Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.05.2016, Qupperneq 115

Muninn - 01.05.2016, Qupperneq 115
113 Við heimsóttum grænlensku heimastjórnina þar sem við töluðum einungis við Dani sem gegna efstu stöðum stjórnarinnar. Það sem þeir höfðu að segja var mjög merkilegt og við ræddum við þá lengi um stöðu lands og þjóðar og komumst að ýmsu sem okkur þótti afar sérkennilegt. Það er enn mikilla nýlendu áhrifa að gæta í Grænlandi og Danir hafa mikil ítök. Það var mjög áhugavert að tala við starfsmenn heimastjórnarinnar og heyra skoðanir þeirra og annarra Dana. Sérstaklega þar sem við vorum nýbúnar að tala við Grænlendinga sem höfðu svo allt aðrar skoðanir á nær öllu. Við bjuggumst ekki við að enn gætti svona mikilla nýlenduáhrifa á þessu landi en þau eru gríðarleg og nokkuð áberandi. Við heimsóttum bæði menntaskólann og háskólann og þar heyrðum við af ýmsum vandamálum sem grænlenskir nemendur glíma við. Það sem er minnisstæðast er sú staðreynd að allt námið fer fram á dönsku en ekki grænlensku, nema grænlenskutímar. Fyrir marga sem koma frá t.d. Nuuk er það ekki mikið vandamál enda er Nuuk sá bær sem er undir mestum áhrifum Danmerkur og langflestir þar tala dönsku. En síðan eru þeir Grænlendingar sem koma frá minni stöðum þar sem töluvert fleiri hafa grænlensku að móðurmáli og tala mikið minni eða verri dönsku. Það er bara einn menntaskóli í öllu landinu og því verða þeir sem vilja halda áfram námi eftir grunnskóla að fara til Nuuk þar sem mest allt námið fer fram á dönsku - eða þá til Danmerkur. Þessum nemendum gengur þá yfirleitt verr en hinum vegna tungumálaerfiðleika og er brottfall á fyrsta ári gríðarlega mikið. Um 50% fyrsta árs nemenda í háskólanum hætta og er stórt hlutfall þeirra Grænlendingar með grænlensku sem fyrsta móðurmál. Menntaskólinn býður þó upp á mjög fjölbreytt nám eins og t.d. félagsfræði og tungumála brautir, hjúkrun, raungreinar og ýmsar listgreinar. Í ferðinni kynntumst við nokkrum grænlenskum krökkum en þó aðallega tveimur stelpum á aldur við okkur sem komu til Akureyrar í fyrra sumar. Það að hafa kynnst þeim veitti okkar mikla innsýn í samfélagið því það er allt öðruvísi að heimsækja stað þegar maður hefur einhvern þaðan sem getur sýnt manni aðrar hliðar en þær sem maður sér sem ferðamaður. Stelpurnar keyrðu með okkur um alla Nuuk og sögðu okkur sögur af fólki og stöðum sem gerði allt svo miklu meira spennandi. Maturinn var alls ekki slæmur, fjölskyldurnar elduðu handa okkur ósköp venjulega kjúklinga og pastarétti og við gátum fengið okkur hamborgara og pizzur á öllum matsölustöðum. Við fengum engan sel en það var vegna þess að það var ekki selatímabil einmitt á þessum tíma. Það var hins vegar hrognatímabil og við fengum grásleppu hrogn í ófá skipti í forrétt og leist okkur misvel á það. Þessi ferð var hundrað sinnum skemmtilegri en við bjuggumst við og um leið og við komum heim plönuðum við aðra. Næst viljum við heimsækja minni bæi en Nuuk og kynnast þessum ekta grænlensku veiðimönnum og siðum sem eru í raun engir eða mjög takmarkaðir í Nuuk í dag. Við komum heim með fallega minjagripi, hálsmen úr þjóðbúningnum, töfrum gæddar styttur og skart úr hornum og beinum en minningarnar um þennan litríka og fallega bæ með þessu líflega samfélagi munu seint gleymast og við hlökkum strax til næstu ferðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.