Bændablaðið - 23.03.2023, Síða 42

Bændablaðið - 23.03.2023, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Hið árlega og einkar áhugaverða danska fagþing nautgripa- ræktarinnar, Kvægkongres, var haldið í lok febrúar sl. og líkt og undanfarinn áratug voru þar flutt ótal erindi sem eiga mörg hver erindi við íslenska bændur. Fagþingið, sem er í senn bæði ársfundur félagasamtaka danskra nautgripabænda og fagfundur helsta vísindafólks í greininni, stóð í tvo daga og var skipt upp í 12 málstofur með 67 erindum. Í þessari grein verður gripið niður í nokkur erindi sem voru flutt í málstofunum um hagfræði, samfélagsleg áhrif og bústjórn. 1. Hagfræði Í þessari málstofu voru flutt fimm erindi og var afar áhugavert erindið sem Per Brems Jensen flutti en hann starfar við hrávörukaup og -sölu. Hann fjallaði um útlitið á hrávörumarkaðinum og hvernig hann telur að markaðurinn muni þróast á komandi árum. Í stuttu máli sagt telur hann útlitið ekki sérlega gott hvað þetta varðar og telur að þó svo að hrávöruverð sé e.t.v. heldur að dala nú um stundir þá sé heimurinn á uppsveiflu hvað þetta varðar. Eins og sjá má af meðfylgjandi mynd, sem hann sýndi og sýnir verðþróun svokallaðs CRB stuðuls, en það er stuðull sem mælir verðþróun á algengum hrávörum á heimsmarkaði, þá hefur verðlag þróast í eins konar 30 ára sveiflum frá þarsíðustu aldamótum og hann telur að svo verði einnig nú. Heimurinn sé því á siglingu inn í verðuppsveiflu og verði þar næstu árin. Í þessu ljósi mælti hann með því að bændur reyndu að gera kaupsamninga á hrávöru langt fram í tímann og á sama tíma binda sölu á sínum vörum í samninga sem gilda í stuttan tíma, svo unnt sé að bregðast hratt við hækkunarþörf. Danir að auka mjólkurframleiðsluna Af öðrum erindum má nefna erindi Thomas Carstensen hjá afurðafélaginu Arla. Hann fjallaði um markaðsmál og mjólkurframleiðsluna og nefndi m.a. að mjólkurframleiðslan í Danmörku væri nú að aukast á ný eftir nokkuð stöðuga framleiðslu á liðnum árum. Nú væri t.d. áætlað að framleiðslan myndi aukast um meira en 50 milljónir lítra á árinu. Þegar hann horfði til markaðs- aðstæðna sagði hann ljóst að gríðarlega hátt afurðastöðvarverð nú um stundir í Evrópu myndi án vafa lækka á þessu ári og nálgast heimsmarkaðsverðið á ný. Skýringin fælist einfaldlega í minni kaupgetu í Evrópu nú en áður, en mikil verðbólga í flestum löndum hefur snarminnkað kaupgetu fólks og það fært neyslu sína í ódýrari vöruflokka. Þetta hafi komið beint niður á sölu á t.d. gulum osti og mjólkurdufti. Þá væri Kína að draga úr innflutningi mjólkurvara í kjölfar mikillar uppbyggingar þar á stórbúum auk þess sem margar þjóðir í Afríku, sem hingað til hafa tekið við miklu magni af t.d. mjólkurdufti, ættu í efnahagslegum erfiðleikum sem sæist best á gengisþróun landanna. Þessi staða hefur snarhækkað verð á innfluttum vörum sem hefur skilað sér beint í minnkandi eftirspurn eftir mjólkurvörum. Á móti kemur að fólki í heiminum er að fjölga. Það væru því vaxtarmöguleikar til staðar en ljóst að fram undan væri ákveðinn óstöðugleiki, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu, sem gerir það að verkum að erfitt sé að spá langt fram í tímann. 