Bændablaðið - 23.03.2023, Side 36

Bændablaðið - 23.03.2023, Side 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Í gömlu fjósi í Mosfellsbæ hafa nokkrir menn aðstöðu til að sinna uppgerð á gömlum vélum og tækjum. Þarna hafa þeir samnýtt húsnæði og aðstöðu og notið félagsskapar hver annars síðan árið 2013. Flestir meðlimirnir eru hættir að vinna og segjast viðhalda heilsunni með því að gera upp gamlar vélar. Þegar gengið er inn í aðstöðuna á Blikastöðum blasa við vélar af öllum gerðum. Sumar eru ekkert annað en íhlutir á víð og dreif á meðan aðrar eru greinilega langt komnar í uppgerð. Í „betri stofunni“, eins og karlarnir nefna eitt herbergið, eru dráttarvélar sem líta út fyrir að hafa yfirgefið verksmiðjuna fyrr sama dag. Þrátt fyrir að fljótt á litið sé allt í óreiðu, er hver og einn meðlimur með afmarkaðan bás í þessu gamla fjósi, sem eru merktir með línum í gólfinu. Aðspurðir segja karlarnir að þetta sé dásamlegt tómstundagaman og að Blikastaðir séu þeirra félagsmiðstöð. Útbreitt áhugamál og biðlisti Einn helsti drifkrafturinn á bak við félagsskapinn á Blikastöðum er Þorfinnur Júlíusson. Hann vann áður við sölu á landbúnaðartækjum hjá nokkrum þekktum fyrirtækjum eins og Búvélum, Vélaborg, Vélum og þjónustu og G. Skaftasyni, en er kominn á eftirlaun í dag. Af félögunum er hann oft kallaður fjósameistarinn. „Fyrir tíu árum síðan bauðst mér og Gunnari heitnum Björnssyni að taka á leigu útihúsin á Blikastöðum,“ segir Þorfinnur. Þá var búið að breyta gamla fjósinu í iðnaðarhúsnæði og steypa í alla flóra. „Okkur datt í hug að taka þetta á leigu og sjá hvort væri hægt að leigja út pláss til að gera upp gamlar dráttarvélar.“ Hugmyndina segist hann hafa fengið af sambærilegum félagsskap sem var í Borgartúni áður. „Það smáfylltist af vélum og mönnum og varð stærra og stærra samfélag.“ LÍF&STARF HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Varðveisla landbúnaðartækja: Þorfinnur fjósameistari á Blikastöðum – Sameiginlegt verkstæði og félagsmiðstöð Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Þorfinnur Júlíusson er ein helsta driffjöðrin á bak við starfsemina á Blikastöðum. Hér stendur hann fyrir framan Massey Ferguson traktorsgröfu sem fjallað var um í Bændablaðinu fyrir skemmstu. Mynd / Aðsend Í gamla fjósinu á Blikastöðum njóta nokkrir menn góðs af sameiginlegri aðstöðu og félagsskap hver annars. Kaffistofan. Þorvaldur Sigurðsson, Albert Baldursson, Steindór Teódórsson, Þórarinn Garðarsson og Hróar Pálsson. Í „Betri stofunni“ eru geymdar nokkrar dráttarvélar sem eru alveg eins og nýjar. Þorfinnur segir uppgerð vélanna taka eitt til tvö ár. Þær eru í misjöfnu ástandi þegar þær koma. Myndir / ÁL

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.