Muninn

Volume

Muninn - 01.05.2016, Page 151

Muninn - 01.05.2016, Page 151
149 Hvernig fara þau að þessu? DÚXAR Ásdís Björk Gunnarsdóttir, dúx 2015 Hvernig var dæmigerður virkur dagur? Ég held ég hafi ekki lært mikið umfram það sem ég þurfti að gera frá degi til dags. Ég skilaði þeim verkefnum sem sett voru fyrir, ég eyddi samt hugsanlega meiri tíma en sumir í að gera þau almennilega. Ég var í ýmsu öðru en bara náminu á meðan ég var í MA t.d. tónlistarnámi, Gettu betur, Muninn o.s.frv. Það tók líka tíma. Hvað lærðirðu mikið um helgar? Ég lærði nú töluvert um helgar. Mig finnst einhvern veginn eins og Níels hafi haft heimadæmaskil eða próf á mánudögum meira og minna alla skólagönguna mína. Ég lærði alla jafna vel fyrir prófin hans. Svo getur það líka hafa verið þannig að manni hafi fundist helgarnar vera eini tíminn sem maður hafði til að sinna náminu, vegna þess hve mikið var að gera á virku dögunum. Hvernig glósaðirðu? Ég myndi ekki segja að glósutækni hafi verið einhver undirstaða í náminu mínu. Ég glósaði aðallega þegar kennarar kenndu með því að skrifa á töflu. Ég nennti venjulega ekki að glósa ef ég komst hjá því, og las ég ekki einu sinni alltaf glósurnar mínar eftir á. Hve langan tíma tókstu til að undirbúa þig fyrir próf? Ég tók próftíðina mjög hátíðlega fyrri hluta námsins. Þá gerði ég helst ekki annað til viðbótar við undirbúninginn en að borða og sofa. Ég lærði samt aldrei í jólafríinu, jafnvel þó ég hafi ætlað mér það fyrstu árin. Seinna varð ég afslappaðri og prófundirbúningurinn komst í rútínu. Síðan þá hefur mér eiginlega fundist próftíðir vera afslöppun í samanburði við annirnar. Maður er þá laus við öll verkefnin sem manni fannst maður aldrei hafa tíma til að klára. Próftíðirnar urðu tími langra drukka á vistinni og Brynjuferða. Var alltaf markmiðið að verða dúx? Ég held ekki. Markmiðið var ekki einu sinni alltaf að fá tíu. Ég varð heldur enginn ofurdúx, meðaleinkunnin mín var tæplega 9,3. Ég held það hafi samt ráðið töluvert miklu að mér þótti sjálfsagt að standa mig vel í öllum greinum. Ég var t.d. með töluvert hærri meðaleinkunn í frönsku heldur en s tærð f ræð i , þrátt fyrir að ég hafi verið X-ari. Varstu mikið í sleik og svona? Ég var ekki nógu duglegur við það. Ég hef alltaf verið heldur hlédrægur. Hvernig var dæmigerður virkur dagur? Ég fór í skólann og reyndi kannski að læra þar ef það voru eyður, svo fór það bara rosalega mikið eftir því hvort það var mikið að gera eða ekki hvort ég lærði mikið eftir skóla og svo var ég stundum líka að vinna eftir skóla. Ég myndi segja að ég hafi lært alveg frá 0-6 klst á virkum degi. Hvað lærðirðu mikið um helgar? Það var rosalega mismunandi, ef það var t.d. próf eða stórt verkefni sem þurfti að skila í vikunni á eftir þá lærði ég alveg helling en oft lærði ég ekki neitt ef það var lítið að gera. Þó ég hafi samt kannski lært alveg helling þá er ég samt ekki að meina að ég hafi vaknað klukkan sex og lært til tólf um kvöldið, alls ekki, meira bara lært mikið á eins stystum tíma og ég gat og svo tók ég mér pásu. Hvernig glósaðirðu? Ég er enginn glósusnillingur og í tímum var ég ekkert mikið að glósa allt, nema auðvitað í stærðfræði. Mér finnst yfirleitt betra að reyna að hlusta og skilja í staðinn fyrir að vera stressa mig á að ná að skrifa niður hvert einasta orð sem kennarinn skrifar. Fyrir próf bjó ég oft til glósur og þá fannst mér best að handskrifa þær og reyna hafa þær eins litríkar og teikna eins mikið af myndum og ég gat. Mér fannst það hjálpa mjög mikið. Hversu langt fram í tímann skipulagðirðu þig? Yfirleitt svona viku en þegar það voru lokapróf þá reyndi ég að skipuleggja t.d. allan maí svona nokkurn veginn en svo breytti ég planinu bara með tímanum þegar ég sá hvort það gekk upp eða ekki. Var alltaf markmiðið að verða dúx? Nei, alls ekki. Varstu mikið í sleik og svona? Nei, get ekki sagt það. Ég held að það sem hafi hjálpað mér hvað mest í gegnum tíðina hvað varðar skóla er að skipuleggja mig eins vel og ég get. Það er samt rosalega mikilvægt að þó maður skipuleggi sig þá geta plön alltaf breyst og maður verður að reyna passa upp á að stressa sig ekki of mikið þó plönin gangi ekki alltaf upp. Svo er bara að reyna að hafa gaman af náminu og muna að taka nóg af pásum og gera eitthvað skemmtilegt þó það sé mikið að gera. Hlöðver Stefán Þorgeirsson, dúx 2013 Hlöðver hefur lokið grunnnámi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá HÍ og vinnur hjá verkfræðistofunni Eflu, hann stefnir á framhaldsnám á næsta ári. Ásdís er að læra læknisfræði í HÍ og hyggist flytja til útlanda eftir útskrift.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.