2. Samfélagsleg áhrif Þetta var einkar áhugaverð málstofa en áhersla fyrirlesaranna var á samspil nautgriparæktar og samfélagsins, bæði þess danska og heimsins. Erindin voru nokkuð fjölbreytt og sneri eitt þeirra, flutt af Nina Preus frá SEGES, að því hvernig neysluvenjur væru að breytast. Fram kom í máli hennar að neytendur dagsins í dag, í kjölfar Covid og vegna stríðsins í Úkraínu, væru mun aðhaldssamari en áður og horfðu í auknum mæli á stórinnkaup, afsláttartilboð og hefðbundna matargerð. Þá hafa margir neytendur áhyggjur af umhverfinu, mengun og matarsóun. Nýleg könnun á neysluhegðun danskra neytenda sýnir að þrátt fyrir framangreindar áhyggjur þá hafi orðið hverfandi litlar breytingar á neysluhegðuninni en skammtastærðirnar væru þó minni. Þannig hefur t.d. engin hlutfallsleg breyting orðið á kjöt- eða mjólkurvöruneyslu danskra neytenda á 12 mánaða tímabili, þ.e. jafnmargir njóta þessara vara nú og fyrir ári síðan en magnið væri þó minna. Annars konar fæði, þ.e. plöntufæði, væri ekki að aukast svo nokkru næmi og þegar Nina horfði til þróunarinnar í heiminum almennt þá væri ljóst að neysla á mjólkurvörum og kjöti væri stöðugt að aukast. Þetta skýrist fyrst og fremst af fólksfjölgun og vaxandi hópi millistéttar í Asíu sem hefur nú efni á að kaupa sér heldur dýrari matvörur en áður. Það væri því þörf fyrir hefð- bundnar landbúnaðarvörur á komandi áratugum og í meira mæli en hingað til. Þannig mætti vænta 15% aukningar á kjötsölu heimsins fram til ársins 2031 og 21% aukningar á sölu mjólkurvara í heiminum. Bændur yrðu þó að vera með vörur sínar á heimsmarkaðinum til þess að njóta þessa vaxtar, en það eru danskir bændur einmitt. Verksmiðjuframleiðsla Annað áhugavert erindi í málstofunni, sem flutt var af starfsfólki Háskólans í Árósum, sneri að verksmiðjuframleiðslu á bæði kjöti og mjólk. Undanfarin ár hefur heyrst af því að verið sé að vinna að því að finna verkferla svo unnt sé að framleiða kjöt og mjólk í hefðbundnum verksmiðjum, þar sem notaðar séu stofnfrumur sem Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Á FAGLEGUM NÓTUM Fagþing dönsku nautgripa- ræktarinnar 2023 – Fyrsti hluti Verðþróun CRB stuðulsins sýnir að verð sveiflast nokkuð taktfast þar sem hver sveifla mælist í um 30 árum. Metanþefarinn. Tilfellið er að þegar bændur eru að ná mjög góðum árangri þá verður bilið í meðalbúið oft ansi stórt og þá vantar raunhæfari viðmið svo hægt sé að ná enn lengra.“ SKÓGRÆKT Tegund þessi er sumargrænt lauftré með óvenjulega hæfni til að þrífast í blautum jarðvegi með kyrrstæðu vatni. Þetta segir Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, í ritgerð um svartelri sem kom út í 36. tölublaði Rits Mógilsár árið 2018 með titlinum Vanmetið fenjatré. Þar kemur fram að svartelri vaxi í votlendi við fljót og meðfram ám og lækjum um mestalla Evrópu, frá Skandinavíu til Miðjarðarhafslanda og austur um Litlu-Asíu til Írans en líka á stöku stað í dölum Atlasfjalla í Norður-Afríku, Marokkó, Túnis og Alsír. Vert sé að huga betur að ræktun tegundarinnar hérlendis. Svartelri er miðlungsstórt tré og ætti að geta náð a.m.k. 20 metra hæð á Íslandi. Algeng hæð á upprunasvæðum er 18-25 metrar en dæmi eru um yfir 40 metra há tré við bestu aðstæður. Tegundin er beinvaxin og myndar keilulaga krónu. Viðurinn er til margra hluta nytsamlegur. Í samanburði við aðrar elritegundir sem þekktari eru hjá okkur, svo sem gráelri, er svartelrið hraðvaxnara og verður stærra. Hins vegar vex það hægt í mólendi, eins og reyndar öll önnur lauftré. Reynslan af ræktun svartelris er lítil hér á landi. Sum kvæmi sem flutt hafa verið inn sýna léleg þrif, önnur mun betri. Því er talsverð kvæmaleit eftir áður en hægt er að dæma tegundina efnilega eða segja til um hvar ræktun hennar muni takast best. Elritegundir hafa svipaðan eiginleika og hvítsmári, rauðsmári, baunagras, lúpína og fleiri belgjurtir að lifa í öflugu samlífi við örverur á rótum sínum sem gefur trjánum nitur, eitt helsta fjörefni plantna. Í tilviki elritegunda er sambúðin við