Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 ÓMISSANDI Í SAUÐBURÐINN LAMBBOOST OG FLORYBOOST eru fæðubótarefni sem verka styrkjandi og efla ónæmiskerfi unglamba. 100% náttúrulegar vörur sem löngu hafa sannað sig. Auðvelt í notkun, þarf ekki að blanda og kemur með íslenskum leiðbeiningum. Nánari upplýsingar hjá dýralæknum og umboðsaðila www.dyraheilsa.is Lambboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Heilbrigð þarmaflóra – Mjólkursýrugerlar Eflir ónæmiskerfið – Broddur Örvandi – Jurtakraftur (kóla, gúarana) Eykur líkamlegan styrk – Flókin samsetning vítamína og járns Eykur orku – Nauðsynlegar fitusýrur, glúkósi, þríglyseríðar LAMBBOOST FLORYBOOST Floryboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og saltbúskap líkamans þegar meltingartruflanir gera vart við sig. Verndar þarmana – Viðarkol og leir sem draga í sig eiturefni Kemur jafnvægi á saltbúskap líkamans – Natríumklóríð, magnesíumklóríð, kalíumklóríð og fosföt Eykur orku – Dextrósi Styrkir erta slímhúð – Nauðsynlegar olíur unnar m.a. úr rósmaríni, cajeput, timótei og thymol Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is - Sími 588 6070 SJÁLFVIRK POTTASTÝRING MEÐ SNERTISKJÁ OG VEFVIÐMÓTI POTTASTÝRING Sláturfélag Suðurlands leitar að starfsmanni í viðhalds- og tæknideild félagsins á Selfossi. Við leitum að kraftmiklum og jákvæðum einstaklingi til að bætast í öflugan hóp SS fólks á góðum vinnustað. Helstu verkefni og ábyrgð Almennt viðhald á búnaði og húsnæði starfsstöðvarinnar Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur Reynsla af viðhaldsvinnu Vélstjóri/vélvirki eða reynsla af vinnu við kæli- og frystiklefa, eða rafvirkjamenntun Skipulagshæfileikar og geta til að vinna sjálfstætt Jákvæðni, góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund Frekari upplýsingar um starfið gefur Benedikt Benediktsson í netfangi benedikt@ss.is Sláturfélags Suðurlands er 115 ára, öflugt og framsækið matvælafyrirtæki í eigu búvöruframleiðanda á Suður- og Vesturlandi og almennra hluthafa. Höfuðstöðvar þess eru í Reykjavík og þar eru auk skrifstofu, markaðs- og söludeildir. Á Hvolsvelli er meginhluti kjötiðnaðar staðsettur ásamt frystihúsi og vörudreifingu kjötvara. Á Selfossi rekur félagið sláturhús ásamt úrbeiningu á kjöti og pökkunarstöð. Nánari upplýsingar um félagið má finna á heimasíðu þess, www.ss.is Starf í tæknideild á Selfossi BLAÐAMAÐUR ÓSKAST Umsóknarfrestur: 4. apríl 2023 Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni til að gegna starfinu. Umsóknir sendist á vigdis@bondi.is Upplýsingar um starfið veitir Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri Bændablaðsins á gudrunhulda@bondi.is Öll kyn eru hvött til að sækja um. Menntun og reynsla sem nýtist í starfi Mjög gott vald á íslensku ritmáli Þekking og áhugi á íslenskum landbúnaðarmálum og málefnum annarra undirstöðuatvinnugreina íslensks samfélags Geta til að vinna hratt en nákvæmt og undir álagi Frumkvæði, drifkraftur og sköpunarkraftur Góð samskiptahæfni, sjálfstæði í vinnubrögðum og greiningarhæfni Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á vefumsjónarkerfum og umbroti kostur Bændablaðið auglýsir eftir blaðamanni í 100% starf. Menntun og hæfni: Nú eru tæp tvö ár frá því Bænda- samtök Íslands og búgreinafélögin sameinuðust. Hefur þessi mikla breyting á félagskerfi bænda tekist með eindæmum vel og fólk verið jákvætt þó auðvitað séu hlutir sem þarf að leyfa að þróast og fínpússa, eins og gengur. Eitt af því er skipulag búgreina- og Búnaðarþings. Það hafa eflaust margar hugmyndir verið ræddar þegar kemur að skipulagningu búgreina- og Búnaðarþings. Þrátt fyrir að sameiningin hefði falið í sér tækifæri til einföldunar og sparnaðar var niðurstaðan sú að hafa þetta eins og svipað og áður, þegar búgreinafélögin voru með sína aðalfundi og svo var Búnaðarþing mánuði seinna. Með óbreytt skipulag að leiðar- ljósi var meðal annars sett í sam- þykktir BÍ svohljóðandi 13. gr. „Búgreinadeildir og aðildarfélög geta sent mál sem snerta landbúnaðinn í heild til umfjöllunar á þinginu.“ Sem þýðir, samkvæmt lögfræðingi BÍ, að aðeins búgreinadeildir og aðildarfélög BÍ geta sent ályktanir á Búnaðarþing. Því þarf að hafa, meðal annars, þennan tíma á milli þinga, svo að ályktanirnar sem koma af búgreinaþingi komist í nefndir og inn á Búnaðarþing. Þessu þarf að mínu mati að breyta þannig að allir félagsmenn BÍ geti sent tillögur inn á Búnaðarþing. Og þar sem að við lifum á tímum fjarfunda þá væri lítið mál að skella í eitt aukabúnaðarþing og kippa þessu í liðinn. Þá getum við farið að huga að því að hafa búgreinaþing á sama tíma og Búnaðarþing. Ég legg til að í stað þess að halda þingin hvort á sínum tímanum verði búgreina- og Búnaðarþing haldið á sama tíma. Þannig væri hægt að spara fjármagn og verðmætan tíma starfsmanna, tíma sem er þá ekki varið í mikilvæga hagsmunagæslu fyrir okkur bændur á meðan undirbúningi þinganna stendur. Með þessu væri alls ekki verið að sameina þetta í eitt þing enda á búgreinaþing að vera fyrir viðkomandi búgrein en Búnaðarþing fyrir alla heildina. Heldur yrði þetta keyrt hvert á eftir öðru á sama tíma. Með því myndi sparast mikill tími og fjármunir, bæði fyrir BÍ og ekki síður fyrir fulltrúa sem að þá þurfa aðeins að koma einu sinni á þing, en ekki tvisvar eins og núna er. Með þessum sparnaði væri hægt að greiða ekki bara fargjald heldur líka dagpeninga fyrir kjörna fulltrúa þingsins, svo að þeir eigi fyrir uppihaldi og þurfi ekki að borga með sér eins og staðan er í dag. Ég tel mjög mikilvægt að þessu verði breytt, enda viljum við að fólk geti gefið kost á sér sem fulltrúi óháð fjárhag eða fjarlægð frá þingstað. Allar raddir þurfa að heyrast til þess að við fáum sem mest út úr þingunum. Kýlum á þetta og gerum þetta að stórum og flottum viðburði, sem allir geta raunverulega gefið kost á sér að taka þátt í, okkur bændum til sóma og skemmtunar. Vaka Sigurðardóttir, formaður eyfirskra kúabænda. Bændastemning Vaka Sigurðardóttir. Glimrandi gleði á búgreinaþingi 2023. LESENDARÝNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.