Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 12

Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Side 12
leikraótinu 1911 — en aldrei síðan, því 1912 var ekkert leik- mót háð í frjálsum íþróttum og 1913 liöfðu menn kynnst leikregl- um 01. leikanna 1912 og felldu þetta atriði niður í samræmi við þær. — I kúluvarpi var ferhyrningur í stað hrings, en í kringlu- kasti var ekki keppt. A þessu móti var keppt í fyrsta sinn í köstum hér á landi — og reyndar í fleiri greinum — og vegalengd- ir voru margar eftir ensku máli 402J/3 m. (% Mile) og 804% m. (% Mile) o. s. frv.; stafaði það auðvitað af áhrifum frá Ólympiu- leikunum 1908, sem haldnir voru í London er Islendingar lcepptu og sýndu á. Fyrsti vísirinn til kappleika í frjálsum íþróttum hér í Reykja- vík mun hafa verið í sambandi við þjóðhátíðina gömlu, sem jafn- an var háð 2. ágúst á Landakotstúninu. Ekki minnist sá sem þetta ritar, þess, að liafa séð neinar sameiginlegar æfingar eða undir- búning keppenda undir þátttöku, svo teljandi væri, að æfingum I. R. undanskildum, og inunu einstakir keppendur hafa undirbúið sig hver i sínu lagi, þegar um einlivern undirbúning var að ræða. Annars mun hann í flestum tilfellum hafa verið lítill eða enginn, einkum framan af. Og menn kepptu þar algerlega sem einstak- lingar, en ekki sem fulltrúar félaga eins og nú. Til dæniis um „undirbúning“ keppenda má geta þess, að ég vissi til, að tveir af þátttakendum í Árbæjarhlaupinu, — sem var mesta þrekraun- in af þessuni kappleikum, — hlupu alla vegalengdina einu sinni 2 dögum áður en kapphlaupið var háð! Þetta var allur undir- búningurinn. Og um marga aðra af keppendunum var líkt farið. Má af þessu sjá, hve lílt menn kunnu til íþrótta á þessum tírna. Aftur voru aðrir, sem lögðu talsverða vinnu og alúð i undir- húning sinn undir þetta og önnur kapplilaup sem háð voru á þessum árum. Voru það einkum þeir, sem æft höfðu aðrar í- þróttir, t. d. glimu eða fimleika og öðlast nokkurn skilning á nndirstöðuatriðum íþróttaþroskans. Þótt ég minnist hér sérstaklega á Árbæjarhlaupið — sem reyndar var aðeins háð tvö síðustu árin áður en Iþróttavöllur Reykjavíkur var byggður — þá mun undirbúningi keppenda í öðrum greinum sem keppt var í, — 8

x

Árbók frjálsíþróttamanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók frjálsíþróttamanna
https://timarit.is/publication/1829

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.