geislasvepp af ættkvíslinni Frankia og í ræktun er mikilvægt að tryggja að slík svepprót sé til staðar áður en gróðursett er. Svartelri gerir líka miklar kröfur um birtu. Tegundin er með öðrum orðum ljóselsk og hentar því sem frumherji í skógrækt. Styrkleikar svartelris eru áðurnefndir niturbindandi eiginleikar og sömuleiðis hraður vöxturinn sem gerir að verkum að svartelri gæti komið til greina sem timburtré á Íslandi. Okkur vantar einmitt fleiri tegundir lauftrjáa sem orðið geta stórvaxin timburtré, en að svo stöddu er það í raun einungis alaskaösp sem fyllir þann flokk hérlendis. Heldur erfiðara er að segja um veikleika tegundarinnar á Íslandi vegna þess hve lítil reynsla er af henni í skógrækt enn sem komið er. Þó virðist henni hætt við haustkali og miklum afföllum í æsku. Slíkt mætti þó ef til vill forðast með réttum ræktunaraðferðum. Þá er þetta einnig nokkuð skammlíf tegund að jafnaði því algengt er erlendis að fúa fari að gæta í trjábolnum um sextugt. Trjástofnar svartelris verða sjaldan eldri en 120 ára en trén geta fjölgað sér bæði með teinungum og fræi, líkt og birkið á Íslandi. Þó nokkuð er af svartelri í íslenskum görðum en tegundin hefur ekki verið notuð í markvissri skógrækt. Í skóginum á Mógilsá undir Esjuhlíðum má sjá svart- og gráelritré sem vaxa hlið við hlið. Þar er vaxtarþróttur svartelrisins augljós umfram gráelrið. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir svartelri á Íslandi ef frekari kvæmaleit fer fram. Þorbergur Hjalti Jónsson ályktar í það minnsta í áðurnefndri ritgerð sinni um svartelri að hér fari vanmetin tegund. Hann bendir m.a. á að svartelri frá 65. gráðu norðlægrar breiddar í Finnlandi hafi reynst vel á Íslandi, til dæmis í Lystigarðinum á Akureyri þar sem það er sagt harðgert, vaxi vel og kali ekkert. Niðurstaða Þorbergs Hjalta í ritgerð sinni er því sú að full ástæða sé til að reyna ræktun svartelris meira í skógrækt á Íslandi, sérstaklega á flatlendu, framræstu landi þar sem ösp og greni hafa átt erfitt uppdráttar vegna sumarfrosta. Heiti svartelris hefur gjarnan komið upp í umræðu á kaffistofum skógræktarfólks og vilja sumir kalla það rauðelri enda heitir tegundin rødel á dönsku. Það stafar af því að þegar tré eru felld roðnar viðurinn fljótlega í sárinu. Vísunin til svarta litarins helgast aftur á móti af dökkum lit barkarins og „drungalegu yfirbragði trés fenja í næturhúminu“ eins og Þorbergur Hjalti orðar það. Í flestum germönskum málum er svarti liturinn í heiti þessarar trjátegundar og í íslensku virðist það ætla að verða ofan á. Það minnkar líka rugling við aðra elritegund, ryðelri, sem heitir t.d. red alder á ensku. Sú tegund er reyndar ekki síður áhugaverð hérlendis. Hér hefur verið talað um elri en endum þetta á svolítilli málfræði. Elri er hvorugkyns og beygist elri um elri frá elri til elris. Reyndar er líka til karlkynsmyndin elrir. Önnur karlkynsmynd er aftur á móti ölur og líklega er hún upprunalegri. Strangt tiltekið er beyging hennar ölur um ölur frá ölri til ölurs en yfirleitt fer sú beyging út og suður hjá málnotendum. Auðveldara er að eiga við myndina elri í mæltu og rituðu máli þótt hin sé sannarlega öllu skemmtilegri, ekki síst ef litið er til fleirtölunnar, ölrar um ölra frá ölrum til ölra. Þannig gæti einhver sagt á förnum vegi: Hefur þú tekið eftir svartölrunum í garðinum mínum? Pétur Halldórsson. Svartelri (Alnus glutinosa) Stæðileg svartelritré í skóginum á Mógilsá. Myndir / Pétur Halldórsson. Ungt og efnilegt svartelritré á Suðurlandi. Mynd / Þorbergur Hjalti Jónsson

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.