Árbók frjálsíþróttamanna - 01.07.1943, Qupperneq 39
Bráðefnilegur hlaupuri. Gultormur Þormar, úr Umf. Fljóts-
dæla er fjórói maóur ársins með 54,8 sek., sem er drengjamet.
Fleiri komust ekki undir 55 sek., en Sverrir Einilsson og Svavar
Pálsson, K. R. sem enn er aðeins 18 ára, hlupu á þeim tíma (55,0)
Millivegalengdir:
Sigureir Arsœlsson úr Armanni var einvaldur á 800 ogl500 m.,
eins og undanfarin ár. Beztu tímar hans eru: í 800 m. 2:04,2 mín. og
1500 m. 4:21,0 mín. Félagar hans, Ármenningarnir Arni Kjarl-
ansson og HörSur HafliSason eru skæðustu keppinautar hans
í báðum þessuin greinum. I 800 m. er Hörður betri með 2:06.5
mín. gegn 2:07,6 hjá Árna, en i 1500 m. er það öfugt; þar hef-
ir Árni 4:23,6 en Hörður 4:24,0.
I 800 m. er Brynjólfur Ingólfsson, úr K. R. með fjóiða bezta
tímann, 2:08,3, og má búast við að hann verði þremenningunum
einna erfiðastur í sumar. Þá liefur Halldór Sigurðsson úr Ár-
manni farið undir 2:10 (2:08,6), en fleiri ekki. Á 1500 m. eru
margir nýjir menu að koma upp, og má húast við, að ýmsir
þeirra láti til sín taka þegar á þessu ári..
„ÁRMANNSTRÍÓIГ
Frá lokasprettinum í
800 metra hlaupinu
17. júní 1942. Sigur-
geir Arsælsson er
jyrstur, Arni Kjart-
ansson annar og Höri)-
ur HafliSason þriSji.
35