Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 23.03.2023, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. mars 2023 Einfalt og gott velja margir í hversdagsmatinn. Hvernig væri að rifja upp gamla góða plokkfiskinn og bæta ögn í með því að bæta blaðlauk við klassísku uppskriftina? Plokkfisk má gera úr hvítum fiski sem losnar auðveldlega í sundur eftir suðu. Í gamla daga voru helst afgangar af soðningunni, þar sem fiskur hafði verið soðinn á beini, nýttir, en núna er algengara að fólk eldi fiskinn fyrir þennan rétt. Algengast er að nota ýsu og þorsk en ekkert er að því að prófa aðrar tegundir, t.d. löngu, sem er algengt að finna í fiskbúðum. Þá er líka sniðug tilbreyting að nota saltfisk, nætursaltaðan fisk eða reykta ýsu. Grunnuppskrift að plokkfiski inniheldur alltaf lauk, kartöflur og hvítan jafning sem nefnist „bechamel“ á útlensku. Svo má leika sér með bragðið, að gratinera réttinn í ofni, bæta við kryddi, s.s. karrí o.s.frv. Við notum ögn af blaðlauk hér, hann á líka mjög vel við reykta ýsu, gefur milt bragð sem á vel við fiskinn og kartöflurnar. Aðferð: Kljúfið blaðlauk eftir endilöngu og saxið, leggið í vatn og skolið vel til að fjarlægja sand og mold. Þerrið og skrælið lauk og hvítlauk og saxið. Mýkið allan lauk á hægum hita upp úr matarolíu í nokkrar mínútur. Takið til hliðar. Bræðið smjör í víðum potti, stráið hveiti yfir og hrærið vel sam an. Hellið mjólk sam an við í smá um skömmt um og hrærið stöðugt. Látið sjóða við væg­ an hita í 20 mínútur og hrærið reglulega í á meðan, þessi sósa brennur mjög hratt við og þarf stöðuga athygli. Bætið fiski og kart öfl um í og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar eftir smekk. Setjið blönd una í eld fast mót og stráið rifnum osti yfir, setjið í 180° C heitan ofn í 20 mín út ur, eða þar til ost ur inn brúnast. Berið fram með rúg brauði og smjöri. Njótið vel! Þau Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller-Schoenau reka kjúklinga- og sauðfjárbú í V-Húnavatnssýslunni, auk lítillar hrossaræktar, og hér fáum við að kynnast þeim. Býli: Sandar. Staðsett í sveit: Heggstaðanesi við Miðfjörð í Vestur­Húnavatnssýslu. Ábúendur: Birkir Snær Gunnlaugsson og Hanifé Agnes Mueller­Schoenau. Fjölskyldustærð: Birkir, Hanna og tíkurnar Birna og Frigg. Stærð jarðar og gerð bús? Okkar hluti Sanda eru um 1.000 ha og nýtum við um 45 ha af túnum. Á jörðinni er sauðfjárbú og lítil hrossarækt, einnig rekum við kjúklingabú sem staðsett er á Tannstaðabakka. Fjöldi búfjár og tegundir? 450 kindur, 25 hross og pláss fyrir um 25.000 kjúklinga í tveimur eldishúsum. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Birkir sinnir gegningum í fjárhúsum, sinnir útiganginum og fer í eftirlitsferð í kjúklingahúsin. Síðan tekur við ýmiss konar viðhald og tilfallandi verkefni. Að lokum er farinn annar rúntur í fuglahúsin og kvöldgjöfin í kindurnar eftir það. Hanna fer í skrifstofuvinnu á Hvammstanga.Eftir það sinnir hún tamningum og reiðkennslu ásamt bústörfum. Skemmtilegustu/ leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu eru hefðbundin hauststörf, smalamennskur, lömb valin til lífs og jafnvel fyrri partur sauðburðar. Leiðinlegustu bústörfin? Kannski seinni partur sauðburðar en það fer eftir tíð og lifun lamba. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í svipuðum farvegi, væri gaman að byggja hesthús en það fer eftir efnahag og tíma. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, rjómi, smjör og skyr. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heill kjúklingur eða lambalæri. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í sauðburði árið 2020 var ekki til staðar rafstrengur niður í fjárhús en þá var ljósavél brúkuð til að lýsa og dæla vatni úr vatnsbóli. Hún ákvað að segja upp störfum í miðri burðarhjálp eina nóttina og sátum við þá í svartamyrki með rollugreyinu. Notuðum við ljósin á símunum til að klára verkefnið og sameiginleg ákvörðun var tekin um að þetta yrði síðasti sauðburður með ljósavél. Sumarið eftir var farið í að plægja háspennukapal að fjárhúsunum en þau eru staðsett um tvo og hálfan kílómetra frá einbýlishúsinu. Einnig var tækifærið nýtt í plægingu á nýrri vatnslögn og ljósleiðara en þessi bragarbót olli straumhvörfum í vinnuaðstöðu og færði fjárhúsin inn í 21. öldina. Sandar BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Plokkfiskur með blaðlauk -Fyrir 4-6 manns Hafliði Halldórsson haflidi@icelandiclamb.is Plokkfiskur 2 lauk ar 1 blaðlaukur 2 hvít lauksrif 2 msk. matarolía 100 g smjör 2½ dl hveiti 4 dl mjólk 1 tsk. salt ½ tsk. svartur nýmulinn pipar 800 g soðin ýsa eða þorskur 300 g soðnar kartöflur, í bitum 100 g rifinn ostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.