sitja því eftir með sárt ennið og þurfa að finna sér aðrar tegundir til ræktunar. Tilraunir með erfðatækni Fyrirtæki sem þekkt er fyrir umfangsmikla bananarækt í Mið- Ameríku og víðar um heim hefur á undanförnum árum gert tilraunir með að erfðabreyta Cavendis og öðrum yrkjum til að þola sýkingu sveppsins og ræktun þeirra á tilraunaökrum í Hondúras. Niðurstöður rannsóknanna og kortlagning erfðamengis bananaplöntunnar lofa góðu og vísbendingar eru um að búið sé að finna gen sem aukið gætu mótstöðu þeirra gegn sveppnum. /VH
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.